Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 11
ÞING OG STJÓRN.
11
sín í ánum, og viljað sanna með því eindreginn eignarrjett
sinn á hverri bröndu í þeim. í’ótti alþingi þá fullsannað, að
jarðir þær, er lægi að ánum fyrir ofan fossa þessa, ættu fullan
veiðirjett í ánum, og Thomsen kaupmaður væri óheimildar-
maður að þvergirðingum þeim, er hann hefði í ánum. Var svo
að síðustu skorað á landsstjórnina að láta eigi lengur dragast
að höfða mál gegn honum fyrir þvergirðingar og þar af leið-
andi veiðispilli fyrir landi þjóðjarðar einnar, er í Hólmi hoitir,
og á land að ánum, og gjöra þvergirðingarnar upptækar á á-
byrgð landssjóðs. Landshöfðingi skaut málinu til ráðgjafans, en
ráðgjaflnn drap því á dreif, og rjeð tii að bíða með það þar
til hæstarjettarmáli Thomsens út af þvergirðingunum væri lokið,
svo að sjá mætti lok þess.
En hlutverk landritarans var eigi þar með búið, hann var
og skipaður dómari til þess að grafa upp og rannsaka hverjir
þeir óaldarmenn væru, er brotið hefðu veiðigögn Thomsens í
Elliðaánum aptur og aptur þar á undan. Ritarinn gekk fram
í þessari sýslu sinni með dæmafárri röggsemd, og gekk eigi á
öðru en sífeldum heptingum, bæði á sekum og saklausum, um
áraskiptin, og lauk svo þessum löngu rannsóknum eptir að yfir 30
manns höfðu verið rannsakaðir, að dómur var eigi kveðinn upp
í málinu þetta ár.
Vegabótum, bæði á fjallvegum og sýsluvegum, var haldið
áfram sem áður, og var gjörður nýr vegur yfir Hellisheiði, svo
að nú er ósiitinn vegur frá því fyrir neðan Svínahraun og
austur í Ölfus. Nyrðra var vegagjörðinni á Holtavörðuheiði
lokið, og haldið áfram með veginn á Grímstunguheiði, og
farið að gjöra veg að nýju yfir Hrútafjarðarháls. Svo var og
unnið að mörgum öðrum íjallvegum, þótt þeir verði eigi hjer
taldir. Pá var og byrjað á brúnni yfir Slcjálfandafljót þannig
að steinstöplar voru hlaðnir undir brúarendana, eða brúaend-
ana, því að fljótið er brúað í tvennu lagi; F. Bald yfirsmiður
þinghússins sá um hleðsluna. Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri
sá um kaup öll til brúargjörðarinnar, og voru fyrir árslok
gengnar til þess yflr 6000 kr. Enn þá var haldið áfram að
tala um brúargjörðirnur á fljórsá og Olfusá, en eigi meira,