Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 9
Rannsóknir í Snæfellsnessýslu sumarið 1899. Eftir Brynjúlf Jónsson. i. Boraardalur. Svo segir Landnáma II. P. 13. kap.: »Umváritgaf Geirrauðr systur sinni bústað í Borgardal .... Geirriðr sparði eigi mat við menn ok lét gera skála einn um þjóðbraut þvera; hún sat á stóii ok laðaði úti gesti, en borð stóðu inni jafnan ok matr á«. — Borgardalur ber enn það naín. Hann er lítill og grösugur og er fyrir ofan veginn, þá er farið er frá Narfeyri inn með Álftafirði. Bæjartóft Geirríðar sést enn og er nál. 9 faðma löng frá austri til vesturs, eða undan brekkunni, og rúml. 3 faðm. breið. Eigi sést, að henni sé skift í sundur með þvervegg; en svo er víðar í rústum fornbæja, og má þá ætla, að herbergjunum hafi verið skift sundur með þili. Dyr eru óglöggar, virðast þó hafa verið á austur- hliðvegg. Bæjarstæðið hefir verið lítið, en það er þó bezta bæjarstæðið sem til er í dalnum. Engar líkur eru til, að þjóðbraut hafi nokkurn tima legið þar um; hún li'-gur nokkuru neðar og er það bæði beinna og hægara. En þar liggur hún utan í halla, sem ekkert hæjarstæði gat verið á; enda er hún fyrir neðan dalinn sjálfan. Það er því eigi bókstaflega rétt, að Geirríður hafi látið gera skála sinn »um þjóðbraut þvera«. Þó hefir eigi langt verið frá veginum upp að bænum, og gátu vegfarendur, þeir er vildu, hæglega komið við hjá Geirríði. Og svo er að skilja, að hún hafi gjarnan viljað, að sem flestir gestir kæmu, og hafi sýnt þeim svo mikla rausn, að þar um hafi svo verið til orða tekið, að skáli hennar stæði um þjóðbraut þvera og hún sæti úti og laðaði gesti. Það eru að eins óeiginleg kjarnyrði um rausn henn, líkt og nú er sagt um gestrisni 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.