Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 31
ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR.
31
og fjáreigandi í hverjum hreppi skyldi hafa á fje sínu. Brenni-
markið skyldi vera hreppsnafnið skammstafað, og ætíð sett á
vinstra horn (eða hóf) skepnunnar, en brennimark eigandans á
hið hægra.
Alþingishúsið var fullbyggt um veturinn, og var pað veg-
leg bygging og mikil, í miðjum bænum, og honum til mikill-
ar prýði. Allt neðsta gólf hússins er byggt handa landsbóka-
safninu, en annað gólf fyrir pingið: málsstofurnar báðar eru
mjög skrautlegar, og standa pó til umbóta framvegis. Efst er
húsrúm handa forngripasafninu, og í einu horninu par uppi
herbergi, par sem geymdur er húsbúnaður Jóns Sigurðssonar í
Kaupmannahöfn, sá er var í ritstofu hans, bæði borð, legu-
bekkur, skrifborð með öllum ritfærum, nokkur myndaspjöld, og
að auki rúm hans. Yar allt petta gjöf Tryggva pingmanns
Gunnarssonar sem áður er sagt. A borðinu liggja silfurkransar
peir, er lágu á kistu Jóns, er hann var jarðaður. Að utan er
húsið mjög fallegt, einkum á framhliðinni. A bust á miðri fram-
hliðinni gnæíir krúna mikil, en undir upsinni er ártalið 1881
greypt í steininn. Yíir gluggunum á loptinu eru landvættir
íslands í lágskurði, jötunn, gammur, boli og dreki, en í sömu
röð yfir dyrunum eru tveir skildir og á öðrum porskurinn ís-
lenzki en á hinum ríkismerkið. Yfir aðaldyrum hússins er dá-
lítið líkneski af fálka. Gólf hússins er allt saman af steini, og
stigar af neðsta gólfi upp á loptin úr járni, og grindur með af
sama; eru par húnar allir gullroðnir, og hinir fegurstu. öll
pessi bygging kostaði nálægt 123000 kr.
III. M e n n t u n.
Embættispróf við háskólann tók Sigurður Olafsson í lög-
fræðum með annari einkunn. Sömuleiðis tók fornfræðingur
Guðmundur porláksson meistarapróf (magisterconference) í nor-
rænum fornfræðum og bókmenntum með góðum vitnisburði
(admissus).
Embættispróf á læknaskólanum í Keykjavík tóku pórður
J. Thóroddsen og Jón S. K. K. Sigurðsson Johnsen frá Flat-