Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2001 MÁNUDAGUR HVERNIG FER? Leikur Fram og ÍBV? SIGÞÓR JÚLÍUSSON, LEIKMAÐUR KR: „Ég held að nýju menn- imir í liði ÍBV eigi eftir að koma með ferskt blóð inn í liðið og að Eyjamenn vinni leikinn því 3-1." GUÐMUNDUR TORFA- SON, FYRRVERANDI KNATTSPYRNUMAÐ- UR: „Ég held að leikurinn á morgun geta farið alla vega, úrslitin í þessu móti hafa verið þannig fram að þessu. Bæði liðin hafa byrjað illa þannig að ætli þetta verði ekki bara jafntefli, 0-0." | MOLAR~T Walsall, sem sló Stoke út í undan- úrslitum um laust sæti í ensku 1. deildinni, sigraði í gær Reading 3- 2 í úrslitaleiknum og mun því leika í 1. deild á næsta keppnistímabili ásamt Millwall og Rotherham. Huddersfield, QPR og TVanmere féllu úr 1. deild og munu því etja kappi við lið Guðjóns Þórðarsonar á næsta ári. Úrslitaleikurinn um laust sæti í úrvalsdeildinni fer fram í kvöld, en þar eigast við Bolton, lið Guðna Bergssonar og Preston, lið Bjarka Gunnlaugssonar. au Björgvin Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir, úr Keili, sigruðu á fyrsta mótinu í Toyota- mótaröðinni í golfi, sem lauk í Vest- mannaeyjum í gær. Björgvin lék hring- ina þrjá á 210 högg- um, eða pari, en Ólöf María lék á 227 höggum, eða 17 höggum yfir pari. í karlaflokki lenti Örn Sölvi Halldórs- son í öðru sæti á 216 höggum og Heiðar D. Bragason í þriðja sæti á 217 höggum. í kvennaflokki urðu GR- ingarnir Ragnhildur Sigurðardóttir og Herborg Arnarsdóttir í öðru og þriðja sæti á 234 og 241 höggi. Mikil spenna er komin í ítölsku deildina eftir að Roma gerði 1-1 jafntefli við AC Milan í Róm í gær á meðan Juventus sigraði Perugia. Nú munar aðeins fjórum stigum á liðun- um þegar tvær umferðir eru eftir. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson sigruðu örugglega í Esso-rallinu á Reykjanesi sem hófst á föstudagin og lauk á laugardag- inn. Feðgarnir, sem aka á Subaru Im- presa, náðu strax forystu og luku keppni á 51,48 mín- útum. í öðru sæti urðu Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson, á Toyota Corolla, á 52,54 mínútum og Baldur Jónsson og Arnar Valsteins- son , sem aka á Subaru Legacy lentu í þriðja sæti á 53,32 mínútum. Alex Ferguson hyggst styrkja lið sitt verulega fyrir næsta leik- tímabil. Hann hefur þegar keypt hollenska fram- herjann Ruud van Nisteirooy á 19 milljónir punda og vill ólmur krækja í franska landsliðs- manninn Bixente Lizarazu, sem leik- ur með Bayern sagður tilbúinn til að borga 7 milljónir punda fyrir hann. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Barcelona að undirbúa tilboð í Francesco Toldo, leikmann Fiorent- ina og ítaiska lands- liðsins og mun það hljóða upp á 18 milljónir punda. Ef kaupin ganga eftir mun Toldo verða launahæsti mark- vörður í heimi en hann mun fá um 350 milljónir í árslaun. Vitað er að Roma hefur einnig áhuga á kappan- um. Nýtt heimsmet í tugþraut: 9.000 stiga múrinn rofinn FRjÁLSflR Tékkinn Roman Sebrle, silf- urverðlaunahafinn frá Ólympíuleik- unum í Sidney, setti nýtt heimsmet í tugþraut í Götzis í Austurríki um helgina. Sebrle hlaut 9.026 stig og varð þar með fyrsti tugþrautarmað- urinn til að rjúfa 9.000 stiga múrinn. Jón Arnar Magnússon, tók þátt í mót- inu en hætti keppni eftir fjórar grein- ar vegna meiðsla. Ólympíumeistar- inn Erki Nool lenti í öðru sæti með 8.604 stig og Thomas Dvorak varð þriðji með 8.527 stig. Sebrle, sem er 26 ára gamall, bætti tæplega tveggja ára gamalt, sem landi hans Dvorak setti í Prag