Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 26
26
ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR.
57,00—60,00. Hákarlslýsið varð 45,00, þorskalýsi 36,00, harð-
fiskur 60,00—80,00, æðardúnn 12,00. Fjártaka var raikil ura
haustið í öllum verzlunum á landinu, og var verðlag á kjöti frá
20 til 15 aura, og var því skipt í þrennt eptir gæðum eða
kroppaþyngd. Voru fluttar um haustið um 2000 tunnur kjöts
frá Akureyri og Oddeyri, 800 af Húsavík og 1600 af Hofsósi
og Sauðárkróki, og var þar þó nokkuð eptir. Það er einkenni-
legt lag kaupmanna þar nyrðva, og líklega alls staðar, að þeir
taka kjötið með misjöfnu verði eptir gæðum, og er það eigi
nema eðlilegt, en þegar búið er, og tekið er til að salta í tunn-
urnar, er öllu slengt saman, og lakasta kjötið látið í miðjar
tunnurnar, en hið betra til endanna. Síðan er allt látið ganga
sem bezta vara. Kjötið er mjög illa saltað, og allt fyllt svo
sterkum saltlegi, að kjötið missir mestallan krapt sinn, og verð-
ur svartblátt á lit og mjög óætilegt. Enda er svo, sem öll von
er á, að íslenzkt kjöt er talið með lökustu vörum ytra, og því
lítil von til að kjötverzlunin hatni meðan því er spillt á þenna
hátt. Mismunur á ullarverði eptir gæðum mun hafa verið,
lítill, enda hefir það ekkert að þýða, er öllu er blandað saman
á eptir. Um sumarið notuðu menn gufuskipsferðirnar nyrðra
til þess, að panta sjer vörur sjálfir beint frá Höfn, og þótti
mönnum það hjer um þriðjungi ódýrra; það var mest í Norð-
urlandi. Var í mönnum hugur mikill að auka þau kaup mikið
næsta sumar, og gjörðu miklar ráðstafanir til þess. Svo kom
og Coghill með allmikið af vörum á fjárkaupaskipum sínum,
einkum til Dalasýslu, og þóttu kaup við hann hin beztu, þar
sera eitt pund af góðu hveiti kostaði eigi meira kjá honum en
12 aura, en að minnsta kosti 20 aura hjá öðrum kaupmönn-
um. Var því mikið af vörum pantað hjá honum í Húnavatns-
sýslu og víðar móti sauðum til næsta sumars. Nálægt 10000
fjár var flutt út. um haustið. — Verzlunarfjelag það, er Eggert
Gunnarsson hafði stofnað í sambandi við Englendinga, hjelt
áfram störfum sínum þetta ár. Hann settist að í Glasgow í
Keykjavík, og hóf þar upp afarmikla verzlun, og náðu viðskipti
hans um allt svæðið, austan af Kangárvöllum til Borgarfjarðar
Fjekk hann mesta fjölda fjár og hesta hjá landsmönnum, og
galt þeim verð í móti í enskum vörum f>ótti mörgum gott