Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Side 22
22
ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR.
Aflabrögð voru afarmisjöfn um land allt sem von var að,
er tíðarfarið var svo háskalega örðugt framan af árinu. Allt í
frá nýári varð varla farið á flot í veiðistöðum syðra fyrir storm-
um og ógæftum og svo lagísum á sjónum, en nyrðra sást eng-
inn munur á sjó og landi, svo að alstaðar var loku fyrir skotið.
fegar tók að vora að, fór að greiðast um að sönnu, en aldrei
var þó mikill afii syðra eða vestra. En þegar hafísinn leysti
frá Norðurlandi var þar víða sem ótæmandi fiskur væri í sjón -
um, og varð þar því víða hinn bezti afli þó að gæftir væri ó-
stöðugar. Einkum var aflinn aðkvæðagóður á Skagafirði eptir
fráfærurnar, sömuleiðis í Steingrímsfirði og Grímsey. ' Haust-
afli varð allgóður svðra og ágætur nyrðra, svo að þess mun
tæplega dæmi. t. d. í Ólafsfirði; þar fjekk einn bátur 1200 til
hlutar á tæpum hálfum mánuði. Hákarlsaflinn á Eyjafirði var
í tregara lagi á skip, og segja skýrslur að þar hafi komið á
land 4150 tunnur lifrar á 16 skipum; er það nálægt 2500 tn.
lýsis, og koma þá 156 tunnur á skip. Aptur á móti var afar-
mikið af hákarli veitt upp um hafísinn um vorið og veturinn,
einkum á Húsavík, Höfðaströnd og Eyjafirði; en þó kvað mest
að því á Eyjum í Strandasýslu, því að þar varð náð um 1000
hákörlum upp um ísinn um vorið. Auk þessa náðist og um
vorið allmikið af smáhvölum, bæði hnýsum, höfrungum og há-
hyrningum bæði á Skjálfandaflóa, Eyjafirði og Skagafirði og
víðar. Voru það yíir 150 smáhveli alls, er menn hafa fengið
sögur af. Þá um veturinn voru lengi 8 hvalir í þröngri vök á
Skagafirði, en þar er allar tilfærur vantaði, varð með engu móti
neitt gjört að því að bana þeim. Lax- og silungsveiði var góð
í ám og vötnum þar sem til hefir frjetzt.
Síldveiðafjelögin, bæði hin alnorsku og hin norsku og
íslenzku öfluðu lítið framan af sumri, og voru menn farnir að
örvænta á Eyjafirði um að fá fje sitt ávaxtað; en er hausta
tók fór að aflast betur. Norðmenn höfðu um 40 síldveiðaskip
á Eyjatirði, og byggðu síldarhús í Hrísey, á Bakka og víðar, og
höfðu mikinn umbúnað. En að síðustu mokuðu þeir svo síld-
inni úr sjónum, mest í októbermánuði, að um haustið voru
fluttar um 100000 tunnur síldar af Eyjafirði. Þetta lauk upp
augunum á þeim, er áður höfðu kinokað sjer við að leggja fje
sit.t fram í slíkt, og mynduðust þá þegar tvö stór síldveiðafje-