Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 18
18 FRETTABLAÐIÐ 28. maí 2001 MÁNUDACUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Ceir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyðaráls Fyrir utan skýrslur um umhverfismat er ér að lesa nýjustu bók John Grishams sem heitir The Brethren. Ég les oft spennusögur mér til afþreygingar. Ég las líka ævisögur Einars Benediktssonar og Steins Steinarr um jólin. Ævisögu Einars las ég með sérstökum áhuga I Ijósi þess sem ég er að fást við. Reyklausum veitinga- stöðum fjölgar: Fjölbreytnin auðgar reykleysi Greinilegt er að það færist í vöxt að veitinga- og kaffihús eru reyklaus. Stöðugt fleiri vilja orðið eiga þann valkost að njóta veitinga í reyklausu umhverfi og fullyrða má að í þessum efnum sem öðrum gildir að fjölbreytnin auðg- ar. Hér að neðan er listi yfir reyklausa veitingastaði og á næstu dögum mun- um við birta lista yfir kaffihús og skyndibitastaði sem bjóða reyklaust umhverfi. Sömuleið- is verður birtur listi yfir reyklaus veitingahús úti á landi. Þessir listar eru sóttir á vefinn reyklaus.is en þar er að finna upplýsingar um þessa staði, auk annars fróðleiks um reyk- ingavarnir. Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni í þessum efnum en allar líkur benda til að reykiausum veit- ingastöðum muni fjölga verulega í framtíðinni. ■ Reykímtmöi NmrSHukin^aKd 'MÍMtÍi rcUttrþíiuf REYKLAUSIR VEITINGA- STAÐIR f REYKJAVÍK Á NÆSTU GRÖSUM Laugavegi 20 B, Reykjavík ENGLAR OG FÓLK, veitinga- og listhús Vallá GRÆNN KOSTUR Skólavörðustíg HÓTEL HOLT Bergstaðastræti 37 MATUR & MENNING í Þjóðmenningarhúsinu Hverfisgötu 15 NAUST VEITINGAHÚS Vesturgötu 6-8 SALATBARINN HJÁ EIKA Fákafeni 9 SALATBARINN HJÁ EIKA Pósthússtræti 13 SIGGI HALL Á ÓÐINSVÉUM Þórsgötu 1 v/Óðinstorg VEITINGAHÚSID TVEIR FISKAR Geirsgötu 9, Reykjavík eftirfarandi: * Bremsumótora ‘ 2ja hraða mótora * ein- og 3ja fasa rafala Sever notar eíngöngu SKF eða FAG legur! Eigum til á lager margar stæröir og gerðir af ein- og 3ja fasa rafmótorum á mjög hagstæðu verði. Dæml um verð á einfasa rafmótor með fót: 0,25 kW 1500 sn/min IP-55 kr. 6657 + vsk V Vökvatæki ehf Bygggöröum 5: 170 Seltjarnamesi Simi 561-2209 Fax 561-2226 Veffang www.vokvataeki.is Netfang vt@vokvataeki.is Veitingastaðurinn Tveir íiskar er reyklaus: Partur af ímynd staðarins reykleysi Veitingastaðurinn Tveir fiskar við Geirsgötu í Reykjavík hef- ur verið reyklaus frá því hann var stofnaður fyrir rúmu ári. Gissur Guðmundsson matreiðslumaður og formaður Klúbbs matreiðslumeist- ara tók við rekstrinum fyrir nokkr- um vikum og er ákveðinn í að hafa staðinn reyklausan áfram. „Það er að vísu reykt á barnum hjá mér,“ segir Gissur en barinn er í sérherbergi og gangur milli hans og veitingasalar- ins. Gissur segir það vera hiuta af REYKLAUS VEITINGASTAÐUR Gissur Guðmundsson á veitingastaðnum Tveimur fiskum. Myndin er tekin að degi til en á kvöldin koma matargestirnir og njóta veitinga í hreinu lofti. ímynd staðarins að bjóða ferska vöru í hreinu andrúmslofti. „Þetta fer svo vel saman,“ segir hann en Tveir fisk- ar er fyrst og fremst sjávarréttastað- ur. „Þetta er bara málið í dag,“ segir Gissur. „Ég reyki sjálfur samt og fannst til dæmis erfitt fyrst eftir að bannað var að reykja í flugvélum en í dag gæti ég ekki hugsað mér það. Þetta er spurning um að taka tillit.“ Gissur segir gestina ekki kvarta. Vissulega komi fyrir að fólk ætli að kveikja sér í en því sé þá vinsamlega bent á að bannað sé aö reykja og bent á að fara á barinn. „Reyklausir veit- ingastaðir verða áreióanlega krafa kúnnans í framtíðinni," segir Gissur. „Heimurinn breytist bara yfir í þetta.