Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2001 MÁNUDAGUR HRAÐSODID HANNES H. CISSURARSON prófessor Krónan lifir Hvenær teldir þú að best væri að leggja Seðlabankann niður? „Ég hef að vísu alltaf verið þeirrar skoðunar að íslendingar ættu að vera með eigin gjaldmiðil þannig að á íslensku peningaseðlamna yrðu prentaðar myndir af Jóni Sigurðs- syni og slíkum heiðursmönnum en ekki einhverjum útlendingum. Þannig að ég held að hér verði alltaf einhver stofnun sem sjái um seðlaút- gáfu. Þetta á jafnvel við í löndum sem styðjast við aðra mynt, eins og Lúxemborg, en þar er sjálfstæð stofnun sem sér um prentum á Lúx- emborgarseðlum." Hversu langan líftíma telur þú að krónan eigi fyrir höndum? „Um hana má ef til vill segja eins Mark Twain sagði: Andlátsfregn mín er mjög orðum aukin. Síðustu tíu árin hefur krónan staðið mjög vel en næstu sjötíu árin á undan alveg hræðilega. Þess ber að geta að ís- lensk króna var í sambandi við dans- ka krónu til 1922. Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því að frá því íslenska krónan hóf göngu sína og til 1922 voru íslendingar í óformlegu myntbandalagi við Dani svo skiptahlutfallið var einfaldlega einn á móti einum. Til að svara spurningunni þá held ég að þetta fari eftir því hvernig gjaldmiðlar reynast í framtíðinni. Það er ekkert útilokað í þessu efni en ég er því miður ekki viss um að evran verði sterkur gjaldmiðill. Það kann að vera að evran verði líkari ítölsku lírunni en þýska markinu." Hvað sérðu þú sem helsta hlutverk Seðlabankans til framtíðar? „Að gefa út peningaseðla" Hannes Hólmsteinn Gissurarson er 48 ára pró- fessor við Háskóla íslands. Hannes hefur nú tekið sæti í bankaráði Seðlabankans. Hann hef- ur áður sagt bankann óþarfan og íslensku krón- una ónothæfa. Auglýsingasamkeppni í San Fransisco: DV og Vísir.is hlutu þrenn verðlaun AucLÝsiNGflR DV og Visir.is hlutu þrenn verðlaun í auglýsingasam- keppni í San Fransisco á vegum Al- þjóðasamtaka markaðsfólks á dag- blöðum og tímaritsins Editor & Publ- isher. Auður Björk Guðmundsdóttir, markaðsstjóri DV, veitti verðlaunun- um viðtöku á heimsþingi International Newspaper Marketing Association í Kaliforníu þar sem full- trúar 32 landa voru saman komnir. Valið hafði verið úr 1.300 auglýsing- um. Auglýsingaherferðin „Þú færð það óþvegið á föstudaginn" frá mars 2000 þar sem athygli var vakin á Fók- us sem beinskeyttu og skemmtilegu blaði hlaut bæði 1. verðlaun í flokki dagblaðaauglýsinga og 1. verðlaun í flokki útsends auglýsingaefnis. Auglýsingaherferð Visir.is hlaut einnig 1. verðlaun í flokknum „On line services" fyrir DV. Hér var um að ræða sjónvarps- og dagblaðaaug- lýsingar fyrir Fréttavefinn, íþrótta- vefinn, Krakkavefinn og Fókusvef- inn. Efni úr DV er notað á öllum þess- um vefjum. Þær auglýsingar sem MARKAÐSVERÐLAUN Auður Guðmundsdóttir.markaðsstjóri DV, ásamt Frits Lahnstein, forseta alþjóðasamtaka markaðsfólks á dgblöðum, til hægri, og Dennis O'Neil, ritstjóra tímaritsins Editor & Publisher voru verðlaunaðar á hátíðinni verða birtar í bókinni „Best in Print“ og „Best in Print TV“ sem dreift er víða um heim. Auður Björk segir að verðlaunin séu mikil viðurkenning enda hafi ekkert dagblað tekið við eins mörg- um verðlaunum á hátíðinni. ■ Ólafsson skyldi kasta sprengju inn á markaðinn með yfirlýsingu um að hlutur Norðurljósa í Tali sé nú falur vegna þess að grynnka þurfi á skuldum fjölmiðl- arisans. Talið er að norrænu símafé- lögin renni hýru auga til Tals og Þórólfs Árnasonar. Telji það jafnvel betri kost að eignast ráðandi hlut, 40% í Tali, heldur en í mesta lagi 8% hlut i Landssímanum, sem gefur lítil áhrif. Einnig er talið mögulegt að Western Wireless, sem er meirhluta- eigandi að Tali, muni vilja leysa til sín hlut Norðurljósa. í öllu falli sé fyrirtækinu ekki sama hver hreppir hnossið. Hörður Þórleifsson tannlæknir á Akureyri kallar bróður sinn Björn öryrkja, vegna þess hve ört og títt hann mælir vísur af munni fram. Jöerg Heider ræðst á þýska kanslarann: Schröder eins og lénsherra FRÉTTIR AF FÓLKI Sjálfur er hann ágætur hagyrðingur en segist ekki yrkja nema eina vísu á ári. Þegar Kári Stefánsson fagnaði því framtaki forseta íslands að fast- na sé konu með nafni sem rímar á móti forrit, varð þessi limra til hjá Herði sem á til skyldleika að telja við forsetann: Þó lýðurinn lesi mörg slorrit og laumist í allskonar forrit er allt önnur spóla í gangi hjá Óla hann fann sína forlátu Dorrit. ausgturríki Jörg Haider, leiðtogi hægri öfgamanna i Austurríki réð- ist á Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands í gær, og sakaði hann um að vera eins og „lénsherra frá 19.