Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 13
Atvinnuvegir. 15 inga að góðum mun af samskotum og frjálsum gjöfum; var í orði víðar að stofna slíka sjóði. Fischer kaupmaður, er andaðistí fyrra, mælti svo um fyrir dauða sinn, að stofna skyldi sjóð, er bera skyldi hans nafn, 20,000 kr., er verja skyldi af 2/a vöxtum til pess að styrkja ekkjur fátækra sjómanna í Gullbringusýslu og Reykjavík, en 13 til pess að styrkja efnilega sjómenn að nema sjómanna- fræði. Tilraun var gerð í Reykjavík af Sigurði Eiríkssyni að bæta skipalag pað, er par tíðkast og allmikil vandkvæði hafa pótt á vera; tókst honum að ná betra lagi á skipum bæði til gangs og stöðugleika í sjó en áður hefir fengizt. Æðarræktarfjelagið hjelt áfram ótrauðlega að vinna að drápi flugvarga á pví svæði, er pað nær yfir, og varð allmikið ágengt. Alpingi sampykkti og lög um friðun æðarfugla, er voru nokkru strangari en hin eldri lög um sama efni. Yerzlun var 1 ýmsum greinum heldur hagstæðari en að undanförnu. Hvít ull norðlenzk seldist í Kmh. á 72—75 a., sunnlenzk á 68—70 a., svört á 65 a. og mislit á 60—62 a. Verð á saltfiski nr. 1 í Kmh. um tíma 55—60 kr. skipd., á Spáni 43—48 kr., í Genúa 50 kr. Harðfiskur komst í Kmh. upp í 90 kr. Hákarlalýsi komst f Kmh. upp í 38 kr. Sund- magar á 30- 55 a. Æðardúnn á 11 — 15 kr. Sauðakjöt 35— 50 kr. tunnan, og gærur 4—5 kr. vöndullinn. A öllum pess- um vörum var verðið nokkru lægra hjer á landi. Verð á lif- andi peningi, einkum fje, er út var flutt með langmesta móti petta ár, par sem fjárkaupmenn voru nú 3 og pöntunarfjelögin að auki, varð nokkru hærra en í fyrra; taldist svo til, að út hefði verið flutt um 60,000 fjár; var verðið eptir gæðum 12— 15 kr. fyrir veturgamalt, 15—18 kr. fyrir tvævett og 17—20 kr. fyrir eldra. Pöntunarfielögin fengu 18 — 20 kr. fyrir full- orðna sauði og útlendar vörur heldur ódýrari en hjá kaup- mönnum að kostnaði frádregnum. Eitt nýtt pöntunarfjelag var stofnað að mínnsta kosti, pöntunarfjelag Rosmhvalaneshrepps. Verð á útlendum vörum var hjer líkt og árið áður, nema hvað verðið hækkaði að mun víðast hvar við verzlanir jafnskjótt sem tolllögin nýju náðu staðfestingu, en samkvæmt peim verður að gjalda af hverju pundi af kaffi og kaffibæti 10 a. og sykri og

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.