Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Page 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Page 14
14 gáta og ekki annað; f>að játa eg). Björn mun hafa búið í Borgarholti til dauðadags. En Kjallakur son hans, er virðist hafa kvongast erlendis, mun hafa reist bú að föður sínum iifanda; er sennilegt að hann hafi þá gert sér bæ á grundinni þar sem hann er enn. Að föður sínum látnum má ætl.a að hann hafi lagt Borgarholt undir sig. Beint niður frá bænum Bjarnarhöfn er lending við sjóinn og naust. Mun það vera Bjarnarnaust, sem A. Th. nefnir; en ekki heyrði eg það nafn. Og eigi ntun þar hafa verið gjört naust fyr en bær var kominn þar, sem hann er nú. Nokkuru vestar við vikina heitir Hamarnaust. Það er raunar fremur vör (lending) en naust, því sjór gengur þar upp í. Það er klauf inn i stórgrýtis-urð, og lítur út fyrit að vera rudd af mönnum. Má hún þá heita þreklegt mannvirki. Þar hefir mátt binda skip í góðu veðri, en eigi setja upp, því hátt er fyrir ofan. Skamt vestar við víkina er tóft undir hamri einum; hún er á þurru landi og grasi vaxin. Er það auð- sjáanlega naust frá fyrri tið. Gæti eg trúaö, að það hefði upphaflega heit- ið Hamarnaust, en nafnið verið fært seinna. Vestan við víkina gengur tangi fram í sjóinn; hann heitir Búðatangi. Þar var eitt sinn kaupstaður. Eru þar allmiklar rústir síðan, en mjög óglöggar orðnar. 6. Otradalur. Svo segir í Hávarðs sögu Isfirðings 15. kap.: »Atli hét maður, hann bjó í Otradal...........Svá er sagt, að bærinn í Otradal væri mjök af al- mannaveg; þat var út öðru megin fjarðarins gegnt Eyri«. Og í 19. kap, segir hún: »Er eigi sagt frá ferð þeirra fyr en þeir koma til bæjar Atla í Otradal, var þat einn morgun snemma, og ríða i dalverpi þat er eigi mátti sjá frá bænum«. Herra Kristján Þorleifsson í Bjarnarhöfn benti mér á það, að vestan í Bjarnarhafnarfjalli er dalur, sem Otradalur heitir. Fyrir neðan minni hans stendur bærinn Ámýrar, og segja munnmæli, að sá bær hafi fyrrurn heitið Otradalur, af dalnum. Eru þess fleiri dæmi, að bæir, sem eiga samnefnt við dali, standa ekki í þeim, heldur framan við minni þeirra. Svo er t. d. um Garpsdal í Barðastrandarsýslu, Mel- rakkadal í Húnavatnssýslu o. fl. En í fyrstu hefir forsetning bæjarnafns- ins ekki verið i heidur at þar sem svo stóð á. Frumrit Hávarðs sögu mun því hafa haft: at Otradal. Bærinn stendur við fjörðinn andspænis Eyri og eigi all-löng sjóieið milli þeirra bæja. Mjög er pó einmunalegt á Ámýrum og gestakomur fátíðar, því þar eiga eigi aðrir leið um en þeir, sem þangað eiga erindi. Og sagt er, að það liggi þar í landi, að þeir sem þar búa séu flestir fremur einrænir menn og fáskiftnir, hafi sem minst viðskifti og sem minstan kostnað að þeir mega, en búi vei að sínu, þó í smáum stíl sé búskapurinn. Fyrir ofan bæinn er bali nokkur við fjallsræturnar, verður þar dalverpi í milli sem leynast má í svo eigi sjáist

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.