Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 28. maí 2001 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS Tvær kannanir á farsímanotkun: Ónotuð WAP-tækni? Hvað verður TF-Sif lengi úr umferð eftir slysið? Því miður er ekki hægt að svara því á þessari stundu. Rann- sóknarnefnd flugslysa er nú með þyriuna og eftir að hún hef- ur lokið sínum störfum fáum við vélina í hendur. Þá fyrst getum við fengið sér- fræðinga til að meta skemmdir og hefja viðgerðir. Benóný Ásgnmsson er yfirflugstjórí Landhelgis- gæslunnar og flýgur annarri af tveimur þyrlum hennar, TF-Líf. Þyrluflugmenn gæslunnar hafa oft komist í hann krappan við björgun mannslífa í öll- um veðrum en þetta slys kom þeim algjörlega í opna skjöldu. Bretland: Kynlíf í skólaferðum ungungar Samkvæmt nýrri breskri rannsókn hefur fimmtungur breskra unglinga, yngri en 16, stundað kynlíf í skólaferðum að því er fram kemur á fréttavef BBC. Einn þriðji þeirra sem þátt tóku í könnuninni sagði að þeir hefðu upplifað einhvers konar kyn- lífsreynslu í skólaferðum. Það voru samtökin Marie Stopes International sem framkvæmdu í könnunina en 900 nemendur á aldrinum 17-19 ára, sem höfðu farið í skólaferð á árunum á undan, tóku þátt í henni. Talsmaður samtakanna, Tony Kerridge, segir að niðurstöður könnunarinnar sýni fyrst og fremst að auka þurfi kynlífs- fræðslu í skólum m.a. vegna þess að í ljós hafi komið að fjórðungur ungling- anna notaði engar getnaðarvarnir. Kerridge segir það uggvænlegar nið- urstöður, vegna hættunar á útbreiðslu kynsjúkdóma og hættu á þungun en í Bretlandi eru hæsta tíðni þungunar á meðal unglinga í Evrópu. ■ —♦— Danmörk: Sænskir smyglarar kræfastir norðurlönp Sænskir stórsmyglarar eru stærra vandamál í augum danskra tollayfirvalda en Danir sjálfir, að því er fram kemur í Aftonbladet. Peter Rasmussen hjá tollinum í Köge segir að Danir séu mestan part að smygla áfengi og tóbaki til eigin nota, en sæn- sku klíkurnar stundi stórfelldari inn- flutning og selji góssið í Danmörku. Þarna sé um skipulagða glæpastarf- semi að ræða, meðan danskir smyglar- ar séu að drýgja heimilispeningana. ■ | UMFERÐARÓHAPP Umferðaróhapp varð á Ólafsvík- urvegi þegar bíll ók út af vegin- um og velti í gær. Einn ökumaður var í bílnum og sakaði hann ekki. Hann var ekki undir áhrifum áfeng- is heldur einfaldlega missti stjórn á bílnum að sögn lögreglu. farsímar. Langflestir WAP-símaeig- endur nota símann sinn bara til að hringja og senda stutt textaskilaboð, samkvæmt tveimur nýlegum skoð- anakönnunum sem ZDNet-fréttastof- an segir frá. WAP-tæknin, sem flest- ir nýjir símar innihalda í dag, gerir notendum meðal annars kleift að senda tölvupóst og fara á netið, í tak- markaðri mynd þó. Með hinni svokölluðu þriðju kynslóð farsíma verður hægt að taka á móti gríðar- miklu magni upplýsinga á skömmum tíma og meðal annars geta notendur sótt myndrænt efni af netinu. Á síðasta ári sýndi könnun ráð- gjafafyrirtækisins J.D. Power fram á að 1 af hverjum 3 nýtti sér WAP-sím- byggingalóðir Fyrstu íbúðalóðirnar í Arnarneslandinu verða seldar í sumar og framkvæmdir hefjast í byrjun næsta árs, gangi áætlanir eftir. Hilmar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Byggingarfélagsins Arnarness ehf., sem er í eigu Jóns Ólafssonar, segir drög að samningi við Garðabæ um uppbygginguna komin vel á veg. Eigandi lands- ins vildi fá skipu- lagi svæðisins frá 1997 breytt þannig að byggðin yrði þéttari en að sögn Hilmars verður skipulaginu fylgt nánast óbreyttu þó húsum verði bætt við á áður auðum svæðum. Alls verða lóðir fyrir um 400 íbúðir í einbýlishúsum, rað- húsum og fjölbýlishúsum. Hilmar segir að þrátt fyrir að fjölmargir einstaklingar hafi sýnt mikinn áhuga á að fá keypta lóð og fengið nöfn sín skráð á lista hafi engar lóðir verið seldar enn. „Við vildum ekki bjóða lóðir til sölu fyrr en samingurinn við Garðabæ ligg- ur fyrir. Fólk þarf að hafa á hreinu hvernig uppbyggingunni verður háttað, til dæmis hvað snertir gatnagerð og leikskóla. En þetta verða mjög eftirsóttar lóðir því þó það sé samdráttur í efnahagslífinu er skortur á lóðum á góðum stað,“ segir hann. Margar sögur hafa heyrst af áhuga á að fá landið keypt í heilu lagi og Hilmar staðfestir að slík til- böð hafi borist og séu enn að berast en að þau hafi öll verið óásættan- leg. „Þegar menn kaupa mikið magn þá vilja þeir mikinn afslátt ann sinn til annars en hefðbundinna símtala en samkvæmt nýjustu könn- uninni