Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Qupperneq 27
27 blásið og gróið upp aftur. Auðséð er lika, að vegurinn hefir á sínum tíma verið varðaður, svo þó rúst hafi verið þar, mundi grjótið úr henni tekið í vörður og hún svo horfið. Stöðuvatn er á holtinu og er stór hóll við vatnið á einum stað eigi langt frá veginum. Aðrir hólar eru þar ekki. I hólnum virtist mér vera stekkjarrúst, en eldri rústir undir. Þó skal eg ekkert fullyrða um það, því eg gat ekki skoðað þann stað svo vel, sem eg vildi, fyrir óveðri. En sennilegt þætti mér, að þar hefði land- námsbærinn verið settur. Þeir sem einkum veittu mér lið og leiðbeiningar við rannsóknir þessar, voru herra Einar Þorkelsson bóksali í Olafsvík, sem drengilega greiddi fyrir erindi mínu; herra Lárus Skúlason hreppstjóri á Hellissandi; fierra Ármann oddviti á Saxahóli; herra Ögmundur bóndi á Hellu í Beru- vík, og herra Helgi sýslunefndarmaður á Gíslabæ. Kann eg þeim öllum og mörgum fleirum minar beztu þakkir. Athugrasemd viö Árbók Fornl.fél. 1893. Þá er eg ritaði »Nokkur bæjanöfn í Landn. í ofanverðri Hvitársíðu og Hálsasveit, sló eg fram þeirri getgátu, að rústin við Ámót kynni að vera Hranastaðir. En nú hefir herra Arni Þorsteinsson bóndi á Uppsölum, bent mér á aðra rúst, sem kann að vera líklegri til að vera Hranastaðir. Hún er mitt á milli Augastaða og Sigmundarstaða í beinni línu. Þar eru allmiklar rústir, mjög fornlegar og gengnar út i þýfi; sér þó enn á þeim grænan lit. Fyrir túngarði sér þar líka. Nafn á rúst þessi ekki nú, nema stundum er henni ruglað saman við Vatnskot. En það getur ekki verið rétt, því ekkert vatn er þar í nánd. Vatnskot heitir þar á móti rúst, sem er skamt suðaust.ur frá tjörninni fyrir framan Stóra-Ás. Það er að vísu stekkjarrúst, sem nú sést þar, en er auðsjáanlega bygð ofan á eldri rústir, sem vera munu rústir kotsins. Aðra rúst sýndi Arni mér skamt fyrir austan Kollslæk. Þar heitir Kollslækjarstekkur, og er stekkurinn bygður ofan á bæjarrúst; en fáum föðmum ofar er önnur rúst, sem auðsjáanlega er af fjósi og heystæði. Túngarðsbrot sést þar fyrir ofan. Hér hygg eg hafi verið afbýli frá Kolls- læk fyrir löngu. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.