í júlí 1999, en það var 8.994 stig. Sebrle kann greinilega vel við sig í Götzis því í júní í fyrra hlaut hann 8.757 stig á mótinu þar, sem var besti árangur hans fram að þessu. Árangur Sebrle um helgina er í raun ótrúlegur því hann setti per- sónulegt met í 8 af 10 greinum. Sebrle sagðist frá byrjun hafa stefnt að því að bæta heimsmetið. Hann var nánast orðlaus eftir keppnina og átti erfitt með að lýsa tilfinningum sín- um. „Nú ætla ég að hvíla mig aðeins og sjá síðan til með framhaldið," sagði Sebrle og bætti því við að hann von- aðist til að vinna fleiri afrek í fram- tíðinni. ■ HEIMSMET SEBRLE ■ 100 m hlauo 10,64 sek. ■ Langstökk 8,11 m. ■ Kúluvarp 15,33 m. ■ Hástökk 2,12 m. ■ 400 m hlaun 47,79 sek. ■ 110 m erindahlauD 13,92 m. ■ Krinelukast 47,92 m. ■ Stanearstökk 4,80 m. ■ Spiótkast 70,16 m. ■ 1500 m hlauD 4.21,98 mín. ORMAGNA Roman Sebrle setti persónulegt met í 8 af 10 greinum þegar hann setti nýtt heims- met (tugþraut. 3. umferð Símadeildar karla: Meistararnir steinlágu fótbolti Fjórir leikir í þriðju umferð Símadeildar karla fór fram í gær. ís- landsmeistarar KR steinlágu fyrir nýliðum FH í Kaplakrika 2-0. Fylkir og Valur gerðu markalaust jafntefli í Árbænum, Grindvíkingar unnu Breiðablik 2-1 og Skagamenn báru sigurorð af Keflvíkingum 2-0. KR-ingar voru langt frá sínu besta þegar liðið heimsótti FH í Hafnar- fjörð. FH-ingar mættu mun ákveðn- ari til leiks og ætluðu sér sigur frá fyrstu mínútu. Tvö mörk iitu dagsins ljós á fjögurra mínútna kafla. Fyrst skoraði Atli Björn Viðarsson á 22. mín og Jóhann Möller bætti við öðru marki á 26. mín. Nýliðar FH eru enn taplausir með fimm stig á meðan meistarar síðustu tveggja ára hafa einungis náð þremur stigum úr þrem- ur leikjum. Á Skipaskaga mættust ÍA og Keflavík. Leikurinn var nokkuð fjör- ugur og ánægjulegt að sjá hvað bæði lið tefla fram ungum leikmönnum. Skagamenn voru miklu sterkari aðil- inn og strax á 13. mín skoraði Grétar Steinsson. Haraldur Hinriksson skor- aði síðan annað mark Skagamanna eftir hornspyrnu og þar við sat. Grindavík tók á móti Breiðablik á Grindavíkurvelli. Leikurinn fór ró- lega af stað en eftir 30. mín leik skor- aði Sinisa Kekic. Che Bunce fékk dæmda á sig aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateig, skotið var á markið og Blikar náðu að hreinsa rétt út fyrir vítateig en Sinisa Kekic náði frákastinu og skaut þrumuskoti í markið. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í leiknum og á lokamínútum fyrri hálfleiksins fiskaði Ólafur Örn Bjarnason vítaspyrnu, sem hann skoraði síðan sjálfur úr. Ólafur var síðan borinn af velli en ekki var vitað um meiðsl hans. Bjarki Pétursson minnkaði síðan muninn í eitt mark með glæsilegu marki á 82. mín. Fylkismenn tóku á móti Valsmönn- um í Árbænum. Mikil barátta ein- kenndi leikinn en heimamenn náðu að skapa sér mun hættulegri færi. Fylk- ismenn björguðu að vísu á línu um miðjan seinni hálfleik en hvorugt lið náði að koma boltanum í netið. Leik- urinn endaði því með markalausu jafntefli. í kvöld mætast svo Fram og ÍBV á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 20.00. ■ Ráðandi afl á miðjunni Patrick Viera var valinn besti leikmadur ensku úrvalsdeildarinnar. Samningavið- ræður við Arsenal standa yfir. KNflrrspYRNfl. Patrick Vieira, leikmað- ur Arsenal, sem á dögunum var kjör- inn leikmaður ársins í Englandi af styrktaraðilum úrvalsdeildarinnar, á nú í samningaviðræðum við forráða- menn liðsins, sem vilja ólmir halda í þennan öfluga