Fréttir frá Íslandi - 01.01.1881, Blaðsíða 36
36
MENNTUN.
vald Thoroddsen, Arnljót Ólafsson o. fl. Sömuleiðis gaf það
út Almanak sitt sem áður, og var það prýtt andlitsmyndum
og æfiágripum tveggja hinna helztu frelsispostula Norðmanna,
Björnstjerne Björnsonar og Jóhanns Sverdrups. priðja rit þess
var Lýsing Islands eptir Þorvald Thoroddsen. Lýsing þessi
er í alla staði ágæt það sem hún nær, en hún er langt of stutt
því að hún er eigi nema 6 arkir, og rjett til þess að læra hana
í skólum, enda er hún og mjög vel til þess fallin. Nöfn eru
eigi mikil í henni, því að þau eru auðlærð á landabrjefum, en
því meira af lýsingum á eðli landsins, hag þess og náttúru.
f>að má vel vera, að sumt af því, er snertir menntunarsögu
landsins í kveri þessu sje eigi alls kostar rjett, en þó mun þar
eigi vera mjög margt varhugavert. fað má því álíta að kver
þetta sje ágætt, enda hefir það sýnt sig, þar sem landsmenn
hafa keypt það fjarska mikið.
Bœhitr komu mjög fáar út hjer aðrar en þær, sem þegar
eru nefndar, og gefnar voru út af menntunarQelögunum, og þá
sízt svo að þeirra sje hjer getanda. Markaskrár og sitthvað
þess konar eru allra bóka nauðsynlegastar. en þær geta eigi tal-
izt hjer með fyrir það. BVóðin voru þau sömu og áður, og
hjörðu þetta áfram, án þess þó að neitt kvæði að þeim. Eitt
þeirra, Máni, dó samt út eptir árslokin eptir tveggja ára til-
veru, en það var ofurlítið skarð eptir hann. Ritstjóri Skuld-
ar fór utan um haustið og gaf út Skuld ytra (í Höfn) það sem
eptir var árgangsins, og hætti hún síðan um sinn. Á Akur-
eyri var gefið út dálítið kver, Yasakver handa alþýðu, með
ýmsum leiðbeiningum um tolla, útgjöld, skatta og póstsending-
ar og ýmislegt annað, er hverjum manni er nauðsyn á að vita.
Kver þetta er laglega samið og gott til leiðbeiningar, það er
að segja, ef menn vilja fyrst leiðrjetta fáeinar stórvitleysur er
í því eru, áður en það er notað. Einar rímur, af Ajax frœkna
voru gefnar út, og eru þær lítt merkar sem annað þess kyns,
er út er gefið. f>á voru og gefin út helztu kvœði, ef svo skyldi
kalla, eptir Sigvalda Jónsson Shagfirðing. Sigvaldi sál. var
lipur hagyrðingur, og hafði opt á hraðbergi liprar og hnitti-
legar lausavísur, og ljet honum vel að kasta þeim fram. En
það er annað að mæla laglega lausavísu af munni fram, eða að
gefa slíkt út. Kver þetta er að sönnu stórhneykslalaust, en það