Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Page 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Page 20
22 Menntan og raenning. pjórsár að norðan og Skaptárjökuls að austan, frá Torfajökli að sunnan norður í Köldukvíslarbotna. Skoðaði hann afrjettar- lönd Rangvellinga og fann, að Hrafntinnuhraun og önnur fleiri, er áður voru ókunn, er runnið undan Torfajökli vestan- verðum: hvít vikurlög í jörð á suðurlandi segir hann vera og komin úr pessum jökli. Fiskivötn eða Yeiðivötn skoðaði hann síðan nákvæmlega, og er landið par eldbrunnið allt umhverfis og hið einkennilegasta; ligsja vötnin í fornum eldopum eða skálum, sem komið hafa í eldsumbrotum, og eru lukt hömrum og móbergstindum og allmikill gróður innan um. Yötnin eru sum afarstór, svo sem J>órisvatn, er gengur næst pingvallavatni að stærð, og fiskisæl. Með pessari ferð er pað sannað, að ein eldæð gengur í boga um pvert landið, norðan úr |>ingeyjar- sýslu um Ódáðahraun og Heklu suður á Reykjanes. Dr. Björn M. Ólsen ferðaðist petta sumar um Stranda- sýslu og Barðastrandarsýslu sunnanverða til pess að kynna sjer mállýzkur í peím sveitum. Sigurður fornfræðingur Yigfússon ferðaðist um Breiðafjörð og rannsakaði sögustaði í Gísla sögu Súrssonar, Byrbyggju og fl. sögum. Hann fjekk og rúma 100 forngripi handa forn- gripasafninu, sumt kjörgripi. Af ræðum, sem haldnar voru um ýmisleg málefni til fróð- leiks og skemmtunar, má helzt nefna þá, er Gestur Pálsson hjelt í Rvík 12. jan.; talaði hann um skáld vor og skáldskap á þessari öld og sagðist margt vel. — Þá talaði sjera Jón Bjarnason langt erindi 4. sept. um islenzkan nihilismus, eða gjörsamlegan doða, hugsunarleysi og afskiptaleysi íslendinga hjer og vestra um öll mál; kenndi hann einkum skólunum í Rvík, pótt undarlegt megí virðast, og svo prestastjettinni, um allan pann ófögnuð: sagði hann, að allur hugsunarháttur ís- lendinga þyrfti að taka stakkaskiptum, til þess, að hjer gæti nokkrar framfarar orðið. Ræða pessi hafði áður verið haldin á 5. kirkjuþingi íslendinga í Yesturheimi og prentuð par síðan með öðrum «fyrirlestrum,» sem par voru haldnir. — Nokkru síðar eða 9. nóv. talaði Gestur Pálsson um menntunarástandið á Islandi; var pað nokkurs konar heimsádeila, fyndin og fjörug og pó í ýmsum atriðummiður sönn lýsing á menntun lands- manna nú á tímum. jpessar 2 ræður urðu pó tilefni til pess.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.