Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 28. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
FRÁ OPNUNARTÓNLEIKUM
Sönglistin fékk inni í Malebran-leikhúsinu í Feneyjum meðan beðið er eftir að Óperan rísi
ur brunarústunum.
er opin á opnunartíma safnsins. Þetta
mun vera i fyrsta sinn sem sett er upp
sýning af þessu tagi hér á landi. Hún tek-
ur til námsefnis fyrir skyldunám og hafa
verið valin sýnishorn námsbóka í
nokkrum greinum frá því um og eftir
aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks
frá síðustu árum. Sýningin stendur til 31.
mai.
í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir
sýningarnarBlóðug vígaferli og Götulíf
víkinganna í York . Um er að ræða tvær
sýningar, annars vegar endurgerð á götu
í vikingaþorpi þar sem hægt er að sjá
fólk við vinnu sína og hins vegar sýningu
sem heitir „Skullsplitter" á frummálinu,
þar má sjá beinagrind og hauskúpur vik-
inga sem féllu í bardögum. Á sýningunni
eru raunverulegar líkamsleifar sem geta
valdið óhug. Sýningin er opin alla daga
frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir
börn, unglinga og ellilífeyrisþega. Miðin
gildir einnig í hin hús safnsins. Sýning-
arnar standa til 1. október.
Ljósmyndasýning grunnskólanema
stendur yfir í Gerðubergi. í vetur hafa
þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna-
mannsins Marteins Sigurgeirssonar og
afraksturinn hangir á veggjum Gerðu-
bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreyttar
aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf.
Sýningin stendur til 2. júní.
MYNDLIST_____________________________
Sýning á verkum Valgarðs Gunnarsson-
ar stendur í forkirkju og suðursal Hall-
grímskirkju. Sýningin er á dagskrár
Kirkjulistahátíðar.
í Þjóðarbókhlöðu stendur yfir sýningin
sem ber heitið Þróun námsefnis á 20.
öld: Móðurmálið - náttúran - sagan og
Jónina Magnúsdóttir, Ninný, sýnir í
Galleri List, Skipholti 50d og ber sýning-
in yfirskriftina Lífsins braut. Verkin eru
HJÓNABAND ER VINNA
Benedikt Jóhannsson sálfræðingur segir
að fólk komi bæði með meðvitaða og
ómeðvitaða hluti inn í hjónabandið.
Ómeðvitaði hlutinn sé að stærstum
hluta jákvæður en getur líka verið nei-
kvæður að hluta.
bjátar á. Nútímamaðurinn mætti
þjálfa sig í þolinmæði,11 segir
Benedikt að lokum
Námskeiðið hefst kl. 19.30 ann-
að kvöld og stendur til kl. 22.30.
Hægt er að skrá sig hjá Fjöl-
skylduþjónustu kirkjunnar eða
mæta bara í Grafarvogskirkju. ■
myndir af þjóðþekktum rithöfundum og
öðru minna þekktu fólki. Sýningin er
opin milli kl. 10 og 18 virka daga og milli
10 og 16 laugardaga. Sýningin stendur til
2. júní.
í Listasafni ASÍ - Ásmundarsal stendur
yfirlitssýning úr Listasafni Hallgríms-
kirkju. Sýningin er á dagskrá Kirkjulista-
hátíðar.
Svipir lands og sagna nefnist sýning á
verkum Ásmundar Sveinssonar sem
opnuð var um helgina í Listasafni
Reykjavíkur Ásmundarsafni. Á sýning-
unni eru verk sem spanna allan feril
listamannsins og sýna þá þróun sem
varð á list hans í gegnum tlðina. Safnið
er opið daglega 10-16 og stendur sýn-
ingin til 10. febrúar á næsta ári.
I Hafnarborg stendur sýning á verkum
Messiönu Tómasdóttur. f Sverrissal eru
sýndir plexiskúlptúrar í sem unnir eru á
japanpappír og plexígler með akríllitum.
