Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Page 28
28 Fornleifar í Hörgsholti. Þá er eg hafði af tilviljun heyrt þess getið, að í Hörgsholti i Hrunamannahreppi hefðu fyrir stuttu fundist fornleifar nokkurar, er þar var grafið fyrir hlöðu, bað eg bóndann þar, Guðmund Jónsson, að gefa mér lýsingu af þessum leifum. Varð hann vel við þeim tilmælum. Lýs- ing hans er á þessa leið: »Surnarið 1888 var grafinn upp gamall öskuhaugur hér vestan undir bænum til þess að bera hann í jarðeplagarð. Fanst þar undir tóft eða grjótrétt 8x/2 al. á lengd, 2J/2 al. á vidd og veggir 2—3 al. á hæð; þeir voru einhlaðnir úr grjóti, og leit út fyrir að þeir hefðu verið grafnir í jörð. Dyr, 2 fet á vídd, lágu austur úr miðjum austurvegg tóftarinnar; en eftir þeim gátum við ekki grafið nema 2 fet, því þá tók við vestur- veggur bæjar míns. Var gólf tóftarinnar 2^/2 al. lægra en undirstaða hans. Tóftin var full af ösku og ekkert í henni annað, nema í norður- endanum var aflangur bálkur, ekki þó beint hlaðinn, og var hellusteina- röð ofan á honum. Þar var nokkuð af viðarkolum. Dálítið af fúnu beina- rusli var í öskunni, og 2 smá brýni fundum við þar, en ekkert annað. — Grjótið úr þessari tóft, það sem nýtilegt var, notaði. eg til húsagjörðar. Sumarið 1894 var hér grafið fyrir kjallara og heyhlöðu austan undir bæn- um. Urðu þar fyrir tóftir, jafn-neðarlega og hinar eða neðar. Þær voru 2, næstum jafnlangar: um 8 al., og jafnvíðar: 2'/2 ai. Dyr voru á fram- enda eystri tóftarinnar. Hún held eg hafi verið smiðjutóft, því þar var járnarusl og ofurlítið af koparrusli; þai var og mikið af smiðjuösku og viðarkolum. Tunna var inst við vegginn með viðarkolum í, ásamt mold. Hún var svo fúin, að stafirnir úr henni náðust ekki nema í smámolum. Vestari tóftin náði tæplega eins langt íram, og dyrnar á henni voru vest- ur úr; hefir það líklega verið innanbæjarhús. Þök þessara húsa hafa fallið of aní tóftirnar: í þeim báðum var mikið af hellubrotum og fín mold innan um. Gólfskán var i þessari (vestri) tóft, meir en 1 þuml. á þykt. Þar undir var mjúkt móberg, og er það nú gólfið í heyhlöðu minni. Fullkomnari lýsingu get eg ekki gefið, því miður. Eg mældi tóft- irnar, er þær voru grafnar upp, skrifaði mál þeirra hjá mér og studdist nú við það; en að öðru leyti er lýsingin gefin eftir minni mínu. Það ætla eg, að þessar tóftir hafi verið mjög gamlar. Lítur út fyrir að bærinn hafi lagst í eyði um tíma, en verið svo bygður aftur ofan á rúst eldri bæjarins, og hafður minni ummáls. Því þó þessar tóftir, sem eg lýsti nú, hafi verið hinar'austustu og vestustu í gamla bænum, þá hefir hann samt verið meiri um sig en nú er. Svo er að sjá, sem þessi hús hafi snúið norður og suður, eins og bærinn snýr enn«. Lýsing þessi er svo greinileg, sem hægt er að gera ráð fyrir, eftir svo langan tíma; enda er Guðmundur bóndi vel greindur oggætinn mað-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.