öld“ í helgarheimsókn sinni til Vínar. Schröder var í opinberri heimsókn til Austurríkis um helg- ina og gætti þess vandlega að hitta engan fulltrúa Frelsisflokksins meðan á heimsókninni stóð. Kansl- arinn kvað það ekki hafa verið mis- tök hjá Evrópusambandinu að beita samskiptaviðurlögum gegn Austur- ríki þegar Frelsisflokkurinn var tekinn í ríkisstjórn þar á síðasta ári. Þýski kanslarinn hefur „enn einu sinni viðrað ranglátar tilfinningar sína gagnvart Austurríki", sagði Haider í yfirlýsingu sem Karl- Heinz Petritz, talsmaður hans dreifði til fréttastofa í gær. „Schröeder hagar sér eins og léns- herra frá 19.öld með digran vindil og stórlætisstfl". Frelsisflokkurinn hefur verið gagnrýndur bæði í Austurríki og meðal annarra þjóða fyrir andúð í garð útlendinga og andgyðinglega stefnu. Haider hefur meira að segja hrósað vissum þátt- um í Þýskalandi á tímum Hitlers. Hann sagði af sér sem formaður Frelsisflokksins eftir að flokkurinn tók þátt í myndun ríkisstjórnar með Þjóðarflokknum. Refsiaðgerðum ÞÝOA f SAMSKIPTUM Gerhard Schröder og Wolfgang Schussel reyna að koma á innilegra sambandi milli Austurrikis og Þýskalands, en samskipti landanna hafa verið kuldaleg að undanförnu. Evrópusambandsins var hætt í september sl. haust eftir úttekt al- þjóðlegs hóps sérfræðinga sem fundu ekki neitt athugavert við stjórnmálaástandið eða stöðu mannréttindamála í Austurríki. Kanslarar Þýskalands og Aust- urríkis, Schröder og Wolfgang Schussel, lögðu sig fram um að gefa til kynna að framundan væri þýða í samskiptum landanna sem hafa verið kuldaleg að undanförnu. Haider kvartaði hins vegar yfir því að Schussel „skyldi ekki hafa dug til þess að mótmæla orðum Schröders eða að minnsta kosti standa á sínu gagnvart þýska kansl- aranum." ■ Smábátapresturinn Karl Valgarður Matthíasson hefur uppi stór orð í viðtali við Helgarblað DV. í því sam- bandi velta menn því fyrir sér hve langt séu um liðið síðan lúterskur prestur hvatti til lögbrota á íslandi. Prestar hafa löng- um þótt litlir upp- reisnarmenn enda þótt leiðtogi lífs þeirra hafi verið uppreisnargjarn á sínum tíma. Karl Valgarður fer fínt í sakirnar en það skilst þó að lögin eru að engu hafandi. Aðspurður hvort stríði trillukarla fyrir frjálsum veið- um sé endanlega lokið með algerum ósigri, segir hann: „Nei, stríðið er ekki tapað. Ef menn myndu spyrja mig að því hvort þeir eigi að róa þá gæti ég ekki sagt nei. Ég vil ekki hvetja til lögbrota en í hjarta mínu veit ég að ég myndi sjálfur róa. Stjórnvöld geta sjálfum sér um kennt ef uppreisn verður á miðun- um. Það sem ríkisstjórnin er að gera er að hún er að lýsa yfir fiskveiði- styrjöld hér innanlands." Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur frestað sölu Lands- símans þar til í september með þeim rökum að ekki hafi gefist nægur tími til undirbúnings út- boði. Nú er sala til stofnana- og fag- fjárfesta og al- mennings á bréfum í Íslandssíma að hefjast og verður fróðlegt að sjá hvernig markaðurinn metur framtíð- arhorfur þess fyrirtækis. Fyrr- nefndu aðilunum stendur til boða allt að 40 milljónir króna að nafnverði og almenningi 20 milljónir króna á genginu 8,75. Skráningar íslands- síma h.f. á Verðbréfaþing íslands er svo vænst fyrri hluta júní 2001. Það ruglar svo símasölumyndina að Jón ELMEG 1 S D l\l ;s :í m s t ö ð iy a r ' hertta bæöi heimiluni og fyrirtaekjum ■ * Í1 1 B r . .1: Imwmmþ.Í'1 W iRiiiiiiiiii ' ® : ■ 1 111 "• .... ... . .. . „ „ .. „ 1 ELWIEG ISDN aímkarffii ianu [þýak ibágaBÖa.vana ptg ihanta v.fil .öllum minni ima'öfilatánum | Ifiinintæmum.. Sal.a, uppsBbning iag þjónusta fiir unnin af fagrnönnum. Leitiö nánari upplýsinga í verslun pkkar á Hamarahöföa 11.. iBfitríi Isusniir 1 ITh RAFLAGNIR ÍSLANDS 1 IlIÍ VERSLUN - HEILDSALA Hamarshöföa 1 - 110 Beykjavík - Sfmi $911 91,22 - Fax 619 9923 Verkstæöi og vörúlager: 611 1124 - Netfang: ris@simijpt.is - Veffang: www.simnet.is CQ> NÝHERJi http://www.nyh8rji.is ÞRUÐA „Þú saknaðir mín, ekki satt, Þrúða?"

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.