Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Síða 17
17 io. Ýmislegt í landnámi Jiljvarinssona. Svo segir Lndn. II. p. 8. k.: »Alfvarinn Válason hafði fyrst numit nesit á millim Beruvíkurhrauns ok Ennis; hans synir voru þeir: Höskuldr er bjó að Höskuldsá, ok Ingjaldr, er bjó að Ingjaldshváli, en Goti at Gotalæk og Hólmkell at Forsi við Hólmkelsá«. A þessu svæði er margs að geta: Foss við Hólmkelsá. Eigi er nú bygð á þeim stað, sem bær Hólmkels stóð. Sá maður er nefndur Sveinn, sem bæinn flutti. Breytti hann þá nafni hans og lét hann heita Sveinsstaði; svo heitir hann enn. Lækur rennur þar ofan og er foss í honum uppi í hliðinni. Þar skamt frá er hjáleiga sem heitir Foss. En það er ekki Foss við Hólmkelsá. Líka er búið að breyta nafni árinnar: hún er nú hölluð Laxá. En foss- inn, sem i henni er, hafa menn ekki getað fært úr stað; ogekkihafa þeir heldur tekið burtu íornlega bæjarrúst, sem þar er á árbakkanum rétt íyrir neðan fossinn. Þar hefir bær Hólmkels verið, á því getur ekki verið neinn efi, því þar nærlendis er enginn joss í annari á. Laxá, sem nú er kölluð, er því hin forna Hólmkelsá. Bæjarrústin er nokkurn veginn glögg. Hún er nál. 16 fðm. löng frá norðri til suðurs og nál. 4 fðm. breið. Henni er skift í 2 tóftir, og eru þær næstum jafn-langar. Aust- urveggurinn er svo glöggur, að sjá má að á honum hafa dyrnar eigi ver- ið. Vesturveggurinn er óglöggari, og munu þær hafa verið þar. Þeim megin er útsýni fegra. Fám föðmum neðar er önnur rúst; hún er óglögg- ari en svo, að með vissu verði sagt, hvað þar hefir verið. Rústirnar eru austanmegin árinnar og beygir hún þaðan til vesturs fyrst. Þar er stakk- garðsrúst skarnt fyrir norðan ána, svo sem stekkjarveg frá fossinum, og hefir hæglega mátt leynast þar, svo eigi sæist frá bænum. Þetta er á leiðinni til Ingjaldshóls, þegar hjarn er og beint má fara. Ber það því heim, að þetta sé stakkgarðurinn, sem Víglundarsaga segir frá, að Hólm- kelssynir sæti fyrir þeim Víglundi. Er þvt annaðhvort, að höfundur þeirrar sögu hefir verið hér kunnugur, ellegar hin staðlega samkvæmni kemur af því, að sannindi eru í sögunni, að þessu leyti að minsta kosti. Löngum spöl norðar heita Kumlahryggir. Þeir hafa blásið upp, og sagt er, að þar hafi fundist eitthvað af málmtægi. En svo er langt síðan, að nú voru menn ófróðir um það. Gotalækur. Hæðin, sem Hólmkelsá (nú Laxá) fossar ofan af, gengur þaðan til vesturs. Er þar bær, sem Skarð heitir, kendur við skarð, sem er í hæðinni. Þar kemur fram lækur nokkuð stór, og er hann stund- um ranglega kallaður Hólmkelsá, en oftast þó »lækurinn«, og er það stytt úr nafninu Gotalækur. Bak við skarðið, sem »lækurinn« kemur fram úr, er dalhvarf, eigi all-lítið, er heitir Búrfellsdalur (af Búrfelli, dálitlu einstöku - 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.