Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 3

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 3
Löggjöf og landsstjórn. 5 hinir hefði af ásettu ráði og ólögum eytt málinu og spunnust af pví snarpar skærur í pinglokin og eptir ping í blöðunum, og mundi margur hafa viljað koma sínum mótstöðumönnum fyrir kattarnef, ef pess hefði verið kostur. |>ess skal getið, að um veturinn fyrir ping kom Jón Ó- lafsson upp með pá tillögu (í í jallkonunni), að fá slitið sam- handi íslands við Danmörk á friðsamlegan hátt með lögum, en pví var mjög lítill gaumur gefinn og urðu fáir til að styðja pað mál, enda kom pað alls eigi fyrir á pingi. Alpingi var slitið 26. ágúst. Hafði pingið haft til með- ferðar 106 lagafrumvörp; af peim náðu 41 fram að ganga (17 stjórnarfrumvörp og 24 pingmannafrumvörp), hin voru ýmist felld (51), tekin aptur (8) eða óútrædd (5), og eitt komst aldrei á dagskrá; pingsályktunartillögur komu alls 16 fram, en 11 einar voru sampykktar. Hjer skal geta peirra laga, er náðu staðfesting konungs fyrir árslokin: 3. maí voru staðfest: 1. Lög (frá alpingi 1887) um brúargerð á Ölvesá. 9. ágúst voru staðfest: 2. Lög um aðfflutningsgjali á kaffi og sykri. 3. Lög um breyting á lögum 11. febr. 1876 um aðflutnings- gjald á tóbaki. 4. Lög um viðauka við lög 9. jan. 1880 um breyting á til- skipun um sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872. 5. Lög um bann gegn botnvörpuveiðum. 6. Lög um bann gegn eptirstæling peninga og peninga- seðla og fl. 28. október voru staðfest: 7. Fjárlög fyrir árin 1890—91. 8. Fjáraukalög fyrir árin 1886—87. 9. Fjáraukalög fyrir árin 1888—89. 9. desember voru staðfest: 10. Lög um breyting á lögum 15. okt. 1875 um laun íslenzkra embættismanna. 11. Lög um sölu nokkurra pjóðjarða.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.