Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Page 9
Kirkjuraál. 11
lítið úr þjónustu hins ráðna kjðrprests. — Til kirkjubyggingar
var Holts prestakalli undir Eyjafjöllum veitt 2000 kr. lán úr
landssjóði, en flutningi kirkjunnar frá Holti að Ásólfsskála
synjað að svo stöddu. — Reykjavíkur söfnuður, er landsstjórn-
in hafði boðið að taka að sjer fjárhald dómkirkjunnar, hafnaði
pví boði samkvæmt tillögum nefndar peirrar, er sett hafði ver-
ið í pví máli. — Mál pað, er risið hafði út af vanskilum sjera
Tómasar Hallgrímssonar á árgjaldi af Valla prestakalli í Svarf-
aðardal, var dæmt í landsyfirrjetti, og skyldi presturinn par
greiða alla skuldina, 500 kr., og málskostnað. Sömuleiðis var
sjera Magnús Jónsson í Laufási dæmdur til að greiða alla pá
skuld, sem hann var kominn í við landssjóð, 2000 kr., og
málskostnað; en alpingi gaf honum síðan fyrir ýmsra hluta
sakir upp pá skuld.
Árferð.
Vedrátta. Grasvöxtur og nýting. Skepnuhöld.
Veðrátta. f>á er ails er gætt má petta ár eflaust teljast
eitt með hinum heztu, er komið hafa á síðara hlut pessarar
aldar, bæði til lands og sjávar. Að vísu byrjaði árið með á-
kafri snjókomu og fannfergi pví nær um land allt, einkum
sunnan og vestan, og sást varla nokkurs staðar í dökkvan díla.
Öfærð var svo mikil, að við sjálft lá, að póstferðir og aðrar
samgöngur heptust með öllu; en víða í sveitum voru pó blot-
ar öðru hvoru, einkum norðan og austan, enda fannkoma par
minni að jafnaði og hagar allgóðir, frost jafnan lítil, pví að
útsynniugar voru tíðastir. 21. jan. gerði hláku með 6—8°hita
á R. um land allt, er stóð 2 daga eða 3; tók pá mjög upp
snjó í sveitum, en frysti jafnharðan upp aptur og dembdi nið-
ur snjó miklum um suðurland og vesturland. Voru hagleysur
fyrir allar skepnur fram á porrapræl. f>á, 23. febr., gerði
nokkra hiáku og brá pegar bæði sunnan og vestan til stöðugra
góðviðra, hl/inda með hitaskúrum, pótt stundum frysti dag og
dag í bili. Var pess nú ekki langt að bíða, að snöp kæmi upp
í sveitum (nema í Flóa, par sem ölvusá hafði farið yfir um
veturinn) og enda til dala, og komu aldrei harðviðri eptir petta