Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Formaður Sjómannafélags ísafjarðar: Þetta er kjaftshögg Kristján A. Guðjónsson: Segi upp 30 manns smábátar „Ég á aðild að firam bátum og það er alveg ljóst að ég verð að segja upp 25 til 30 manns. Sennilega verð ég einn eftir með kannski einn strák með mér,“ sagði Kristján Andri Guðjónsson á ísafirði. Hann segist aldrei geta sætt sig við að smábátarn- ir verði kvótasettir eins og verður að óbreyttu. Hann er þess fullviss að mjög margir Vestfirðingar missi at- vinnuna 1. september. ■ smAbátar „Þetta er kjaftshögg og það er alltaf vont þegar fólk missir vinnuna, en það munu margir gera. Það verður samdráttur gangi þetta eftir," sagði Sævar Gestsson for- maður Sjómannafélags ísafjarðar. „Menn hafa verið fiska umtals- vert af ýsu og steinbít," sagði Sæv- ar þar sem hann var að beita fyrir Guðbjörgu ÍS 46, Gugguna. En hvernig ætli afnám frjálsra veiða á ýsu og steinbít muni koma við þann bát. „Þú getur rétt ímyndað þér. Engin veiðireynsla. Þetta kemur illa við alla og ef verður settur kvóti á þessar tegundir mun það koma sérstaklega illa við bát sem þennan, þar sem engin veiðireynsla er.“ Sævar segir að afli hafi verið góður og því talsverð vinna í kring- um bátinn. „Við róum með 24 bala og við erum fjórir að beita og tveir eru á sjó. Það munu ekki allir hafa peninga til að kaupa kvóta, sumir gera það og aðrir munu leigja frá sér til að borga niður skuldir," sagði Sævar. ■ SÆVAR GESTSSON Hann segir að það verði samdráttur í haust. Guðni Einarsson á Suðureyri: Tækifæri munu skapast smábátar Ekki voru allir á einu máli á fjölmennum fundi á ísafirði um at- vinnumál. Einn þeirra sem talaði var við var þess fullviss að óbreyttu muni ýmis tækifæri skapast. „Ég vil ekki annað en reyna að sjá björtu hliðarnar við þetta,“ sagði Guðni Einarsson frá Suðureyri. Hann segist sjá fyrir sér að verð á þorsk- kvóta muni lækka. „Þá breytast áherslur frá aukategundum yfir í þorsk. Þetta verða engin endalok að mínu mati eða samdrátt," sagði Guðni Einarsson. ■ Ráðherrann lofar lausn flj ótlega Hundruðir Vestfirðinga á fundi um atvinnumál. Sjávarútvegs- ráðherra boðar lausn í smábátamálinu sjávarútvecur. „Ég er að vinna að lausn og þarf tíma til að ljúka því verki,“ sagði Árni M. Mathiesen í samtali við Fréttablaðið að loknum fjölmennum fundi á ísafirði þar sem mest var rætt um kvótasetningu ýsu og steinbíts hjá smábátum, en að óbreyttu fara þessar tegundir undir kvóta - en nú mega bátarnir fiska þær utan kvóta. Árni sagðist ekki geta sagt um til hvaða aðgerða hann mun grípa - en aftekur að hann leggi aftur fram þá hugmynd að bátarnir fái 1.800 af ýsu og 1.500 tonn af steinbít. Hann segist ljúka verkinu nokkru fyrir 1. september. í ræðu á fundinum sagði Árni meðal annars að afli smábátanna muni skerðast. Hann sagði ekki hægt að fresta lengur að lögin gangi í gildi. Varðandi vanda Vestfirðinga sagði að frá landshlutanum sé fluttur umtalsverður afli. „Það er vilji þess- ar ríkisstjórnar að leysa þetta mál,“ sagði ráðherrann. Ég veit að við höf- um ekki mikinn tíma. Ég vil biðja um biðlund,“ sagði ráðherra. „Við mun- um finna lausn sem vonandi dugar okkur vel og lengi.