Sýningin kallast Selló og vísar til hinna
gegnsæju og launhelgu tóna sellósins. í
Apótekinu eru myndir, búningar, grímur
og brúður úr barnaóperunni Skuggaleik-
hús Ófelíu sem væntanlega verður frum-
sýnt í íslensku Óperunni á komandi
hausti. Á mánudögum þarf ekki að
greiða aðgangseyri I Hafnarborg. Sýning-
in stendur til 3. júní.
Ingmar Bergman:
Draugagangur á efri árum
leiklist Sænski leikstjórinn Ingmar
Bergman er ekki alveg á því að setj-
ast í helgan stein þótt hann sé orðinn
82 ára og hafi ekki leikstýrt kvik-
rnynd í tæpa tvo áratugi. Þess í stað
hefur hann haldið sig við leiksviðið
og uppfærsla hans á Draugasónöt-
unni eftir August Strindberg er þess-
ar vikurnar í leikferð um höfuðborg-
ir Norðurlanda. Síðar á árinu hefjast
svo æfingar á Draugunum eftir nors-
ka leikskáldið Henrik Ibsen í leik-
stjórn Bergmans. Frumsýningin
verður í Konunglega leikhúsinu í
Stokkhólmi þann 9. febrúar á næsta
ári. Leikritið fjallar um efni sem
Bergman hefur löngum verið með á
heilanum - hræsnina, sektina, sann-
leikann og myrkrið, frelsið og höml-
urnar. Meðal leikara eru Pernilla
August og Jan Malmsoe, sem bæði
léku í síðustu mynd Bergmans,
Fanny og Alexander árið 1982. ■
ENN AÐ LEIKSTÝRA
Þessi mynd var tekin í desember síðast-
liðnum.
Operan í Feneyjum:
Komin í
gamla húsið
sönclist Fyrir fimm árum brann hið
fræga óperuhús í Feneyjum og þótti
það verulegur missir unnendum
klassískrar sönglistar. Þar í borg er
þó annað sögufrægt leikhús, Malibr-
an-leikhúsið, sem hætt var að nota
fyrir 15 árum en hefur nú tekið við
hlutverki Óperunnar. Mikið gala-
kvöld var haldið þar á miðvikudag í
síðustu viku þegar húsið komst í
gagnið á ný. Þetta er þó aðeins til
bráðabirgða, því ákveðið var að end-
urreisa Feneyjaóperuna. Malibran-
leikhúsið er 322 ára gamalt og var
helsta óperuhúsið í Feneyjum þangað
til Feneyjaóperan tók við árið 1792. ■
unnin með olíu og akríllitum á striga á
þessu ári og því síðasta. Sýningin er opin
alla virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl.
11-14 frá og stendur til 8. júní.
Ropi er yfirskrift myndlistarsýningar sem
opnuð hefur verið i Nýlistasafninu. í
SÚM sal er Anna Líndal að velta fyrir sér
gjaldföllnu gildismati, í Gryfju safnsins
sýnirólöf Nordal skúlptúr og gagnvirk
myndverk og í Forsal safnsins sýnir
Valka (Valborg S. Ingólfsdóttir) leirstyttur
og vatnslitamyndir.
Hrafnkell Sigurðsson hefur opnar sýn-
ingu á verkum sínum í galleríi i8, Klapp-
arstíg. Sýnd verða nýjustu verk Hrafnkels
af tjöldum í íslensku vetrarumhverfi. Sýn-
ingin er opin þriðjudaga til laugardaga kl.
13-17 ogstendurtil 16. júní.
í Listasafninu á Akureyri stendur yfir
sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta
franska Ijósmyndara Henri Cartier-
Bresson, en líklega hefur enginn átt
meiri þátt i því að gera Ijósmyndun að
viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Sýn-
ingin stendur til 3. júní.
i gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning
Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here,
there and everywhere". Á sýningunni
leika þau Erla og Bo sér að því að breyta
Reykjavík í fjölþjóðlega borg með aðstoð
stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið 14-18.
Sýningin stendur til 6. júní.
Heimskautalöndin unaðslegu er heiti
sýningar sem lýsir með myndrænum
hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-
íslendingsins Vilhjálms Stefánssonar.
