Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Side 34
34 Ólafi sjálfum hygg eg og að hafi þótt nafnið gott, hvort sem það var gefið í gamni eða alvöru. Móðir Ólafs, sem vist hefir verið kristin í fyrstunni, og unnað kristinni trú, hefir án efa glaðst af því, að sonur henn- ar fekk kynni af þeirri trú; er enda líklegt, að hún hafi sjálf haft áhrif á hann í þá átt. Öll framkoma Ólafs á fullorðinsaldri bendir líka til þess, að hann muni þegar í barnæsku hafa orðið fyrir kristnum áhrifum; þá er hann hafði tekið kristni, var eins og hann hefði fyrir fram lifað sig inn í anda kristindómsins. Br. J. Athugaseimi uin Steinrauðarstaði. Ut af þvi, sem eg hefi sagt um Steinrauðarstaði í Arbók fornl. fél. 1899, hefir merkur maður skrifað mér á þessa leið: »Mér virðist þú ekki hafa tekið nægilegt tillit til þess, að Steinrauður var leysmgi. Það var víst óvenjulegt, að leysingi gæti numið land sem sjálfstæður landnámsmaður; leysingjar urðu að láta sér nægja það, sem þeim var gefið. Og hefði Steinrauður verið nokkur undantekning frá þessu, þá hefði Landn. sagt um hann, eins og aðra landnámsmenn: ,Hann nam o. s. frv.‘ En hún segir: »Hann eignaðist öll Vatnslönd«, — auð- vitað hefir hann eignast þau að gj'ój. Og það mun hafa verið eins um harm og flesta aðra leysingja; sá sem gaf honum frelsið, mun líka hafa getíð honum landið, nfl. Þorgrímur bíldur. En hann nam ekki land fyrir austan vatn; mun Steinrauður því eigi hafa eignast þar land. Orðin: »öll Vatnslönd« eru því ekki sama sem: öil lönd kringum vatnið, heldur sama sem: öll lönd Þorgríms við vatnið. Landn. sýnir þetta sjálf. Þegar hún segir frá landnámi Þorgríms, þá segir hún frá landi Steinrauðar í sömu grein- inni, en hefir ekki sérstaka grein um það, eins og um sérstakt landnám«. Þetta virðist mér svo rétt athugað, að eg vil að Arbókin beri það með sér. Og urn leið skal eg taka það fram, að þetta kemur engan veg- inn í bága við þá ætlun, að afkomendur Steinrauðar hafi síðar átt Blá- skógaland (nú Þingvallaland), [Sbr. Þjóðólf 1900, Nr. 11]. Þeir gátu á ýmsan hátt komist að því, þó það væri ekki beinlínis að erfðum eftir Steinrauð. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.