“ Árni sagði að umræðan færi alltaf þannig að kvótakerfinu sé kennt um allt sem miður hefur farið - og sérstaklega þó framsalinu sem hann sagði sennilega vera það mikil- vægasta í kerfinu. Áður en ráðherra kvaddi sagist hann lofa að koma aft- ur. Fundarmenn voru um 800 og margir þeirra tóku þátt í umræðun- um. Snorri Sturluson sagðist vera vonsvikinn með fálæti Davíð Odds- sonar og að Árni Mathiesen væri ekki vondur drengur. „Hann hefur vonda ráðgjafa." Guðjón A. Kristjánsson sagði að HALLDÓR HERMANNSSON Hinn mikli baráttumaður lét fara vel um sig meðan ræðumenn kepptust við að segja ráðherranum til syndanna. Halldór vaknaði síðar til lífsins og kallaði sínar at- hugasemdir til ræðumanna. FULLUR SALUR Talið er að hátt í 1.000 manns hafi fyllt íþróttahúsið á Torfunesi á ísafirði. framsalsréttur endi alltaf með því að kvóti er seldur. „Okkar byggðir hafa fengið að finna fyrir því,“ sagði Guð- jón. Hann sagði einkennilegt að heyra ráðherra tala um vandamál og benti á að ráðherrann og hans félag- ar hafi búið til það vandamál sem nú er talað um. „Það hafa tvö þúsund Vestfirðingar lifibrauð af útgerð smábáta. Við þolum ekki að vegið verði að þessari atvinnu. Frekari kvótasetning hjálpar okkur ekki, heldur býr til nýja verslunarleiðir," sagði Guðjón. Karl V. Matthíasson alþingismað- ur sagði: „Við erum hér til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi fyrsta september. Ráðherra sagði að við yrðum að finna leið - sú leið er til - leyfum bátunum að róa. Gefumst aldrei upp,“ sagði þingmaðurinn. sme@frettabladid.is ÁRNI M. MATHIESEN GENGUR AF FUNDI Ráðherra sat fundinn í tvær klukkustundir - en var búinn að lofa sér á annan fund og varð því að fara. Atvinna í Bolungarvík: Ovissan er mjög mikil smábAtar „Það verður lítið fyrir okk- ur að gera og það breytir litlu þó kvóti verður settur á. Þeim mönnum sem vinna við bátana mun fækka, nú eru sjö til tíu manns um hvern bát. Þá eru meðtaldir beitarar, sjómenn, bók- arar og allir aðrir. Það verður bara brot af þessu eftir 1. september," sögðu þeir félagarnir Ingibjörn Vals- son og Brynjar Ævar Guðmundsson þar sem þeir voru að beita línu í Bol- ungarvík. Þeir segjast ekki vilja búa annars staðar en í Bolungarvík, en atvinnu- tækifæri eru fá. „Það er ágætt að Hörður Valsson á Isafirði: Slepp við kostnaðinn smAbátar „Ég er ekki rétti maðurinn til að tala við. Ég á 50 tonna kvóta og hef leigt hann frá mér en það gefur ámóta mikið í tekjur og fiska hann sjálfur, en ég slepp við allan kostn- að,“ sagði Hörður Valsson á ísafirði. Hann segist viss um að gangi lög um veiðar smábáta eftir muni sumir trillukarlar skaðast verulega og aðrir hagnast. Hann segir að þær miklu breytingar sem hafa orðið á sjávarút- vegi á Vestfjörðum séu ótrúlegar. „Áður var fjöldi togara og stórra fiskiskipa. Nú byggist þetta allt upp á trillum,“ sagði Hörður. ■ HÖRÐUR VALSSON Hagstæðar að leigja frá sér kvótann en sækja sjó. INGIBJÖRN VALSSON OG BRYNJAR ÆVAR GUÐMUNDSSON „Það er ágætt að beita, en það er engin framtið i því." beita, en það er engin framtíð í því. Það er ekkert annað fá. Nánast allir bátar eru farnir og því eru ekki mörg pláss að fá. Við færum ekki héðan ef við hefðum eitthvað að gera, en það er ekki bjart yfir því. Það kemur ekki til greina að kaupa hér eignir þar sem óvissan er það mikil." ■ Bolir og Toppar í fallegum litum Flottar ítalskar leðurtöskur Erum beint ámóti Sparisjóði Kópavogs Hlíðarsmára 17.200 Kópavogi . S 554-7300 Opið frá 10-18 virka daga 10-16 laugardaga BSRB Fyrirlestur Er markaðsvæðing raforku í hag neytenda? Bandaríkjamennirnir Theo McGregor og Jerrold Oppenheim kynna rannsóknir á skipulagi raforkugeirans í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn verður túlkaður á íslensku. Ársal Hótel Sögu mánudaginn 28. maí. kl. 14.00.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.