er hlutfallið komið í 1 af hverj- um 4. Segja þeir sem rannsökuðu málið að tæknin sé of flókin og hæg fyrir notendur og því láti flestir sér fátt um finnast. Þá komst félagið Meta Group að því að milli 80 og 90% fólks í viðskiptum finnist WAP-tækn- in óþjál og „varla fyrirhafnarinnar virði." Þykja niðurstöðurnar nokkuð áfall fyrir farsímaiðnaðinn sem eyðir milljörðum dollara til að þróa tækni sem aðeins lágt hlutfall neytenda sýnir áhuga. Ennfremur hlýtur það að vera áhyggjuefni að hlutfall sím- netverja virðist fara lækkandi á milli og fyrir okkur er örugglega hag- kvæmast að selja lóðirnar hverja fyrir sig,“ segir hann. Hilmar segir að verið sé að leita að fasteignasölu tii samstarfs sem sjá muni um verðmat og sölu á lóð- unum en Jón Ólafsson keypti land- ið allt fyrir hálfu þriðja ári á um 700 milljón króna. Auk lóðaverðs- ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN VÆNTANLEG Siminn sem stúlkan heldur á er með myndavél. Mörgum notendum finnst WAP- tæknin „ekki fyrirhafnarinnar virði." ára ef tekið er mark á könnun J.D. Power. Talsmaður WAP-starfshóps sagðist ekki taka niðurstöðunum of alvarlega: „Það hafa verið gerðar margar rannsóknir og flestar segja þeir mismunandi hluti.“ ■ ins munu kaupendur einbýlishúsa- lóðanna sem dæmi þurfa að greiða um þrjár milljónir króna í gatna- gerðargjöld til bæjarins. Mest allt Arnarneslandið liggur sunnan Arnarnesvegar en norðan vegar er gert ráð fyrir atvinnu- rekstri og hefur Bónusfjölskyldan þegar keypt fjórðung þess lands Rannsóknir: Ástvinir lækka blóðþrýsting heilsa Návist betri helmingsins hefur góð áhrif á hjartað ef marka má nýja rannsókn sem gerð var við New York háskóla og greinir frá á heilsuvef Reuters. í rannsókninni voru mælar festir við þátttakendur í henni og kom í ljós að í návist maka og ann- arra góðra félaga var blóðþrýstingur lægstur, hvað svo sem haft var fyrir stafni. Brooks B. Gump, sem stýrði rannsókninni, segir að ekki megi skil- ja hana sem svo að einhleypir séu endilega með hærri blóðþrýsting en þeir sem eru í sambandi því góðir vinir virðist hafa sömu áhrif á blóð- þrýsting og makar. ■ LANDEIGANDINN OG BANKASTJÓRINN Jón Ólafsson fékk kaupverð Arnarnes- landsins að láni hjá Landsbanka (slands. Hann er hér með Halldór J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans. undir verslunarrekstur með því skilyrði að þar verði ekki seldar fleir lóðir undir matvöruverslanir. gar@frettabladid.is Arnarneslóðir Jóns verða seldar í sumar Samingaviðræður Jóns Olafssonar við Garðabæ um uppbyggingu hverfisins eru sagðar á lokastigi. —♦— „Þegar menn kaupa mikið magn þá vilja þeir mikinn af- slátt og fyrir okkur er örugg- lega hagkvæm- ast að selja lóðirnar hverja fyrir sig." —♦— m Sumarbúðírnar /Evíntýraland Reykjum, Hrútafirði örfá sœti laus á eftirfarandi tímabil 4/7-11/7 7-12 óra 11/7-18/7 7-12 dra 18/7-25/7 10-12 ára 25/7-1/8 10-12 ára ALLT Ab FYLLAST!!! BAJAR SMIÐAR FÖNOUR TILRAUNIR SUNDLAUS TRAMPOJIN KASSABILAR FLUSDREKAGERÐ SKARTSRIPAOERÐ 1/8-8/8 13-15 ára 8/8-15/8 13-15 dra 551 9160 “ 551 9170 Landsspítali-háskólasjúkrahús: Boðað verkfall veldur áhyggjum kjaramál Boðað verkfall hjúkrunar- fræðinga kemur til framkvæmda 30. og 31. maí n.k. hafi samningar ekki tek- ist fyrir þann tíma. Stjórnendur Lands- spítala - háskólasjúkrahúss eru þegar farnir að bregðast við yfirvofandi verkfalli og m.a. hefur verið frestað um 400 skurðaðgerðum sem ekki telj- ast bráðnauðsynlegar. í ályktun trúnaðarmanna hjúkrun- arfræðinga á Landsspítala- háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut er það talið mikið ábyrgðarleysi af hálfu samn- inganefndar ríkisins að hafa dregið gerð samninga við hjúkrunarfræðinga í rúmt hálft ár. Minnt er á að helstu kröfur þeirra lúta að því að menntun og fagleg ábyrgð verði metin til hækk- un grunnlauna á við það sem gerist meðal annarra háskólastétta hjá ríkinu og ekki verði hróflað við áunnum rétt- indum. Síðast en ekki síst er því hafnað að horft sé á heildarlaun hjúkrunar- fræðinga í samanburði við aðrar stétt- ir sem stafar af óheyrilegri yfirvinnu. Þá hefur hjúkrunarráð spítalans lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðunni í samningaræðunum við ríkið. ■ LANDSSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT: Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga er þegar farið að hafa áhrif á starfsemi spítalans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.