Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 10
IO manna, að hús þeirra sé »öllum opið«, þó hurðum sé lokað þar eins og annarstaðar. 2. Bólstaður við Vaðilshöjða. Þar eð veður var gott er eg fór um Alftafjörðinn sumarið 1899, réðst eg í að búa til uppdrátt af Bólstað við Vaðilshöfða, til þess að hægra veiti að gera sér hugmynd um landslag þar og afstöðu. Vona eg að hann sé betri en ekkert, þó hann að vonum sé ónákvæmur, þar eð hann er gjörður eftir sjón, en ekki eftir mælingu. Það sem einkum hvatti mig til þessa var, að sýna afstöðu þess staðar, þar sem haugur Arnkels goða er, því helzt er útlit fyrir, að hann hverfi með öllu áður langt líður, því bœði er það, að sjórinn brýtur smám saman neðan af aurlandinu, og svo hefir Ulfarsfellsá kastað sér vestur með bakkanum og brýtur hann óðum og hauginn með. Þá er eg kom þar fyrir 3 árum, sýndist mér svara því, að haugurinn stæði hálfur eftir, en nú sá eg þar mun á, að talsvert hefir brotnað úr honum siðan, svo að varla mun rneira en hér um bil þriðjung- ur eftir nú. Enginn mannaverka vottur sést í bakkanum, þar er af haugn- um hefir brotnað. Má og ganga að þvi visu, að menn hafi fyrir löngu grafið í honum og umrótað honum til að leita fjár eða vopna. Svo hafa menn gjört við flesta eða alla hauga og dysjar, sem menn hafa vitað af og ætlað íð fémætt væri í. Eg hefi sett spurningarmerki við neðri rúst- ina á uppdrættinura, því þó mér þyki líklegast, að það sé fjós og hlaða, þá er hún svo óglögg, að það sést ekki með vissu. Aðrar rústir en þess- ar tvær eru nú ekki sjáanlegar á aurlandinu, en hugsanlegt er að fleiri hafi verið áður, því út lítur fyrir, að áin hafi á sinum tíma runnið um norðurhluta aurlandsins og brotið þar jarðveg af, er síðan hefir raunar gróið upp aftur, en er þunnur og nýlegur, svo hann hlýtur að vera yngri en bygðin þar. Getur verið að tóftir hafi á þann hátt horfið, hafi þær verið á því svæði. — Eftir því sem séð verður, er bæjarrústin rúml. 12 faðma löng og um 3 faðma breið; virðist vera þrískift, þó ekki sé hægt að fullyrða það og eigi heldur að ákveða hvar dyi hafi verið. Neðri rúst- in er tæplega eins löng, en dálítið breiðari; hún virðist tvískift, en er mjög óglögg. Eigi gat eg fundið til grjóts í þeim með staf mínum. Er og ekki byggingargrjót á aurlandinu. 3. Þórness-dómhringurinn. Svc segir í Landn. II. P. 12. kap.: »Þá var þat ráð tekit, at færa brott þaðan þingit, ok inn í nesit, þar sem nú er. ok var þar þá helgi- staðr mikill, ok þar stendr enn Þórs steinn, er þeir brutu þá menn um, er þeir blótuðu, ok þar hjá er sá dómhringr, er þeir dæmdu menn til

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.