Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Síða 32
34
Mannalat.
aðarfjelag í Leirársveit 1874 og var helzti stuðningsmaður að
stofnun Hvanneyrarskólans. Hann var maður gestrisinn og
hinn raunbezti, ef hans var leitað. (Sbr. ísafold, 1889
nr. 88).
Ólafur Oíslason á Kolbeinsá í Strandasýslu andaðist 17.
marzm., á niræðisaldri, röskleikamaður til elli, góður sjómaður
og var lengi bafnsögumaður í Hrútafirði.
Egill Guðmnndsson, alpingismanns Brandsonar, á fóru-
stöðum á Yatnsleysuströnd andaðist 1. apríl. Hann var fædd-
ur 16. desemberm. 1849, giptist 1877 Olöfu posteinsdóttur,
Bjarnasonar að Ytrinjarðvík. Var smiður mikill, góður bóndi
og vel að sjer um flest.
Magnús Árnason í Yatnsdal í Fljótshlíð, bróðir Jóns
kaupm. Árnasonar í J>orlákshöfn, andaðist 4. apríl. Hann var
dugnaðarmaður og vel metinn. Fyrri kona hans var Anna
Valgerður Pálsdóttir, alpingismanns í Árkvörn, en síðari Heiga
Guðmundsdóttir, prests Jónssonar, á Stóruvöllum.
Narfi porsteinsson á Klafastöðum í Skilmannahreppi and-
aðist 13. maím., hátt á sextugsaldri. Hann var fæddur og
uppalinn í pingvallasveit og bjó lengi í Stíflisdal og fór pað-
an 1879 að Klafastöðum. Hann var «mesti búhöldur, stjórn-
samur og ráðdeildarsamur.s
Magnús Jónsson, dannebrogsmaður í Bráðræði við Reykja-
vík, bróðir |>orsteins sýslumanns á Kiðjabergi ogJóns assessors
Johnsens, andaðist 28. maí. Hann var fæddur 2. ágústm. 1807
að Drumboddsstöðum í Biskupstungum, kvæntist 6. júním. 1833
Guðrúnu Jónsdóttur, prests Hjaltalíns, bjó síðan í Felli í
Biskupstungum til 1835, í Austurhlíð til 1861 og síðan alla tíð
í Bráðræði, sat á alpingi fyrir Reykvíkinga 1865 og 1867.
Hann var búhöldur mikill og atorkumaður á yngri árum,gerði
miklar jarðabætur par sem hann bjó, einkum í Bráðræði, var
formaður verzlunarfjelags Seltirninga-og rak síðan verzlun sjálf-
ur í Reykjavík. Synir peirra hjóna eru peir Jón, bóndi í
Bráðræði, og Sigurður, verzlunarmaður í Reykjavík.
Jón Sigurðsson alpingismaður á Gautlönduin andaðist í
Bakkaseli í öxnadal 26. júním. Hann hafði fallið af hestbaki
á öxnadalsheiði 21. s. m., er hann var á suðurleið til alpingis,
orðið fastur í ístaði og hesturinn dregið hann um 100 faðma