Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 7
þlNG OG STJÓRN.
7
mönnum til landshöfðingja, og voru þær þessar: Fyrirspurn
frá Jóni Ólafssyni um skilning á 7. gr. laga 27. febr. 1880 um
stjórn safnaðamála, og gaf landshöfðingi það svar, að hana
bæri að skilja bara eptir orðunum. Svo var fyrirspurn frá
Arnljóti Ólafssyni um prentun prestaskólafyrirlestra, og var það
svar gefið, að kennendurnir mundi við fyrstu hentugleika hafa
í huga að gefa eitthvað út af fyrirlestrum, er styrkur fengist
til þess. friðja fyrirspurnin var frá Halldóri Friðrikssyni um
reglugjörð lærða skólans, er kennarar skólans endurskoðuðu
veturinn 1879—80, og gjörðu ýmsar breytingar á. Þá fyrst
vissi enginn um hana meir, en síðar kom fram, að hún hafði
legið í gleymsku og þagnargildi hjá einhverjum af yfirstjórn-
endum skólans.
YJirskoðunarmenn landsreikninganna 1880 —81 voru kosn-
ir hinir sömu og áður, Magnús yfirdómari Stephensen og dr.
Grímur Thomsen.
Alþingi var slitið 27. dag ágústmánaðar, og hafði það þá
staðið nær 8'/« viku eða 58 daga; voru af þeim 50 virkir
dagar, og voru á þeim tíma haldnir 68 fundir í neðri deild
þess, 50 fundir í efri deild og 4 í sameinuðu þingi. Alls hafði
það til meðferðar 106 mál, voru þar af 16 konungleg laga-
frumvörp, og 70 frumvörp, er þingmenn sjálfir báru upp, og 20
tillögur til þingsályktunar. Af hinum konunglegu frumvörp-
um náðu 10 fram að ganga sem lög á þinginu, 1 var eigi út-
rætt, 4 voru felld og 1 tekið aptur. Af frumvörpum þing-
manna voru 19 afgreidd sem lög, 15 eigi útrædd, 32 felld og
4 tekin aptur; af tillögunum til þingsályktana voru 11 sam-
þykktar, 5 eigi útræddar og 4 felldar. Að síðustu má telja
hinar 4 fyrirspurnir, er komu til umræðu á þinginu; þann-
ig hafa þá 40 mál verið samþykkt og til lykta leidd, 40 verið
felld, og 21 bíður úrslita sinna á næsta þingi.
Það má skoða svo, sem þetta þing hafi mikið afrekað, þar
sem það hafði slíkan sæg af málum undir höndum og gat því
eigi varið löngum tíma til hvers af þeim. Sum þeirra voru
líka svo umfangsmikil, að þau urðu eigi út kljáð á stuttum
tíma, svo sem landbúnaðarlaga-málið, sem þingmenn liafa verið