Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 35

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Qupperneq 35
MENNTUN. 35 Safni þessu hefir og áskotnazt nokkuð af gjöfum undanfarin ár, t. d. steinasafn allmikið frá Ameríku, en sakir rúmleysis er ekki hægt að sjá það eða nota. Sama ár gaf Gröndal skýrslu um myndasafnið í skýrslu skölans. Menntunarfjelögin hjeldu áfram störfum sínum sem áður, og gáfu út rit sín. - Bókmenntafjelagið starfaði heldur með minna móti, og þykir mönnum hjer Hafnardeildin vera sein í sóknum og dauf til framkvæmda. |>etta ár segja skýrslur þess að væri 767 íjelagar þess, og eru það 6 fleiri en árið áður. Forsetiþess var í Höfn Sigurður L. Jónassen, sem áður. Bækur þær er Hafnardeildin gaf út, voru Skírnir, 55. ár, og var hann lík- ur því, sem hann var áður, og Islenzkar fornsögur II. Bindi. í þessu bindi eru Reykdæla eða Ljósvetningasaga og Yallaljóts- saga. Þessar útgáfur fjelagsins af sögunum eru óefað vandað- ar og góðar, en allt fyrir það er landsmönnum heldur illa við þær vegna hinns háa verðs sem á þeim er. |>eir vilja fá ódýr- ar textaútgáfur, sem þeir geti veitt sjer og lesið, en vilja eigi kaupa hálfar bækur af orðamun, sem engum verður að gagni nema vísindamönnunum einum, og þær útgáfur finnast þeim liggja langt fyrir utan verkahring fjelagsins, og heyra til forn- fræðafjelaginu, og virðast þeir í því hafa mikið til síns máls. Reykjavíkurdeildin gaf út eitt hepti af Sýslumannaæfum Boga Benediktssonar á Staðarfelli með viðaukum og leiðrjettingum Jóns háyfirdómara Rjeturssonar. Bók þessi nær yfir Hngeyjar- og Eyjafjarðarsýslur, og er lengd allt fram á vora daga. Hún er uppfull af ættartölum, og þó að öllum sje kunnugt um hví- líkur fræðimaður Jón Pjetursson er í þeirri grein, hafa slæðzt inn í hana allmargar og meinlegar villur, bæði í einstökum ættum og orðum. Rit þetta, sem var allrar virðingarvert af höfundarins hálfu, er samt svo úr garði gjört, að það hefði þurft nákvæmrar rannsóknar við áður en það var gefið út, og hefði gjarnan sumstaðar mátt vera styttra. Tímarit fjelagsins hjelt áfram, og voru í því margar góðar ritgjörðir þó eigi sje rúm hjer til að yfirfara þær. Skýrsla um Forngripasafn ís- lands í Reykjavík II, 1. — fjóðvinafjélagið gaf út Andvara sem að undanförnu, með góðri mynd af Jóni Guðmundssyni, sem lengst var eigandi og útgefandi þjóðólfs og ágrip af æfi hans; þar voru og ágætar ritgjörðir eptir ýmsa menn, t. d. íJor-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.