Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Side 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Side 7
9 Löggjöf og landsst.jórn. Á skipun embættisinanna urðu allmiklar breytingar á þessu ári. Pjetur biskup Pjetursson fjekk 16. apríl lausn frá 25. maí. en í hans stað var Hallgrímur dómkirkjuprestur Sveins- son sama dag og frá sama tíma skipaður biskup landsins. Jón Pjetursson, yfirdómsforseti, fjekk 16. apríl lausn frá 1. maí; í hansstað var Lárus E. Sveinbjörnson, 1. yfirdómari, s. d. og frá sama tíma skipaður yfirdómsforseti, og Kristján Jónsson, 2. yfirdómari og dómsmálaritari, skipaður 1. yfirdóm- ari sömuleiðis frá 1. maí. En Jbn landritari Jensson var 9. ágúst skipaður 2. yfirdómari í sama dómi. Anders Dybdal, skrifstofustjóri í hinu íslenzka ráðaneyti í Khöfn, var 20. maí skipaður stjórnardeildarforstjóri, og Ólaf- ur Halldórsson, cand. jur. og aðstoðarmaður í sama ráðaneyti, skipaður skrifstofustjóri. Hannesi Hafstein var veitt landritaraembættið 3. nóv. Prófastur var skipaður 24. jan. Bjarni pórarinsson, á Prestbakka, í Yestur-Skaptafellsprófastsdæmi. Prestaköll voru pessi veitt á árinu: Einari Jónssyni, á Miklabæ, Kirkjubæjar prestakall í Hróarstungu, 24. jan.; Olafi Petersen, prestaskólakandídat, Svalbarðs prestakall í þistilfirði, 1. febr.; Bjarna porsteinssyni, settum presti í Hvanneyrar og Kvíabekkjar prestakalli, Hvanneyrar prestakall, 18. marz; Birni Jónssyni, á Bergstöðum, Miklabæjar prestakall í Skaga- firði 24. maí; Jóni Jönssyni, fyrrum presti að Kvíabekk, Hofs prestakall á Skagaströnd, 24. júní; Eggert Pálsyni, presta- skólakandídat, Breiðabólstaðar prestakall í Pijótshlíð, 6. júlí; Oddgeiri Guðmundsson, í Kálfholti, Vestmannaeyja prestakall, 29. ágúst; Sigfúsi Jónssyni, prestaskólakandídat, Hvamms prestakall 1 Skagafirði, 9. sept.; Arnljóti Ólafssyni, að Bægisá, Sauðaness prestakall á Langanesi, 26. sept.; Guðmundi Helga- syni, prestaskólakandídat, Bergstaða prestakall í Húnavatns- sýslu, og Einari p. Thorlacíus, prestaskólakandídat, Stóru- valla prestakall í Rangárvallasýslu, 27. sept.; Guðmundi Guð- mundssyni, prestaskólakandídat, Gufudals prestakall í Barða- strandarsýslu. Prestvígslu tóku á pessu ári: Ólafur Petersen 5. maí; Eggert Pálsson 11. ágúst; Einar p Thorlacíus, Guðmundur

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.