Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 15
pING OG STJÓRN.
15
Hinn 19. dag júlímánaðar veitti konungur herra landlækni
Jóni Hjaltcdín lausn í náð frá embætti sínu með eptirlaunum,
og sæmdi hann um leið etazráðs nafnbót. En 30. dag
ágústmánaðar var hjeraðslæknir Jónas Jónassen sottur til að
gegna landlæknisembættinu og forstöðumannsembættinu við
læknaskólann, ásamt hinu fyrra skyldustarfi sínu. En 15.
september var hann settur til að þjóna eingöngu landlæknis-
embættinu og forstöðumannsembættinu við læknaskólann, en
þá um leið var Tómas læknaskólakennari Hallgrímsson settur
læknir í 1. læknishjeraði (Reykjavík og norðurhluta Gullbringu-
og Kjósarsýslu), og cand. med. & chir. Gaðni Guðmundsson
settur kennari í hans stað við læknaskólann.
Á læknaskipun út um landið varð engin önnur breyting
en sú, að cand. med. & ehir. Davíð Scheving porsteinsson
var skipaður hjeraðslæknir í 5. læknishjeraði (Barðastrandar-
sýslu, nema Flateyjar, Garpsdals- og Staðar-prestaköllum) 5.
dag maímánaðar.
Á amtmannsembœttinu nyrðra varð sú breyting, að kon-
ungur veitti amtmanninum í norður- og austurumdæminu,
Kristjáni Christjánsson, lausn frá embætti sínu 9. dag júní-
mánaðar, með fullum eptirlaunum, en í hans stað var kanídat
Júlíus Havstein, assistent í liinni íslenzku stjórnardeild, sama
dag settur amtraaður í sama umdæmi frá 1. júlí s. á.
Á skipun sýslumanna landsins urðu þessar breytingar:
Sýslumaðurinn í Strandasýslu, Sígurður Eiríksson Sverr-
issen var settur til að þjóna Dalasýslu ásamt mcð sínu eigin
embætti 16. dag júnímánaðar.
3. dag maímánaðar skipaði konungur Adam Ludvig Emil
Fischer, sýslumann í Skaptafellssýslu, til að vera sýslumann í
Barðastrandarsýslu frá 1. júlí s. á.
20. dag júnímánaðar var Ingimundi hreppstjóra Eirikssyni
falin á hendi sýslumannsstörfin í Skaptafellssýslu, nema dóm-
arastörf; þau voru falin 1 austur- og vestur-sýslunum sýslu-
mönnum þeim, er næstir voru.
20. dag júlímánaðar var cand. juris Sigurður Ólafsson
settur til að gegna sýslumannstörfum í sömu sýslu frá 1. degi
ágústmánaðar s. á.