Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 28. maí FRÉTTABLAÐIÐ 7 Rannsókn á Sotheby’s og Ghristie’s: Ólöglegt samráð sawkeppni. Handskrifuð minnsblöð frá uppboðsfyrirtækinu Christie’s benda til þess að um viðameira sam- ráð hafi verið að ræða milli þess og Sotheby’s heldur en áður var ætlað. New York Times greinir frá því að auk þess að ákveða þóknun seljenda sameiginlega, sem þau hafa þegar játað, þá sýni minnisblöð að þessi tvö stærstu uppboðsfyrirtæki i heimi hafi unnið kerfisbundið saman að því að auka hagnað sinn af listaverka- sölu. Þá hafi verið í gildi samkomulag um að tala ekki illa um „samkeppnis- aðilann” og að bera ekki víurnar í starfsfólk hvors annars. Minnisblöð- in sýna ennfremur að starfsmenn Christie’s höfðu áhyggjur af lögmæti samráðsins og ræddu um það sín á milli; einnig hafi yfirmenn fyrirtæk- isins verið vel meðvitaðir um alþjóð- leg samkeppnislög, en hafi talið að þeir gætu komist undan því að fara eftir þeim. „Hundruð fyrirtækja, bankar og svo framvegis, gera þetta án þess að tala um það ... [samráðið] er auðveldara fyrir okkur heldur en fyrir fyrirtæki sem selja vörur sem hægt er að verðleggja á nákvæmari hátt ... Það ættu ekki að koma upp nein lagaleg vandamál,” stendur í nafnlausu minnibiaði sem talið er rit- IVIYND AF DICKENS BOÐIN UPP HJÁ CHRISTIE'S Sotheby's og Christie's höfðu meðal annars leynilegt samráð um að tala ekki illa um hvort annað. að af Sir Anthony Tennant, fyrrum forstjóra Christies. ■ ÓFRIÐUR I' FÆREYJUM Það er ekki friðsælt í Færeyjum um þessar mundir. Venjulega beinist athygli umheimsins helst að eyjunum I tengslum við grindhvaladráp en nú hefur mikil harka í kjarabaráttu þar vakið athygli. Sendu lögguna á okkur og hóta lagasetningu Mikil harka hefur verid í nær þriggja vikna löngu verkfalli ófaglærðs verkafólks í Færeyjum. Verkalýðshreyfingin óttast að landsstjórnin feti í fótspor íslenskra stjórnvalda og bindi enda á verkfallið með lögum. færeyjar Óvenjumikil harka hefur ver- ið í verkfalli ófaglærðs launafólks í Færeyjum sem staðið hefur síðan 9. maí síðast liðinn eins og sást best í síð- ustu viku þegar lögreglumenn með hunda brutu verkfallsvörslu verka- fólks á bak aftur. Alls eru 8.000 félag- ar í Föroya arbeiðarafélagi í verkfalli en það er nær fimmtungur lands- manna. Ingeborg Vinther, formaður Föroya arbeiðarafélags, sem er nokk- urs konar Alþýðusamband Færeyja, segist aldrei hafa upplifað annað eins og aðgerðir lögreglu í síðustu viku. „Lögreglan kom að fólki sem var á verkfallsvakt og skipaði öllum að vera á brott innan fimmtán mínútna. Þegar fólk kom út varð það þess vart að lög- reglan hafði hunda í för með sér og skammt þar frá voru sjúkrabílar sem höfðu verið kallaðir til. Þeir voru því við öllu búnir.“ Ingeborg segist ekki skilja hvemig mönnum hafi dottið í hug að senda lögreglu með hunda til að stöðva verkfallsvörslu Arbeiðarafé- lagsins. „ Fólk hefur verið friðsamt við verkfallsvörslu sína og ekki verið í því að skapa ófrið. Við héldum því á brott þegar lögreglan kom til að stugga við okkur en hófum verkfallsvörslu okkar aftur þegar lögreglan var farin.“ Að sögn Ingeborgar voru það ekki einu afskipti lögreglunnar af þeim sem voru í verkfalli. „Lögreglan var einnig að fylgjast með okkur í bílum. Eitt kvöldið fylgdu tveir lögreglubílar mér eftir og ýmsum svona aðgerðum hafa þeir beitt í heila viku. „Nú er Fólkaflokkurinn í stjóm og hann er flokkur atvinnurekenda", seg- ir Ingeborg sem telur flokkinn ekki líklegan til að hafa hag launafólks að leiðarljósi. „Þeir hótuðu okkur í bréfi að ef við hættum ekki verkfallsvörslu og hleypum laxvinnslu í gang muni þeir kalla Lögþingið saman og setja lög á okkur til að koma vinnslunni í gang, rétt eins og íslensk stjómvöld gerðu til að bjarga loðnuvertíðinni." bínni@frettabladid.is Háskóli íslands: Gjafir til styrktar vísindastarfi VERÐLAUNflSJÓÐIR Bent Scheving Thorsteinsson af- henti Háskóla