Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Side 47
MENNTUN.
47
í annan stað er frá því að segja, að stjórnin sendi hingað
hinn nafnkennda náttúrufrœðing, Johnstrup prófessór, til þess
að rannsaka eldstöðvarnar í Dyngjufjöllum og á Mývatnsörœf-
um. Hafði ríkisþingið veitt fjárstyrk nokkurn til þessa. John-
strup hafði áður fyrir nokkrum árum ferðazt hjer um, er stjórn-
in sendi hann til að skoða brcnnisteinsnámurnar í fingeyjar-
sýslu, og var hjer að góðu kunnur. Hann kom nú út í júní-
mánuði í Reykjavík, og voru í för hans Caroc sjóliðsforingi, er
aðstoða skyldi hann við mælingar, og stúdentar tveir: þorvald-
ur Thóroddsen og annar danskur, Howitz að nafni. Frá Eeykja-
vík hjeldu þeir íjelagar sjóleið til Akureyrar, en lögðu þaðan
landveg áleiðis upp til Dyngjufjalla. Var Björn bóndi Björns-
son frá Breiðabólstöðum í för með þeim. feir lögðu upp frá
Svartárkoti í Bárðardal 30. júní, og fóru hinn sama veg, er
þeir Jón í Víðikeri höfðu farið um veturinn. |>á er þeir komu
upp í fjöllin, varð fyrir þeim Vonarskarð, og nefndi Johnstrup
það Jónsskarð, eptir þeim er fyrstur fann; það er rúmlega 4000
feta hátt yfir sjávarmál. pá tók Askja við, og tjölduðu þeir
undir norðurbrún hennar. Höfðu þeir þá verið 12 stundir úr
byggðinni, og var þó vegurinn að mestu ógreiður. Fylgdar-
mennirnir sneru nú aptur til byggða, en þeir Johnstrup og Caroc
fjetu fyrirberast þar í fjöllunum nokkra daga, og könnuðu eld-
stöðvarnar, þá er þeir komust úr tjöldunum fyrir illviðrum. Ept-
ir það sneru þeir aptur ofan í Bárðardal. Síðan hjeldu þeir
norður til Reykjahlíðar við Mývatn, og könnuðu þaðan Mývatns-
örœfin eða hinar nyrðri eldstöðvarnar. Eptir það skildu þeir
fjelagar, og sneri Caroc heim í leið, og annar stúdentinn (Howits)
var sendur með skipi frá Húsavík til Kaupmannahafnar með
steinasafn mikið, er þeir höfðu fengið á eldstöðvunum. Síðan
fór Johnstrup að kanna fjöllin kringum Mývatn og hraun það,
er runnið hefur úr Leirhnúksgígunum öndverðlega á 18. öld.
þaðan fór hann til Húsavíkur og út að Hjeðinshöfða til að skoða
Hallbjarnarstaðakamb og surtarbrandslögin við Skúfá. pá hafði
hann lokið rannsóknum sínum, og sneri aptur til Akureyrar.
|>aðan fór hann með strandapóstskipinu Díönu til Reykjavíkur
30. ágúst, og hjelt þaðan heimleiðis til Kaupmannahafnar skömmu
síðar. Áður en liann fór úr Reykjavík, hjelt hann þar þijá fyr-