Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 35

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Blaðsíða 35
Mannalát. 37 26. nóvember. Hann var faðir Emils H. L. Schou’s, cand. philos. í Ameríku, og Bjargar, konu sjera " Halldórs J>orsteins- sonar á Bergpórshvoli. Af merkiskonuin má geta pessara: Sigríöur Bjarnardóttir, sýslumanns Blöndals, ekkja sjera Sigfúsar Jónssonar að Undirfelli (f 1876), andaðist í Hafnar- firði 23. janúarm., á sjötugsaldri. Sigríður Ólajsdóttir, þorbergssonar, Einarssonar prests á Eyri við Skutulsfjörð, andaðist í Svefneyjum 5. febr. (fædd 24. maí 1799). Hún var móðir yfirkennara H. Kr. Friðrikssonar. Olavía Thorarensen, kona Stefáns sýslumanns Thoraren- sens á Akureyri, andaðist 9. febr. Sigríður Magnúsdóttir, frá Leirum undir Eyjafjöllum, ekkja síra Ólafs porvaldssonar frá Yiðvík (f 1879), andaðist í Reykjavík 20. febr., á öðru ári um áttrætt, «kona guðhrædd og göfug- ]ynd.» Sigríður Einarsdóttir, ekkja sjera Bjarnar prófasts Hall- dórssonar frá Laufási, andaðist í Kaupangi 19. marz (fædd 25. júlí 1819). Hún var fríð kona sýnum og sköruleg og pótti hin mesta sæmdarkona. Sígríður Stefánsdóttir, prests Stefánssonar Stephensens (f 1857), ekkja sjera Guðjóns Hálfdánarsonar frá Saurbæ, andað- ist að Goðdölum 18. maí., hin mesta rausnarkona og vinsæl. Hólmfnður Baldvinsdóttir, prests að Upsum í Svarfað- dal, föðurbróður Jónasar Hallgrímssonar skálds, andaðist á ísa- firði 4. júlí. Hún var fædd að Grenjaðarstað 15. jan. 1813, giptist 1839 þorláki Hallgrímssyni (f 1863), þorlákssonar frá Skriðu, og bjó allan sinn búskap á Norðurlandi, en dvaldist síðan hjá tengdasyni sínum, Símoni kaupm. Alexíussyni á ísa- firði. Hún var «fríð kona, sívinnandi, forsöngvari, læknir og yfirsetukona í sinni sveit.» Solveig Jónsdóttir, ekkja Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, audaðist 17. ágúst. Ouðrún Sveinsdóttir andaðist í Reykjavík 19. sept. Hún var fædd á Ægissíðu í Húnavatnssýslu 1830, ólst fyrst upp hjá foreldrum sínum og síðan hjá móðurbróður sínum, Jóni land- lækni Thorsteinsen í Rvík, par til er hún giptist fyrri manni sínum Kristjáni kaupm. forsteinssyni; árið 1860 giptist hún í

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.