íslands 13,4 milljónir króna að gjöf á föstudag til styrktar vís- indarannsóknum á sviði lyfjafræði og barnalækn- inga. Þetta er í annað skipti sem Bent styrkir Háskóla íslands með þessum hætti en á síðasta ári gaf hann skólanum 7,2 milljónir til styi'ktar rannsóknum á sviði barnalækninga. Af því fé sem Bent gef- ur nú renna 10,3 milljónir króna í nýstofnaðan Verð- launasjóð Bergþóru og Þor- REKTOR VEITIR GJÖFINNI MÓTTÖKU Bent fetar í fótspor föður síns sem á sínum tíma gaf Háskólanum mikið kortasafn. steins Schevings Thor- steinsson sem var stofn- aður á föstudag til minn- ingar urn þau hjón. Mark- mið sjóðsins er að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek og styrkja rann- sóknir og framhaldsnám í lyfjafræði. Þá gaf Bent 3,1 milljón króna sem við- bót við sjóð sem hann stofnaði á síðasta ári til minningar um fósturföð- ur sinn Óskar Þórðarson barnalækni en fyrsta út- hlutun úr þeim sjóði fer fram þann 14. júní n.k. á afmælisdegi Óskars. ■ ../ stoun fYRIRTÆKJASALA ISLANDS SÍÐUMÚLA 15 SÍMI: 588 5160 Skjalagerð Lögmannstofa Gissurs V. Kristjánssonar FYRIRTÆKI TIL SÖLU Sport-heild- og smásala m/ vinsælt og þekkt merki, samningar við íþróttafélög í gangi. Barnafataverslun í Krinelunni Góð staðsetning, góð velta , mjög hag- stætt verð, þekkt merki. Heildsala m/heimsþekkt merki í dömufatnaði, fylgihlutum og förð- unarvörum. Er með verslun á Laugavegi. Daesöluturn. Aðeins opið 9 -18. Videoleiga. þekkt og vinsæl leiga með mikið úrval. Auk þess sælgæti og slíkt. Góð velta. Góð afkoma. Heilsustudió góður nýl. búnaður. Vel þekkt með ágæta nýtingu, auka aðstaða td. fyrir snyrtifræðing. GUNNARJÓN YNGVASON Heildsala. m/vinnufatnað, vandað- ur fatnaður sem er að fá sterk við- brögð á markaðinum. Framleiðslufvrirtæki í áli og plasti, eigin innflutningur. Þekkt, skilar góðum hagnaði ár eftir ár. Fjöldi annarra fyrirtækja á skrá ATVINNUHÚSNÆÐI Fjárfestar: Laugavegur glæsilegt endurnýjað húsnæði. 10 ára leigus. Árstekjur 5,4. Verð 49,8 milj Listhúsið Laugardal tvö sjálfstæð bil, í öðru er gallerý en í hinu versl- un með listmuni. Laus strax eða fljótt. Dalvegur - t.d. fyrir heildsölu 280 fm, vinsæll vaxandi staður. Innk. dyr, sýningarsalur, góð skrifst. að- staða. www.firmaskra.is GARÐABÆR www.gardabaer.is Spennandi stjórnunarstörf Garðabær auglýsir iaus til umsóknar störf deildarstjóra við grunnskóla Garðabæjar: Flataskóli I Flataskóla eru nemendur 1.-6. bekkjar. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal skila til Sigrúnar Gísladóttur, skólastjóra Flataskóla v/ Vífilsstaðaveg 210 Garðabæ, sem jafnframt veitir upplýsingar um störfin í símum 565-8560, 565-8484, netfang: sigrun@gardabaer.is Hofsstaðaskóli I Hofsstaðaskóla eru nemendur 1.-6. bekkjar. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal skila til Hilmars Ingólfssonar, skólastjóra Hofsstaðaskóla v/ Skólabraut, 210 Garðabæ, sem jafnframt veitir upplýsingar um störfin í símum 565-7033,565-6087, netfang: hilmari@gardabaer.is. Sjá einnig vef Hofsstaðskóla http ://www.hofsstadaskoli.is/ Garðaskóli í Garðaskóla eru nemendur 7. - 10. bekkjar. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal skila til Gunnlaugs Sigurðssonar, skólastjóra Garðaskóla v/ Vífilsstaðaveg sem jafnframt veitir upplýsingar um störfin í símum 565-8666 og 565-7694, netfang: gunnlaugur@gardabaer.is . Sjá einnig vef Garðaskóla http://www.gardaskoli.is I Grunnskólum Garðabæjar er lögð mikil áhersla á notkun fartölva í starfi kennara. Arlega er varið miklu fjármagni til endurmenntunar og umbóta á faglega sterku skólastaífi. Góð starfsaðstaða og mikil samvinna. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2001. Einnig eru upplýsingar um störfin á vefsvæði Garðabæjar www.gardabaer.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Islands. Grunnskólafulltrúi Frœðslu- og menningarsvið Fræðslti- og menningarsvið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.