Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Page 29
ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR.
29
inu var, var eigi votryggt, og svo spillti það og fyrir verzlun
og atvinnu manna; sló óhug miklum á landsmenn við þetta,
og þóttust inargir sjá af þessu, að erfitt mundi ganga að fá
miðsvetrarferð komið á aptur, þar eð þetta slys mundi verða
liaft til afsökunar með að neita um hana, svo sem líka raun
gaf vitni þetta árið (sjá bls. 12.).
Landbúnaðinum fór víst heldur lítið fram þetta ár, enda
var eigi hægt um að sýna miklar framkvæmdir í jarðabótum
eða öðru slíku, því að klaki fór seint úr jörðu sem áður er get-
ið, og tíðarfar var mjög óhagstætt. Norðlendingar Ijetu sjerþó
annt um að búnaði færi f'ram, að minnsfa kosti í orði kveðnu,
og í því skyni voru búfræðingar, launaðir af sýslusjóðum, látn-
ir fara um hjeruðin til þess að leiðbeina mönnum í ýmsu, er
laut að jarðabótum og heyvinnu. J>etta var gjört í Skagafjarð-
ar- og Júngeyjarsýslum. |>ótti það koma að litu haldi. I’je
því, sem varið var til eílingar búnaðar af þinginu 1879 var
skipt milli þeirra, er styrks heiddust og verðastir þóttu, og gekk
það mikið til styrks búfræðingaefnum, til verkfærakaupa o. fl.
pá voru og veittar 535 kr. til ýmislegs kostnaðar, er leiddi af
ferð húfræðings austur í Skaptafellssýslu til þess að finna ráð
og umbætur móti foksandi þeim, er þar er, og spillir túnum
manna, engjum og högum. Búnaðarfjelög er oss lítt kunnugt
um, en það eitt vitum vjer, að sum hin smáu búnaðarfjelög,
sem myndast í hreppum og sóknum, verða eigi langgæð. I’yr-
ir fáum árum myndaðist búnaðarfjelag í einum hreppi í Skaga-
firði, og kom sjer upp ofurlitlum sjóði; fjelagsmenn unnu dá-
lítið svo sem 2—3 ár, en svo fór að dofna, en þenna vetnr
kom þeim saman um að halda útför fjelagsins, og skiptu bróð-
urlega milli sín eignum þess. Svona var það nú þarna í
Norðurlandi, þar sem framfaraandinn er svo mikill, og mun svo
hafa víðar farið fyrir slíkum smáfjelögum. Gripasýning var
haldin á Garði í Hegranesi í Skagafirði, 28. dag maímánaðar;
hlotnaðist mönnum gott veður, en miklir vatnavextir, og tálm-
aði það fjölmenningu til sýningarinnar, þar eð yfir Hjeraðs-
vötnin var að fara fyrir alla. |>ó munu þar hafa verið við um
300 manna. Sýningin fór hátíðlega fram, og hjelt þar Arni
organleikari Eiríksson á Sölvanesi uppi fögrum söng með góð-
um fiokki karla og kvenna. |>ar voru og ræðuhöld nokkur.