Alþýðublaðið - 31.03.1960, Side 1

Alþýðublaðið - 31.03.1960, Side 1
segir Verwoerd um lögreglu og blökkumanna víða um land. í átökunum hef- ur þó ekki verið skotið beint á mótmælamenn, heldur upp í loftið. Jafnframt er ljóst, áð hitnað hefur í kolunum með leiðtog- um hinna tveggja stjórnmála- samtaka blökkumanna, al-áf- ríska kongressins og afríska þjóðernis-kongressins. í kvöld sendi stjórn al-afríska-kon- gressins út orðsendingu, þar sem meðlimir hins flokksips eru beðnir um að halda sig ut- an við baráttuna gegn vega- bréfunum. Gangan til Höfðaborgar hófst um hádegið og tóku þátt í henni um 30.000 blökkumenn. frá héruðunum umhverfis borgina. í nótt og snemma í morgun hafði lögreglan hand- tekið ýmsa stjórnmálaleiðtoga af öllum kynþáttum, einnig hvíta, sem eru í andstöðu við kynþáttastefnu stjórnarinnar. Var gangan hugsuð til að leysa mennina úr haldi, Á með an hinir óvopnuðu menn nálg- uðust liægt miðhluíji borgar- innar , var lýst yfir hernaðar- ástandi og tóku mannsterkir herflokkar sér stöðu við allar helztu byggingar og heima- varnaliðið kallað út víða um land. Seint í kvöld voru margar þúsundir manna, sem enn' höfðu ekki snúið heim. Inni í borginni hafði safnast samarí mikill mannfjöldi, sem beið göngumanna. Smám saman Framhald á 5. síðu. 3 frábær sundmet Á SUNDMÓTX KR í gær- kvöldi voru sett 3 frábær ís- landsmet. Fyrst náði Hrafnhild ur Guðmundsdóttir, ÍR hinum ágæta tíma 2:59,6 mín. í 200 m bringusundi, en gamla met hennar var 3:05,6. Millitími Hrafnhildar í 100 m var 1:24,3, sem er einnig met. Ágústa Þor- steinsdóttir setti mjög gott met í 100 m skriðsundi á 1:05,7 mín. og vann jafnframt bezta afrek mótsins og hlaut afreksbikar SSÍ. Nánar á Íþróttasíðu á morg un. YNGSTU BORGAR- Frankfurt 30. marz. (NTS-AFP). Trygve Lie átti í dag viðræður við Abs, bankastjóra Deutsche Bank, og var það liður í til- raunum hans til að laða er- lént fjármagn í norskan iðnað. Hann var ánægður með við- ræðurnar. Á MIÐNÆTTI í fyrri- nótt hófst verkfall yfir- manna á togurum. Stóð þá yfir samningafundur deiluaðila með sáttasemj ara en sá fundur varð ár- angurslaus. Annar fundT- ur hófst kl. 5 í gær og stóð enn er blaðið fór í prentun: Hafði þá ekkert samkomulag náðst. Er verkfallið hófst var eng- inn togari í höfn í Reykjavík að Austfjarðatogurunum, er legið hafa þar undanfarið, undanskildum. En í -gær kom togarinn Júní frá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar inn. Mun hann ekki fara aftur út á veiðar nema samkomulag náist. Eikk'i hefur Rlaðj.nu tekizt að fá upplýsingar um kröfur yfirmanna á togurum. Hins vegar mun deilan einkum standa um kjör þeirra yfir- manna, er lökust kjör hafa. Skipstjórarnir sjálfir munu hins vegar vera í hópi tekju- hæstu manna þjóðfélagsins með 140—180 þús. kr. á ári. HINN nýi sendiherra Belgíu á íslandi, le Chvalier Jean de Fontaine afhenti í dag forseta íslands trúnaðarbréf sitt við há tíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum Emil Jónssyni ráðherra, sem fer með utanrík- ismál í fjarveru utanríkisráð- herra. Höfðaborg og Jóhannesar- borg, 30. marz. (NTB-Reu- ter-AFP). Nokkru áður én Öryggisráð SÞ ákvað að ræða þróun mála í Suður-Afríku, lýsti stjórnin í Höfðaborg yfir hernaðar- ástandi í stórum hlutum lands ins. Jafnframt var mestur hluti heimavarnaliðs Suður- Afríku kallað út til að mæta ógnun rúmlega 30 þús. manns, er gengu í mótmælagöngu á leið íil Höfðaborgar. í kvöld hafði lögreglu og hermönnum tekizt að stöðva göngumenn, en ástandið var mjög óljóst og óvíst var, hvort blökkumenn hefðu gefizt upp við tilraun sína til að frelsa ýmsa póli- tíska leiðtoga sína, sem hand- teknir höfðu verð fyrr í dag. í þinginu lýsti Verwoerds, forsætisráðherra, því yfir, að yfirvöldin hefðu í fullu tré um allt land. ,Yið munum beita öllum ráðum til að halda uppi ró og spekt, og,. ef nauðsyn krefur, beita hernum,“ sagði hann. Á meðan Verwoerd var að tala, héldu fréttir áfram að streyma inn af blóðugum átök- NÚ ER VEÐRIÐ til að spranga niður á bryggju og renna eftir fiski! Sjáið bara aftan á þá þessa. Hitt . er annað mál, að dömur geta ekki verið að dorga, hversu gott sem veðrið er. Þess vegna stend ég hérna og horfi á Ijósmyndarann. Eg var bara í skemmti- göngu og tek skírt fram, að ég á ekki færi, hvað það meira.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.