miðjumann. Þá hafa enskir fjölmiðiar greint frá því að Man. Utd. séu að undirbúa 24 milljó- na punda tilboð í leikmanninn. I viðtali við franska blaðið l¥Equipe vildi Vieira lítið tjá sig um samningaviðræðurnar. „Ég á í viðræðum við Arsenal um framtíð mína hjá liðinu - um það hvort ég verði þar áfram eða ekki,“ sagði Viera við franska blaðið og bætti því við að í hans huga væri framtíðin ljós. Vieira, sem er franskur ríkisborg- ari var fæddur í Senegal 23. júní áriðl976. Hann hóf feril sinn hjá Cannes í Frakklandi, en var fljótlega keyptur til ítalska stórliðsins AC Mil- an. Hjá Milan náði Vieira ekki að festa sig í sessi sem leikmaður enda kornungur og fékk fá tækifæri í þá stjörnumprýddu liði ítalanna. Eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í ítölsku deildinni var hann keyptur til Arsenai fyrir um 4 milijónir punda og hefur hann leikið þar undir stjórn Arsene Wenger síðan 1996. Viera var fljótur að láta til sín taka hjá Arsenal og mánuði eftir að hann gekk til liðs við félagði lék hann sinn fyrsta leik gegn Sheffield Wed- nesday, sem vannst 4-1. Nú fimm árum síðar er Viera talinn einn allra öfiugasti miðjumaður í heimi. Auk þess að vera ómissandi hlekkur í iiði Arsenal hefur hann leikið stórt hlut- verk í sigursælu landsliði Frakka undanfarin ár. Styrktaraðilar ensku úrvalsdeiid- arinnar voru ósparir á lofsyrðin þeg- ar hann var valinn leikmaður ársins. „Viera hefur allt, leikni með bolt- ann, hraða og hæfileikann til að skora og skapa marktækifæri,11 segir í um- fjöllun styrktaraðilanna. „Hann hef- ur verið ráðandi afl á miðju vallarins og með leik sínum sýnt öðrum hvern- ig á í raun að stjórna miðjuspilinu." Víst er að ef Arsenal selur ákveð- ur að selja leikmanninn, sem verður að teljast mjög ólíklegt, mun ekki skorta áhugasama kaupendur. Þá mun kaupverðið vafaiaust skipta tug- um milljóna punda, enda er Vieira að- eins 25 ára gamall og á hátindi ferils- ins. Vieira hefur best verið þekktur sem varnarmiðjumaður en á nýaf- stöðnu tímabili sýndi hann að hann getur líka skorað mörk. Á ferli sínum hjá Arsenal hefur Viera leikið 221 leik og í þeim hefur hann skorað 16 mörk, þar af 7 sl. vetur. Viera hefur PRÍMUSMÓTOR Patrick Vieira hefur allt, leikni með bolt- ann, hraða og hæfileikann til að skora og skapa marktækifæri, segir i umfjöllun styrktaraðila ensku úrvalsdeildarinnar um leikmanninn. oft verið gagnrýndur fyrir grófan leik, en hann hefur tekið sig á í þeim efnum á síðustu misserum og tekist að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur. Ef Veira heldur áfram að sömu braut og tekst að hemja skap sitt má vel búast við því að hann verði skip- aður fyrirliði liðsins á næstu misser- um, en hann var einmitt fyrirliði Cannes aðeins 18 ára gamall og er yngsti leikmaðurinn til þess að leiða lið sitt í frönsku deildinni. ■ Simadeild karla Sæti Lið Leikir Mörk Stig I. Valur 3 4 : 2 7 2. Breiðablik 3 3 : 2 6 3. Keflavík 3 4 : 4 6 4. FH 3 4 : 2 5 5. ÍA 3 5 : 4 4 6. Fylkir 3 2 : 2 4 7. Grindavík 3 3:4 3 8. KR 3 2 : 4 3 9. [BV 2 0 : 1 1 10. Fram 2 2 : 4 0 Símadeild kvenna 2. umferð Þór/KA/KS-Stjarnan 13 1. deild karla KA-Tíndastóll 4:0 Víkingur-Dalvlk 6:1 IR-Þór 1:1 KS-Stjarnan 0:1 Leiftur-Þróttur R. 2:3 Sæti Lið Leikir Mörk Stig 1. KA 2 8:0 6 2. Vikingur 2 6:1 4 3. Þór 2 4:1 4 4. Stjarnan 2 2:1 4 5. Þróttur R. 2 . 3:2 4 6. |R 2 2:2 2 7. KS 2 1:2 1 8. Tindastóll 2 1:5 1 9. Leiftur 2 2:6 0 10. Dalvík 2 1:10 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.