Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Qupperneq 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Qupperneq 26
28 Mannalát. Heilsufar roanna mátti heita mjög gott á pessu ári um land allt, og varð að eins lítið eitt vart peirra kvilla, sem hjer eru tíðastir og opt verða mörgum manni að bana, enda eru menn viða farnir að gjalda meiri varhuga við sjúkdómum og kunna betur að stunda sjúklinga en áður gerðist. Landfarsótt- ir gengu engar, svo að teljandi sje; á Kjaranstöðum í Dýra- firði kom upp í febrúarmán. hálsveiki allskæð og ljezt þar konan og 6 börn, en sýkin breiddist eigi út þaðan; síðari hluta marzmán. og fyrri bluta aprílmán. gekk lungnabólga með taksótt í verstöðunum við sunnanverðan Faxafióa og urðu töluverð verkföll fyrir þá sök meðal sjómanna, en eigi varð sóttin skæð og dóu fáir. Sömu sýki varð og vart á nokkrum öðrum stöðum, einkum í Arnessýslu í nóv. og des., og voru þó engin brögð að. Getið skal hjer hinna helztu merkismanna, karla og kvenna, er ljetust á árinu. Af prestvígðum mönnum dóu þessir: Vigfús prófastur Sigurðsson á Sauðanesi, porsteinssonar sterka, Guðmundssonar ríka, sýslumanns í Krossavík í Vopna- firði, Pjeturssonar, anduðist 7. janúarm. Hann var fæddur á Valþjófsstað 13. júlím. 1811, útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1837, vígðist 1839 aðstoðarprestur til sjera Stefáns Einarsson- ar á Sauðanesi, varð prestur á Svalbarði í Jústilfirði 1847-69 og síðan prestur á Sauðanesi til dauðadags og prófastur í Norður-J>ingeyjarprófastsdæmi frá 1875. Kona hans, er lifir hann, er Sigríður Guttormsdóttir prófasts Pálssonar í Vallanesi. Sjera Vigfús var fríður maður sýnum, hár og grannur og lim- aður vel, heilsulinur alla æfi, en reglumaður hinn mesti, greind- ur maður og gætinn; á Sauðanesi reisti hann stórt og vandað íhúðarhús úr steini og kirkju fagra úr timbri. Guðbrandur Vigfússon, Gíslasonar, stúdents á Ökrum, Vigfússonar, sýslumanns í pingeyjarsýslu, og Halldóru Gísla- dóttur, prests á Breiðabólssað á Skógarströnd, Ólafssonar bisk- ups í Skálholti, andaðis 31. janúarm. í öxnafurðu. Hann var að langfeðgatali kominn af Bustfellingum eystra og frá Guðbrandi hiskupi forlákssyni í níunda lið, Afasystir hans, Katrín Vig-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.