“ ■ MÁNUDAGURINN 28. MAT FYRIRLESTRAR______________________ 14.00 Er markaðsvæðing raforku í hag neytenda? er yfirskrift fyrirlestrar bandaríkjamannanna Theo McGregor og Jerrold Oppenheim. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum BSRB í Ársal Hótei Sögu og fjallar um rannsóknir á skipulagi raforku- geirans í Bandaríkjunum. Að fyrir- lestrinum loknum munu þau McGregor og Jerrold Oppenheim svara fyrirspurnum. Fyrirlesturinn verður túlkaður á íslensku. SKEMMTANIR_________________________ 20.30 Filippseyjakvöld í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Hópur filippínsks listafólks sýnir binansu- an kertadans og hula-hula dans, syngja við gítarundirleik, segja sög- ur og bregða upp myndum. Fram koma meðal annars Cherryque Ann Paraiso, Iris Alilin, Daisy Stef- ánsdóttir, Michelle de los Reyes, Babeth Alejandro, Nelia Baldelov- ar, Sara Kristín Kjartansdóttir, Cherryque Iris. Kynnir kvöldsins verður María Priscilla Zanoria sem fluttist til Islands fyrir rúmum tveimur áratugum. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. KIRKJULISTAHÁTÍÐ___________________ 12.00 Tónlistarandakt í Hallgrímskirkju. RÁÐSTEFNUR_________________________ 12.45 Fyrirlestur Brad Aronson um framtíð auglýsinga og birtingamál á Netinu fyrir auglýsinga- og mark- aðsfólk. í fyrirlestrinum verður far- ið yfir framtfð auglýsinga á net- markaði, stiklað á sióru í þeim nýj- ungum sem fram hafa komið og væntanlegar eru. Farið verður á fræðandi hátt yfir þann hag sem hægt er að hafa af vel útfærðum auglýsingum á þessum ört vax- andi vettvangi. Ráðstefnunni lýkur kl. 16.30. 15.00 Ann-Margret Pettersson heim- sækir Alnæmissamtökin á islandi. Hún svarar fyrirspurnum HIV-já- kvæðra, aðstandenda og annara gesta. Fundinum lýkur kl. 17. Námskeið fyrir verðandi brúðhjón: Hugvekja sem opnar huga fólks hjónabanð Er hægt að undirbúa sig undir hjónabandið og ætli það endist betur ef einhver undirbúningur hef- ur farið fram? Þeir sem standa að námskeiði fyrir verðandi brúðhjón í Grafarvogskirkju annað kvöld, svara þessari spurningu áreiðanlega játandi. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar og Reykjavíkurprófastdæmin standa að námskeiðinu sem er bæði á léttum nótum og faglegum grunni. „Einstakir prestar hafa verið með námskeið en þetta er í fyrsta sinn sem prófastsdæmin og Fjölskyldu- þjónustan standa að þessu," segir Benedikt Jóhannsson sálfræðingur og einn fyrirlesari námskeiðsins. Benedikt segir námskeiðið vera við- leitni til að styrkja fólk og undirbúa undir hjónabandið. Bæði er fjallað um hjónabandið sjálft og hjónavígsl- una. Elísabet Berta Bjarnadóttir fé- lagsráðgjafi talar um hjónabands- samninginn í víðri merkingu, ekki bara skriflega samninginn heldur samning um öll samskipti. „Oft er þetta ómeðvitaö," segir Benedikt. „Fólk fer oft ósjálfrátt í hlutverk sem því er tamt. Þetta er meðal þess sem við förum yfir þegar fólk í hjónabandserfiðleikum leitar til okk- ar í Fjölskylduþjónustunni." Benedikt ætlar að fjalla um sam- ræður og samskipti í hjónabandi, já- kvæðar og neikvæðar hliðar „Þetta eru tiltölulega einföld atriði sem við erum öll meira og minna að flaska á .mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mm—mmmmmmmm-mm-mm—m—mm—mm í daglegum samskiptum," segir Benedikt. „til dæmis er best að halda sig sem mest við „ég“ skilaboð, að setja