Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 17
pING OG STJÓRN. 17 Austniann, prestur að Saurbæ í Eyjafirði, Stöð í Stöðvarfirði í Suður-Múlasýslu. — 29. s. m. fjekk Brynjölfur Jónsson, prest- ur í Reynisþingum, Hofs- og Háls-prestakall í Suður-Múlasýslu. — S. d. fjekk kandídat porsteinn Halldórsson Mjóafjarðar- prestakall í sömu sýslu. Eitt brauð veitti konungur á þessu ári, nl.: Guðmundi Helgasyni Akureyrarprestakall í Eyjafjarða'rsýslu 3. dag maí- mánaðar. Hann hafði áður þjónað Odda fardagaárið 1880—81 á eigin ábyrgð. ÍTír prófastar voru skipaðir á þessu ári: Skúli Gíslason prestur á Breiðabólsstað, prófastur í Kangárvallasýslu, Jón pórð- arson prestur á Auðkúlu, prófastur í Húnavatnssýslu og pór- arinn Kristjánsson prestur í Vatnsfirði, prófastur í Norður- ísafjarðarprófastsdæmi. Lausn Jrá embætti fengu þessir prestar: Páll Tómasson prestur á Knappstöðum, lausn frá fardögum s. á. 28. marz. Arni Böðvarsson prestur á Eyri í Skutilsfirði fjekk lausn 12. júlí. pórarinn Erlendsson, prestur að Hofi í Álptafirði fjekk lausn frá fardögum 1882 11. september. Geir Bachmann, prestur að Miklaholti fjekk lausn frá fardögum 1882 22. nóv. Prestvígðir voru á árinu: Eirílcur Gislason til Presthóla, og Magnús Andrjesson til Gilsbakka 26. dag júníinánaðar; 18. dag septembermánaðar voru þessir vígðir: Helgi Arnason til Sanda í Dýrafirði, Jón Olafur Magnússon til Hofs á Skaga- strönd, Lárus Eysteinsson til Helgastaða, Pjetur Jónsson til Fjallaþinga og Sigurður Stefánsson til Ögursþinga í ísafjarð- arsýslu. Carl kaupmaður D. Tulinius á Eskifirði og Wilhelm Holm verzlunarstjóri á Isafirði höfðu áður verið skipaðir sænsk- norskir Tconsúlar hjer á landi, og samþykkti konungur þessi embætti þeirra 28. október. Tveir bændur, Jón Runólfsson á Vatnshömrum í Borgar- fjarðarsýslu og Vilhjálmur Bjarnarson á Kaupangi 1 Eyjafirði, fengu heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX, fyrir framúrskaranda dugnað í jarða- og húsabótum, 160 kr. hvor. Pranska stjórnin sendi þeim Fischer sýslumanni í Barða- strandarsýslu og Sigurði Gíslasyni, hreppstjóra í Ölfushreppi sinn heiðurspeninginn hvorum ásamt með tilheyrandi skjölum 2

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.