Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 16
FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 200' MÁNUDAGUR BEST I BÍÓ 16 Það er dáldið langt síðan ég fór í bíó en síðast sá ég Traffic með Michael Douglas, Catherine Zetu-Jones og Ben- icio Del Toro. Mér fannst myndin mjög skemmtileg þó lýsingin væri svolítið skrýtin. Hún breytist alltaf eftir því í hvaða landi hún gerist, er öðruvísi í Bandaríkjunum en Mexíkó. Lýsingin fór svolítið í taugarnar á mér til að byrja með en ég vandist henni þó fljótt. ■ HILDUR GUÐNADÓTTIR nemi, söngvari og sellóleikari Lýsingin öðruvísi HÁSKÓLABÍÓ jPOKEMON 3 (ísl. tal) NÝISTÍLUNN KEISARANS (isL tal) kl.2,4og6|l",,T| Iexitwonds ITRAFFIC U. 10.05j|^| ÍMISS CONCENIALITY kl. 3.50, 5.55 Oj-eO 1102 DALMATÍUHUNDUR (ísl.tal) kl. i.5offl ITHEWAYOFTHEGUN |EL DORADO (isl. tal) STÍIISl [THIRIEEN DAYS kl.80 [risaeðlurnar HLIJOÍP ; Iþrótta- súrmjólkin •frittír í mark! * f %_ S ■ > íþróttasúrmjólk með vanillu og jarðarberjum MJÓLKURSAMLAG KS SAUÐÁRKRÓKI Upprisuhátíð Hljómalindar: Rey kj avík mini - fes tival tónust Hingað til lands er væntan- leg hljómsveitin Blonde Redhead sem mun spila á Reykjavík mini festival, um Hvítasunnuhelgina 2.- 3. júní. Tónleikarnir eru liður í Upprisuhátíð Hljómalindar. Skúli Sverrisson bassaleikari, hefur oft verið nefndur sem einn af stofnendum hljómsveitarinnar en hann hefur verið búsettur í New York um nokkurt skeið en kemur með bandinu hingað til lands. „Reyndar var það annað band sem ég var í sem var upphafið að þessu bandi.Það band hét Masculin Fem- inin“ segir Skúli um tilurð sína i hljómsveitinni. „Ég er náttúrulega búinn að fylgjast með því frá upp- hafi.“ Hljómsveitin er undir áhrifum frá hinum svokallaða Avantgar- deheimi auk þess sem gæta má ítal- skra og japanskra áhrifa en með- limir hennar ólust upp við slíka tón- list. Bræðurnir Simone og Amadeo koma einnig úr jazzheiminum og segir Skúli að gæta megi ákveðinn- ar fágunar í tónlist hljómsveitar- innar þó hún sé ekki í jazzstílnum. Hljómsveitinni hefur jafnvel verið líkt við Sonic Youth en Skúli er síð- ur en svo sammála þeirri skilgrein- ingu. „Það er bara svona leiðinda- stimpill sem hugmyndasnauðir blaðamenn fundu á þetta band. Ég veit ekki af hverju það átti sér stað, kannski var það að því að þau byrj- uðu að taka upp plötur fyrir fyrir- tækið Smell Like Records, sem er í eigu Steve Shelleys trommara Son- ic Youth. En ef þessi stimpill hefur einhvern tímann verið á bandinu þá er það löngum liðið. Þessi bönd eiga fátt sameiginlegt." Skúli segir hljómsveitina hafa mikla sérstöðu, sé með sérstakar lagasmíðar sem sé ekki beinlínis hægt að tengja við sérstakar hljóm- sveitir. „Þau hafa alltaf verið fyrir utan þetta mainstream." Blonde Redhead nýtur mikilla vinsælda beggja vegna Atlantshafsins og segir Skúli þau hafa mjög víðan að- dáendahóp. „Alltaf þegar þau spila í New York er uppselt á tónleikanna. Þau hafa náð mjög langt í þessum undergroundheimi. Það er mikið af ungu fólki sem fylgist með nýrri músik og fylgir þeim, þar sem það er margt nýstárlegt