Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Side 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Side 34
36 Mannalát. þess að kaupa jörð, hentuga til pess að reisa á barnaskóla handa Bessastaðahreppi. Guðmundur Magnússon í Yarðgjá í Eyjafirði andaðist í septemberm. Hann var góður bóndi á sínum yngri árum, harðger og óvæginn, og ekki all skostar við alpýðu skap, vinur vina sinna; var blindur hin síðustu ár æfi sinnar. Jön Arnason á Skarði í Landmannahreppi andaðist 4. októberm. rúmlega sjötugur, atorkumaður, flutti bæ sinn og kirkju 1877 undan sandfoki og ræktaði nýtt tún og girti á öðrum stað. Gísli pórðarson á Óseyri við Hafnafjörð andaðist 11. nóv. tæplega fertugur, skipstjóri, «valinkunnur dugnaðar- og ráð- deildarmaður.* Guðmundur Olafsson jarðyrkjumaður á Fitjum í Skora- dal andaðist í nóvemberm. hálfsjötugur. Hann hafði numið búfræði erlendis og hefir ritað ýmislegt pess efnis í Ný fje- lagsrit. Hann var nýtur maður, greindur og gætinn, gerði miklar jarðabætur á bújörð sinni. Hann sat á alpingi 1875— 1879. Sveinn Sigurðsson á Brekkuborg í Mjóafirði eystra andað- ist 4. desemberm., á áttræðisaldri. Hann var gildur bóndi, fróðleiksmaður og góður drengur. Sonur hans er Sveinn bú- fræðingur á Hvanneyri. Guðmundur Jónsson, skipasmiður á ísafirði, andaðist 21. desemberm., um sjötugt. Hann var «forn í skapi og vinfast- ur;» á dánardegi ánafnaði hann styrktarsjóði handa ekkjum og börnum sjódrukknaðra ísfirðinga 20 kr. Skúli bóndi Kristjánsson, kammerráðs Magnússonar, and- aðist á Skarði 24. des. |>á andaðist um haustið Níels póstur, er var «einhver hinn harðvítugasti maður til ferðalags* og var póstur yfir 20 ár og gerður dannibrogsmaður fyrir pá sök. Af kaupmönnum andaðist: Jón Otti Vigfús Jónsson, 30. septemberm., 41 árs. Hann stýrði lengi verzlun konsúls M. Smiths og varð eigandi hennar eptir dauða hans. Hann var dugnaðarmaður, en van- heill mjög hin síðustu árin. — Ludvig J. Chr. Schou, fyrrum verzlunarstjóri á Húsavík, andaðist á Torfastöðum í Vopnafirði

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.