Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 18
18
þlNG OG STJÓRN.
til þakklætis fyrir greiða þann, er þeir hðfðu sýndan skipverj-
um á frönsku skipi, „L’ Armoricain“, er strandað hafði í
Skaptafellssýslu
II. Á r f e r ð o g a t v i n n u v e g i r.
Tíðarfarið á þessu ári var jafnóhagstætt og ertitt sem
það var æskilegt og blítt árið áður. Á nýársdag var komin
snjóhríð ofan í blotann daginn áður, og gekk á því fram á
þrettánda. Þá gjörði hláku með ofsaveðri miklu en litlum
hlýindum, og stóð hún til hins 9., og voru menn þá farnir að
vona góðs bata. En að kveldi hins 9. sneri við blaðinu, og
kom ofsaleg norðanhríð um allt Norðurland og Vestfjörðu, en
minna varð af því syðra og eystra. Með liríðum þessum fyllti
hafísinn hverja vík og hvern vog, og fraus allur saman í eina
hellu, því að frostin voru áköf. Nú gekk eigi á öðru langan tíma
en rofalausum byljum og stórhríðum á norðan 3 og 4 daga í
einu, og birti jafnan upp svo sem einn eða tvo daga á milli.
Frost var að jafnaði 18 — 24" R. nyrðra, en 12—18° syðra.
Fannkyngja kom afarmikil nyrðra, en á Suðurlandi var hún
minni, en stormarnir og gaddviðrin litlu betri en nyrðra fyrir
það. Um miðjan janúarmánuð var Faxaflói orðinn lagður langt
út fyrir eyjar, var þá gengið yfir Hvammsfjörð, og af Akranesi
til Reykjavíkur, og á land úr Flatey á Breiöafirði; stóð svo
til 15. febrúar. Mest og voðalegast var aftakaveður það, er
gjörði á norðaustan að kveldi hins 29. janúarroánaðar, og hjelzt
allt til hins 31 Varð þá víða nyrðra ei farið í fjárhús eða
beitarhús þar sem þau voru nokkuð langt frá bæjum, enda var
þá eigi öllum fært að fara út fyrir harðneskju sakir, því að þá
var 27° til 30" fro-t á R. um allt norðurland. Veður þetta
gjörði víða hinn mesta skaða. 3 bátar fuku í Miðvík á Sval-
barðsströnd, og víða fuku smábátar og annað er lomað gat,
gluggar brotnuðu úr húsum, heyjum með gaddfieðnu torfi á
svipti upp og þeytti langar leiðir burt. 26 för og bátar brotn-
uðu og hurfu kringum Isafjörð, og sem dæmi þess, hvað snögg-
biljað veður þetta heíir verið, má nefna, að veðrið tók miðbik
úr gaddfreðnu heyi á bæ einum á Barðaströud, og stóöu eptir