sem þau eru að gera. Svo eru þau líka rosalega fal- leg og melódískt band enda hafa þau haft djúp áhrif á aðrar tónlist- arstefnur" segir Skúli að lokum og lofar frábærum tónleikum með þessu stórkostlega tónleikabandi. Tónleikar Blonde Redhead verða í Laugardalshöllinni 2. júní n.k. en ásamt þeim munu Maus, Úlpa og Kuai koma fram og ís- landsvinirnir í Propellerheads munu þeyta skífum á milli atriða. Sunnudaginn 3. júní munu hinir gömlu góðu Hljómar, Sigur Rós, Gras og Alex Giffor spila í Höllinni. Miðasala er þegar hafin í Hljóma- lind og hefst í verslunum Skífunnar og Músik & Mynda á þriðjudag. Miðaverð er 2000 kr. fyrri daginn en 2500 kr í stæði, 3000 kr í stúku seinni daginn. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Vinurinn Courtney Cox er víst ekki ólétt. Þær sögusagnir gengu fjöll- um hærra að Courtney hefði samið við framieiðendur þáttanna um að handrit næstu þátta yrði skrifað þannig að Monica, sem hún leikur, væri ólétt. Þannig átti hún að geta tvinnað óléttu sína og vinnu sam- an. Talsmenn hennar hafa nú slegið á sögusagnirnar og í viðtali við Eonline sagði einn þeirra „Hún er örugglega ekki ólétt.“ Það hefur hinsvegar ekki farið framhjá neinum að Courtney vill stofna til fjölskyldu með manni sínum David Arquette. Ofurpopphljómsveitin Her’Say sem er einhver vinsælasta hljómsveit Bretlands um þessar mundir mun spila í afmæli hjá prinsinum Philip. Þó nokkrar poppstjörnur munu troða upp á áttatíu ára afmæli Philips, Dina Carroll og Mel B, Claire Sweeny, Pen- elope Ketih, Jerry Hall og Julian Ll- oyd Webber. Her’Say munu troða upp með Dame Shirley Bassey og hinum eilífa Lionel Richie. Her’Say er nýj- asta tilbúna æðið, en hún var sett saman eftir stóra og mikla hæfileika- keppni um allt Bretland. Gary Lineker, fyrrum landsliðsfyr- irliði Englands, hefur tjáð sig op- inberlega um nýju móhíakana hár- greiðslu Beckhams, núverandi landsliðs- fyrirliða. Slúðurblöð ytra telja Beckham hafa fengið innblást- ur úr kvikmyndinni Taxi Driver, þar sem Robert De Niro fer með aðalhlutverk og finnst Lineker nýja klippingin vægast sagt asnaleg. „Það er mjög mikilvægt að spila landsleik og þar er fáránlegt að draga að sér alla athygli með slíku uppátæki, rétt fyrir landsleik" sagði Lineker. „Af myndunum se_m ég hef séð lítur þetta fáranlega út. Ég hefði aldrei fengið mér svona klippingu, enda hefði ég litið út eins og versti prakkari með þessu útstæðu eyru“ sagði Lineker að lokum. Hann hefur alltaf passað sig á því að fá ekki fólk upp á móti sér og hann fékk ekki eitt spjald á öllum sín- um knattspyrnuferli, hvorki gult né rautt. Taktu smá rispu Jf* V mSIMmœsio1. EikkEns bilalakk á údabrúsum Fáðu litinn þinn á úðabrúsa til að laga grjótbarning og smárispur. Sikkens gefur rétta litinn á bílinn þinn. 0Í5LI JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 • s. 5876644 Um hvað ó lífræðiritgerðin þín að vera? Ó, fjórinn, ég ætlaði einmitt að skrifa um þetta! Örverufræðileg hóspennu- hlutföll i sameindalíkindum hverafruma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.