Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 50

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1876, Blaðsíða 50
50 MANNALÁT. inu. Hann dó 3. nóv., og var þá orðinn 95 ára gamall (f. 31/a 1781); hafði liann þá verið blindur nálægt 30 árum. Hann var talinn einhver mestur vitsmunamaður á sinni öld, og lögfrœð- ingur afbragðsgóður. Hann unni mjög bókmenntum, og var einn af stofnöndum bókmenntafjelagsins. — Hinn þriðji var Ó- lafur Pálsson, fyrrum dómkirkjuprestur í Eeykjavík, en síð- ast prestur að Melstað og prófastur í Húnavatnsþingi. Hann dó 4. ágúst., 62 ára (f. 7/s 1814). Hann var gáfumaður góður og vel lærður; embætti sitt stundaði hann með hinni mestu al- úð, og kom hvervetna fram sem mikið prúðmenni, ljúfmenni og valmenni. — Húnvetningar misstu einnig sýslumann sinn, er var Bjarni Einar Magnússon. Hann varð bráðkvaddur á uppstigningardag 25. maí, og var þá að eins 45 ára (f. 1831). Ilann þótti stjórnsamt yfirvald og var vel látinn höfðingi. — 9. marz dó Sigfús Jónsson, prestur að Undirfelli, 61 árs (f. 21/to 1815). Hann var afbragðs lipurmenni og snillingur um marga hluti. — 12. okt,. andaðist Jón Ingjaldsson, prest- ur í Húsavík, 77 ára (f. % 1799). Hann var fróðleiksmaður mikill, og lagði einkum stund á fornfrœði. — 12. marz drukkn- aði í Hjeraðsvötnum Jón Árnason, bóndi á Víðimýri, mið- aldra. Hann var mikill gáfumaður og fjörmaður, skáld gott og vel að sjer um margt. — 4. júlí dó Magnús Einarsson, bóndi í Skáleyjum, rúml. 80 ára. Hann var einkum kunnur fyrir guðfrœðisiðkanir sínar, en var einnig að öðru merkur mað- ur. — 31. ág. Ijezt Ari Sæmundsen, fyrrum umboðsmaður, á Akureyri, 79 ára. Hann þótti með fróðustu leikmönnum sjer samtíða, og lagði stund á margt, þar á meðal söngfrœði, er um þær mundir var hjer lítt kunn. Hann hafði mörgum störfum að gegna, og leysti þau vel af hendi. — í Stykkishólmi dóu tveir merkir menn úr Kaupmannastjett: Benedikt Bogason Benediktsen 14. sept., 78 ára, og Páll Pálsson Hjalta- lín 5. okt., 70 ára. Um jólin dó búfrœðingur Ólafur Sveins- son, tæplega miðaldra, og þótti að honum mannskaði. — Með- al þeirra merkiskvenna, er nú ljetuzt, voru þær þ>órunn Ste- phensen ekkja Hannesar prófasts Stephensens á Ytra Hólmi, en dóttir Magnúsar konferenzráðs, og Hólmfríður þ>or-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.