Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 23
ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR. 23 lög við fjörðinn í nóvembermánuði. Annað þeirra var reist á Akureyri, og nefndist «Eyfirðingur"; höf'uðstóll þess er 40000 kr., og var þegar kveðið á, að útvega skyldi tvær nótaútgjörðir og smíða timburhús; næsta vor skyldi fá 3 skip frá Noregi til veiðanna, með nægum tunnum og salti, og taka þegar til veiða. Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri stofnaði og annað fjelag með 20000 kr. höfuðstoli. Voru þá um haustið þegar komin á fót 4 síldveiðaíjelög kring um Eyjafjörð, og allir f'ullir af víga- hug, er þeir vissu um hinn afarmikla hag hinna fyrri fjelaga. Síldarfjelögin eystra veiddu og vel, þó að það væri eigi jafn- mikið og við Eyjafjörð. Undir árslokin var og í undirbúningi að koma á fót síldveiðafjelagi á Suðurlandi, og var Eggert kaupstjóri Gunnarsson forsprakki þess. Frá því verður betur sagt í frjettum frá næsta ári. Hjer á við að minnast á iiskiferð Trolles hjer til lands. C. L. A. Trolle, undirforingi (premierlöitinant) í danska hern- um, var á Ingólfi, danska herskipinu, sem er á vakki hjer með ströndunum á sumri hverju, sumarið 1880, og tók þá eptir því hve rösklega Norðmenn mokuðu auðæfunum upp úr sjónum við tær íslendinga, en þeir stóðu hjá og horfðu á. Sama var að segja um Frakka, er senda á ári hverju um 230 fiskiskip til að veiða hjer við land. Trolle fjekk sjer því leyfi stjórnarinn- ar tii þess að fara hingað til lands um sumarið eptir og stunda fiskiveiðar og kynna sjer þær hjer við land. Fór hann kring um land allt nema hafnleysukaflann á Suðurlandi; stund- aði hann hér veiðina frá því fyrst í maí og þar til síðast í september, og hagaði ferðum sínum eins og Frakkar, að hann byrjaði vestan við landið, og f'ærði ,-ig svo norðurfyrir og end- aði fyrir Austurlandi. þ>egar hann var heim kominn, reit hann skýrslu um ferð sína í «Nationaltidende», og sýndi þar fram á það, hvílíkur óhagur Islendingum væri að fastheldni sinni við bátafiskið, og hve miklu betra þeim væri að stunda sjóinn á haífærum þilskipum. Sömuleiðis sýndi hann og fram á ýmsa annmarka, er væri á síldveiðum Norðmanna, og vildi haga þeim fremur eptir reknetjaveiðum þeim, er tíðkast meðal Hollend- inga. Amaðist hann heldur við vistum Norðmanna hjer við land, en ijet í veðri vaka, hvílíkur ósegjanlegur hagur væri fyrir Dani að leggja betur stund á fiskiveiðar hjer á sumrum en

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.