Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 12
14 Árferð. er í hðfðu verið bleyttar útlendar húðir. Bráðapest gerði og töluverðan usla um haustið sunnanlands, einkum í Gullbringu- sýslu; drapst nálega hver kind á sumum bæjum suður á Vatns- leysuströnd og varð engum vörnum við komið. Atvinnuvegir. Landbúnaður. þar er árferðið var svo gott, sem sagt hef- ir verið, má af pví ráða, að bændum muni hafa leikið flest í lyndi; varð arður af búpeningi með mesta móti og sláturfje í háu verði um haustið. Búnaðarfjelag suðuramtsins ljet bú- fræðinga fara um sveitir og leiðbeina bændum og segja fyrir um jarðabætur sem að undanförnu. I ýmsum sveitum voru stofnuð ný búnaðarfjelög eða framfarafjelög, en rneðal hinna gömlu fjelaga var útbýtt af landsfje 6000 kr. styrk. Var víða gert meira að jarðabótum petta eina ár, en mörg undanfarin, einkum túnasljettur, og garðrækt eptir leiðbeiningum formanns hins ísl. garðyrkjufjelags. Fiskiveiðar heppnuðust með bezta móti víðast hvar. Sunn- anlands, við Paxaflóa og á Vestfjörðum, einkum við ísafjarðar- djúp, varð porskafli ágætur bæði á bátum og pilskipum, enda pótt haustvertíð yrði fremur rýr. Hákarlsafli var og allgóður hjá peim, sem hann stunda. Aptur á móti brást afli norðan- lands og austan að miklum mun, nema í Suður-Múlasýsiu, par mátti víða heita mokfiski um sumarið; var pó sildaraflí nokk- ur með köflum á Eyjafirði; póttu Færeyingar peir, er til Aust- fjarða eru nú teknir að flykkjast hvert sumar, spilla mjög veið- um landsmanna með alls konar yfirgangi. J>á póttu og pung- ar pær búsifjar, er enskir fiskimenn veittu Austfirðingum; voru peir síðari hlut sumars par um slóðir á 16 gufuskinnm litlum, girtu með lóðum fyrir alla firði og opt í landhelgi. Af lands- manna hálfu var ýmislegt gert til pess að efla sjávarútveginn; sjera Oddur V. Gíslason ferðaðist um fiskiverin við Faxaflóa og austanfjalls til pess að brýna fyrir mönnum, að vanda betur verkun fiskjarins, bæta aga meðal sjómanna bæði á sjó og á landi, og nota lýsi eða olíu og önnur ráð til pess að forðast slys á sjó. Efldust fiskimannasjóðir Kjalarnespings og Isfirð-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.