Sýningin er um leið kynning á umhverfi,
menningarheimum og málefnum
norðurslóða, en hún er í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin
10-17. Sýningin stendur til 4. júní.
Á meðan eitthvað er að gerast hér, er
eitthvað annað að gerast þar nefnist
sýning á verkum Bandaríkjamannsins
John Baldessari sem stendur yfir í
Listasafni Reykjavikur - Hafnarhúsi.
Hann er eitt af stóru nöfnunum í samtí-
malistasögunni og hefur verið nefndur
Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði
og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin
er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19.
Sýningin stendurtil 17. júní.
Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur
opnað sýningu á Mokka-kaffi við
Skólavörðustig.
Sýninguna nefnir listamaðurinn Eitt
andartak og þrjár samræður og fjallar
hún um hreyfingu og rými. Ljós og skug-
ga. Sambandið á milli mynda og sam-
ræðna og þau áhrif sem hlutirnir hafa á
rýmið.
Ásdis Kalmanheldur sýningu í
Listasalnum Man, Skólavörðustíg, á
abstrakt-málverkum sem hún hefur gert
á sl. tveimur árum. Þetta er fjórða
einkasýning hennar.
GARÐABÆR
www.gardabaer.is
Flataskóli
- ágætu kennarar
Garðabær auglýsir lausa til umsóknar stöðu
grunnskólakennara við Flataskóla.
• Bekkjarkennara á miðstig, 100% starf.
I Flataskóla eru nemendur 1.-6. bekkjar. í Grunnskólum
Garðabæjar er lögð mikil áhersla á notkun fartölva í starfi
kennara. Arlega er varið miklu fjármagni til endurmenntunar
og umbóta á faglega sterku skólastarfi.
Góð stundaskrá og starfsaðstaða. Mikil samvinna kennara
Upplýsingar um störfið veita Sigrún Gísladóttir, skólastjóri,
í síma 565-8560,565-8484, netfang: sigrun@gardabaer.is
og Helga María Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri,
í vs.5658560, netfang: helgam(8)gardabaer.is.
Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist
Flataskóla v/ Vífilsstaðaveg.
Einnig eru upplýsingar um störfin
á vefsvæði Garðabæjar www.gardabaer.is.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og Kennarasambands Islands.
í samræmi við jafnréttisáætlun Garðabæjar eru karlmenn
sérstaklega hvattir til að sækja um stöður grunnskólakennara.
Grunnskólafulltrúi
Fræðslu- og mertningarsvið
GARÐABÆR
www.gardabaer.is
Garðaskóli
- skóli í blóma
Garðabær auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf við
Garðaskóla skólaárið 2001 - 2002.
Grunnskólakennarar
• Enskukennsla 100% starf
• Náttúruvísindi 100% starf
• Heimilisfræðikennsla 100% starf
• Sérkennsla 100% starf
• Auk þess vantar kennara til starfa í nokkrum öðrum
námsgreinum.
Skólaliðar
• Þrjú 75% störf.
í Garðaskóla em nemendur 7.-10. bekkjar. í Grunnskólum
Garðabæjar er lögð mikil áhersla á notkun fartölva
í starfi kennara.
Arlega er varið rniklu fjármagni til endurmenntunar og
umbóta á faglega sterku skólastarfi. Mikil áhersla er lögð
á gott samstarf við forráðamenn nemenda.
Góð starfsaðstaða.
Upplýsingar veita Gunnlaugur Sigurðsson skólastjóri, í
símum 565-8666 og 565-7694, netfang:
gunnlaugur@gardabaer.is og Þröstur Guðmundsson,
aðstoðarskólastjóri, í símum 565-8666,896-4056, netfang:
throstur@gardabaer.is.
Sjá einnig vef Garðaskóla http://www.gardaskoli.is
Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist
Garðaskóla v/ Vífilsstaðaveg.
Einnig em upplýsingar um störfin á vefsvæði Garðabæjar
http://www.gardabaer.is.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
I samræmi við jafnréttisáætlun Garðabæjar era karlmenn
sérstaklega hvattir til að sækja um stöður
gmnnskólakennara og skólaliða.
Grunnskólafulltrúi
1 Fræðslu- og menningarsvið