Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Qupperneq 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Qupperneq 22
24 Slysfarir. aðfaranótt hins 23. s. m. urðu skemmdir allmiklar á húsum og skipum í Fljótum og Siglufirði. — Eitt háharlaskip Geirs kaupm. Zoéga, «Reykjavíkin,» týndist, svo sem ætlað var, á siglingu í Eaxaflóa í útsynningsbyl 31. marz; bátur pess fannst nokkru síðar á Bollasviði; par fórust 10 manns, sutnir frá mik- illi ómegð; formaður var Einar Sigurðsson frá Bræðraborg í Rvík. — 15. apríl brann ibúðarhús stórt úr timbri, nýlegt og vandað, 1 Nesi í Höfðahverfi. Sex vetra barn hafði kveykt eld- inn, kastaði logandi eldspftu í hefilspæni, en ekki haft vit á að segja til pess í tíma. Veðurvar hvasst og brann pettahús og 3 önnur bæjarhús til kaldra kola og heystakkur við sauða- hús, 150 faðma frá hænum; brann og mestur hluti peirra inuna, sem í húsunum voru, pví að liðfátt var í fyrstu, en eldurinn læsti sig fljótt um húsin. Húsbóndinn, Einar um- boðsmaður Asmundsson, fjekk pó bjargað flestum skjölum peim, er umboð hans varða, en meiri hluti bóka hans sjálfs og skjala fór í eidinn. Skaðinn metinn 15—16 pús. kr. og var ekkert vátryggt af pví, sem par brann. — 14. maí braut kaupskip í blíðviðri á útsigling í utanverðum Hornafjarðarós, rak fyrir straumi upp á sker eitt, lítið; enginn var hafnsögumaður á skipinu og skipverjar ókunnugir; skipið sökk með öllum farmi, en menn allir björguðust. — 19. sept. brautskipið «Lauvain», eign Amlies, hvalveiðainanns á Langeyri, hlaðið hvallýsi og hvalskíði o. fl., við Rifstanga á Melrakkasljettu; farmur allur var óskemmdur; menn allir hjeldu lífi. — Snemma í nóv. hlekktist vöruskipinu «Patreksfirði» svo á undir Flatey á Breiðafirði, að pað varð að selja pað og allar vörur, sem í pví voru, við uppboð (h'.jóp á 9000 kr.) í s. m. urðu á sumum stöðum Dokkrar skemmdir á heyjum og bátum sökum hvass- viðra; pannig fuku (7. p. m.) 80—90 hestar af heyi á Hrauk- bæ í Kræklingahlíð, og á vesturlandi urðu og nokkur brögð að siíku, einkum í Barðastrandarsýslu. 15. s. m. urðu skemmdir miklar af skriðuhlaupum og árennsli á tún og engjar á eitt- hvað 9 jörðum í Fljótshlíð, einkum í Eyvindarmúla, Múlakoti og Fljótsdal. J>á fennti víða fje í nurðursýslum landsins, einkum pingeyjarsýslu, eða rak í ár og vötn. Mest urðu brögð að pví í hríðarbyl með fannkomu 23.-25. s. m., 2—10 kind- ur á bæ; mestur varð fjármissirinn í Núpasveit á Snartarstöð-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.