fram óskir frekar en „þú“ skilaboð sem fela í sér ásakanir á makann þegar upp koma árekstrar í hjónabandinu." Sr. Sigurður Arnarson kemur inn á siðferðilega og trúarlega hluti, auk þess að fjalla um vígsluathöfn- ina sjálfa og Jón Stefánsson kynnir brúðkaupstónlist. Loks mætir Gunnar Hansson leikari á staðinn og verður með spuna í kringum það sem hann sér og heyrir á staðnum. „Þetta er algerlega óundirbúinn þáttur sem spinnst á staðnum." Um- ræður verða um alla þætti nám- skeiðsins, til dæmis gefst kostur á að ræða ýmsar siðvenjur í kringum brúðkaupið. „Fólk er velkomið á námskeiðið þótt það sé ekki að gifta sig í sumar. Þeir sem eru nýlegar giftir eru líka velkomnir," segir Benedikt. „Við vonum að þetta virki eins og hug- vekja sem opnar hugi fólks og það hlaupi ekki bara í burtu ef eitthvað 20.00 Ann-Margret Pettersson tekur þátt hópfundi gagnkynhneigðra HlV-jákvæðra á vegum Alnæmis- samtakanna. Fundinum lýkur kl. 22 TÓNLEIKAR_______________________ 20.00 heldur Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni tónleika ( Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. SÝNINGAR___________________________ Ljósmyndasýningin Varnarsamstarf í 50 ár stendur nú I Þjóðarbókhlöðunni. Sýningin er haldin í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá gerð varnarsamnings islands og Bandaríkjanna. Hún er samstarfsverk- efni utanríkisráðuneytisins og varnarliðs- ins á (slandi og veitir yfirlit yfir þróun varnarmála undanfarin 50 ár. Sýningin stendur til 6. júní. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlantic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Aust- urvelli. Þórarinn Óskar Þórarinsson (Aggi) opn- aði um helgina Ijósmyndasýningu í Gall- erí Smíðar og Skart Sýninin nefnist Rit- höfundar og aðrir rugludallar. A sýning- unni eru 20 Ijósmyndir. Eins og titill sýn- ingarinnar gefur til kynna má þar sjá Ijós- DANSINN DUNAR Danssýningarnar í Leikhúskjallaranum í kvöld verða án efa bæði skrautlegar og fjörlegar. Listaklúbbur Leikhúskjallarans í sumarfrí: Innsýn í menningar heim Filippína fjölmenning í kvöld verður síðasta fræðslu- og skemmtidagskrá Lista- klúbbsins á þessum vetri. Að þessu sinni verður Filippseyjakvöld í Leik- húskjallaranum. Hópur filippínsks listafólks sýnir binansuan kertadans og hula-hula dans, syngur við gít- arundirleik, segir sögur og bregður upp myndum. Auk þess verður söng- ur, bæði einsöngur kórsöngur og sýn- ing á filippínskum þjóðbúningum en hver eyja þar hefur sinn búning og eyjurnar eru 7.100. „Við ætlum samt ekki að sýna 7.100 búninga," segir kynnir kvöldsins og formaður Fil- ippínsk-íslenska félagsins, María Priscilla Zanoria og hlær. „En kannski svona 12.“ Meðal þeirra sem fram koma eru Cherryque Ann Paraiso, Iris Alilin, Daisy Stefánsdóttir, Michelle de los Reyes, Babeth Alejandro, Nelia Baldelovar, Sara Kristín Kjartansdótt- ir og Cherryque Iris. Um 500 Filippseyingar eru búsettir hér á landi, flestir í Reykjavík, og meirihluti þeirra er konur. Úr þeim jarðvegi er þessi dagskrá sprottin að sögn Maríu Priscillu. Hún segir starf- semina vera líflega í félaginu og ár hvert heldur það aö minnsta kosti fjór- ar stærri hátíðir þar sem þjóðlegar fil- ippínskar hefðir eru hafðar í hávegum. Auk þess segir hún Filippína á íslandi vera duglega að gera sér dagamun á afmælum og við önnur tækifæri. Dagskráin í Þjóðleikhúskjallaran- um hefst kl. 20.30 í kvöld en húsið verður opnað kl. 19.30. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.