Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 12
12
pING OG STJÓRN.
því að mönnum hefir ógnað kostnaðurinn, þegar til heflr komið,
því að þeir einu, er vildu taka það að sjer, nl. Riedel & Linde-
gaard í Kaupmannahöfn, vildu eigi takast það á hendur fyrir
minna en 192000 kr. Rjeð því ráðgjafinn landshöfðingja til
að snúa sjer heldur að öðru boði, sem G! Klentz timburmeist-
ari í Kaupmannahöfn hefir gefið kost á, nl. að koma flugferju
eða dragferju á þær með þolanlegum kostnaði. Klentz býðst
til að setja fiugferjuna á Ölfusá fyrir 15800 kr. Ráðgjafinn
var á þeirri skoðun, að þessar ferjur mundi að mestu fullnægja
þörfum manna hjer á landi, enda álíta margir hann hafa mikið
til síns máls í því.
Ovfuskipaferðunum til landsins var nú þetta ár hagað
nokkru öðruvísi en árið áður, að því, er þau voru nú í sum-
um strandferðunum látin gjöra lykkju á leið sína til Reykjavík-
ur áður en þau fóru norður um land að austan. Alls voru á-
kveðnar 11 ferðir til landsins, og áttu 5 af þeim að fara kring
um land allt. En þetta fór nokkuð öðruvísi en áhorfðist,
því að í janúarferðinni strandaði Fönix í Faxaflóa, og komst
við það hik á ferðirnar um sinn. Svo tálmuðu og hafísar
hinni fyrstu ferð til norðurlandsins. Alþingi tók til umræðu
gufuskipaferðirnar, og samdi áætlanir 3 til ferðanna, og fór
fram á, að Borðeyri og Djúpavog væri bætt við komustaði
skipsins. Sömuleiðis mæltist það til, að gufuskipafjelagið stæði
við samning sinn um lyptingarnar á skipunum, og sæi svo um, að
dagfæði yrði eigi látið fara fram úr 4 kr. á fyrstu lyptingu.
Gufuskipafjelagið var mjög hrætt við miðsvetrarferðina, eptir
að Fönix hafði farizt, og aftók að senda skip í janúar 1882,
en lofaði að senda einni ferð fleira um sumarið, svo að ferð-
irnar yrði samt 11 talsins. Sömuleiðis kvaðst það ekki hafa á
móti því, að fæðispeningarnir á 1. lyptingu væri settir niður í
4 krónur, ef viðurgjörningur væri að því skapi rírari en áður,
og að farþegar kring um ísland þyrftu eigi að borga aðra fæð-
ispeninga en þá, er þeir keyptu fyrir í eitt og eitt skipti, hvort
sem það leyfi nær til allra lyptinganna eða eigi. Um leið gat
gufuskipafjelagið þess rjett svona, að alþingi mundi reyndar
lít.ið eiga með að skipta sjer um matarsölu á skipum sínum.
A ferðum landpóstanna urðu engar þær breytingar, sem
svo voru aðkvæðamiklar að þeirra sje hjer getandi. Hins veg-