Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 18
2Ö Menntun og ménning. febrúarm. fyrir hvatir og milligðngu Dr. Bjarnar M. Ólsens, skólakennara í Reykjavík, Jóns A. Hjaltalíns, skólastjóraá Möðru- völlum, og Jóns pórarinssonar, skólastj. í Flensborg. — Tilgang- ur fjelagsins er, samkvæmt lögum þess, sá, «að koma sem beztu og haganlegustu skipulagi á alla kennslu og skóla í landinu, æðri sem lægri, og efla pekking ísl. kennara og pjóðarinnar yfir höfuð í öllu pví, er lýtur að uppeldi og kennslu;* fjelagið skal, ef auðir er, gefa út rit um uppeldis- og kennslumál og halda málfundi til pess að ræða um pau mál, er hjer að lúta, svo opt sem pví verður við komið. «Rjett til inngöngu í fje- lagið hefir liver sá maður, karl eða kona, sem heíir stöðugt at- vinnu við kennslu>; en um aðra menn ráða atkvæði á fundi. Astillag er 2 kr., æfitillag 25 kr. Stjórnendur fjelagsins eru; forseti og 6 fulltrúar, og 2 endurskoðunarmenn; skal forseti halda ársfund um miðsumarsskeið ár hvert, en aðalfund um sama leyti annaðhvort ár, er alpingi er saman komið. Fyrir aðalfund, er baldinn var 3. júlí, var lagt frumvarp til laga um menntun alpýðu, er nefnd nokkur meðal fjelagsmanna bafði samið og rætt hafði verið ámálfundum fjelagsmanna. Á fund- inum urðu pau úrslit pess máls, að skorað var á alpingi að semja lög um alþýðumenntun, pannig, að prestar haldi ár hvert í maímán. opinbert próf í skript, reikningi og rjetttritun yfir öllum peim börnum, sem 131 -2 árs eru pá orðin, með próf- dómendum völdum af sýslunefnd eða bæjarfógeta, og ýmislegt var par fleira samþykkt, sem hjer yrði of langt upp að telja. Islenzkt náttúrufrœðisfjelag var stofnað í Reykjavík 16. júlí fyrir milligöngu Stefáns kennara Stefánssonar. Á pað að taka við af sams konar fjelagi, er stofnað var af honum og Birni eand. jur. Bjarnarsyni í Kmh. 1887. Tilgangur fjelags pessa er sá, að safna alls konar islenzkum og útlendum náttúrugripum: dýr- um, jurtum og steinum, er síðan skulu hafðir til sýnis í Rvík. Mætti petta verða vísir til náttúrugripasafns hjer á landi, ef almenningur vildi styðja pað og styrkja. J>á stofnuðu 3 helztu bóksalar landsins (Björn Jónsson, Sigfús Eymundarson, Sig. Kristjánsson) fjelag með sjer 12.jan. til pess að koma bókverzluninni í fastara og skipulegra horf

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.