Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 4
4 myndaðist; en á seinni öldum hefir það verið, þvi áður mun fljótið hafa verið búið að ryðja jarðveginum af svæðinu fyrir ofan, og það þó orðið smátt og smátt. Nú skilur Affallið Austur- og Vestur-Landeyjar, eins og kunnugt er. Vatnsmegn þess er mjög mismunandi Stundum er það að eins lítil kvísi, stundum liggur mikið af fljótinu í þvi og er það þá allilt yfirferðar. Aurar þess ná lengra út eftir en á móts við Ossabæ hinn forna. Þar hefir það brotið burt nesið, sem áður er talað um. Þaðan út eftir liggur farvegur þess gegn um hinn forna jarðveg og er hann all- breiður, enda brýtur það árlega bakka sína meira eða minna. Að lyktum skal eg taka upp aftur það, sem eg byggi getgátu mína á: Þar eð Bleiksá hefir runnið fyrir norðan og vestan Ossabæ, bæði þar, sem nú eru aurar og svo þar, sem farvegurinn tekur við, og par eð bæði vatnsveitingalækurinn og Ossabæjarlækur hafa, eftir landshalla, runnið til vestlægrar áttar, þá hlutu þeir, meðan Affallið var ekki til, að renna í Bleiksá, og þá mynda nes — sem vanalega er kallað. — Þetta virðist mér varla getgáta. En um nafn nessins og um þingstað þar byggi eg að eins á tnöguleikum, sem mér þykja ekki óliklegir. 2. Höskuldsgerði heitir forn girðing skamt frá Voðmúlastöðum. Er sagt að það sé akur Höskulds Hvítanesgoða og þar hafi hann fallið. Girðing þessi er þó æðistór til þess að vera akur; mun eigi skorta á dagsláttu; svo er hún og nokkuð langt frá Ossabæ. Mér þætti því sennilegra, að hið rétta Höskuldsgerði hafi verið nær bænum, og sé nú komið í sand, en nafnið siðan verið fært yfir á slægjugerði frá Voðmúlastöðum. Um þetta verður samt ekkert sagt með vissu. j. Línakrar. Efst og austast í Bergþórshvolslandi, skamtfrá Fíflholts-landamerkjum og skamt frá Affallinu, sér til fornra girðinga allmikilla og heita þær Lín- akrar. Hefir það nafn án efa haldist frá fornöld. Er það, ásamt fleiru, vottur þess, að hér á landi hefir verið stunduð hörrækt í fyrri daga. Girðingarnar eru 6, allar samfastar og auk þess eru 2 hringmynduð smá- gerði sitt í hvoru garðshorni. Læt eg fylga uppdrátt af girðingunum og merki þær með bókstöfum, en smágerðin með tölum. Er girðingin a hér um bil 17 fðm. löng og 11 fðm. breið; girðingin b erívið lengri og um 15 fðm. breið; girðingin c er nál. 11 fðm. breið, d 7 fðm. breið, en e 12 fðm. breið, en lengd þessara þriggja er jöfn: nál. 22 fðm. Girðingin / er nál. 1 $ fðm. löng og 8 faðma breið. Hringurinn 1 er um 6 fðm. í þvermál, en hnngurinn 2 um 7 fðm. Mælingin er eigi nákvæm, því garðarnir eru að nokkuru leyti mældir með; takmörk þeirra eru viða all- óglögg. Þeir eru svo niðursoknir og fornlegir. Þó eru þeir miklir fyr-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.