Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2001, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.07.2001, Qupperneq 10
FRETTABLAÐIÐ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FIIVIIVITIJDAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vfsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta ailt efni blaðsins f stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Litlir hluthafar reiða sig á VÞÍ og Fjármála- eftirlitið, segir bréfritari. Eftirlits- aðilar standi sig Fflutabréfaeigandi skrifar: verðbrÉf Margoft hefur verið sagt að verðbréfamarkaður sé ungur hér og grunnur, það er að fá fyrirtæki eigi hlut að máli. Engu að síður er frumbernskan liðin og oft er sagt ;,ð við íslend- ingar séum fljótir að læra og til- einka okkur nýja hlut. Nú hafa komið upp mál á hlutabréfamark- aði þar sem upplýsingagjöf hefur greinilega verið ábótavant eða fjármálafyirtæki virðast vera að fitla við gengi hlutabréfa með óeðlilegum hætti. Það er afar mikilvægt að Verðbréfaþing ís- lands og Fjármálaeftirlit ríkisins standi sig í þessum málum. í húfi er almenn trú á verðbréfamark- aðinum og traust á fjármála- stofnunum, sem eiga að veita ráðgjöf og tryggja að réttar upp- lýsingar séu til reiðu fyrir alla hluthafa eða verðbréfakaupend- ur jafnt. Miklar kröfur eru gerðar til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru á verðbréfamarkaði. Ef auka á sparnað landsmanna og áhættu- fé fyrirtækja er afar mikilvægt að almennir hluthafar geti treyst upplýsingum sem fyrirtæki og fjármálastofnanir birta. Og þá kröfu verður að gera til Verð- bréfaþings og F'jármálaeftirlits- ins að þessar stofnanir vinni í þágu hlutabréfamarkaðarins al- mennt og allra hluthafa en ekki einungis stóru „hákarlanna" í ís- lensku atvinnulífi. ■ Lögfrœðilegt Yppon íslands í hvalveiðiráðinu „Við sitjum sem fastast í ráðinu í krafti minnihlutans." Allt frá því að við fórum úr Al- þjóða hvalveiðiráðinu höfum við verið frjálsir að því að hefja ' ^ __ hvalveiðar. Frá því 1998 er þingsam- þykkt fyrir því að við ætlum að hefja hvalveiðar. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við hefjum ekki hvalveiðar er að fyrir liggur hót- un Bandaríkjastjórnar um að beita okkur efnahagslegum refs- ingum ef við gerum út á annað en hvalaskoðun. Nú erum við gengin í hvalveiðiráðið þótt knappur meirihluti hafi fellt aðild okkar vegna fyrirvara sem við gerum um bann við hvalveiðum og yfir- lýsts vilja til að hefja hvalveiðar þrátt fyrir gildandi bann. Á okkur hafa verið brotin lög bæði hvað varðar málsmeðferð og efni og við sitjum sem fastast í ráðinu í krafti minnihlutans, þótt meiri- hlutinn hafi rétt til að hafna okkur samkvæmt áliti lagaprófessors við Hí: Sjávarútvegsráðherra lýs- ir yfir því að við höfum unnið sig- ur á lögfræðilegu Ypponi.sem jafnast á við lagakróka Jóns Sig- urðssonar í sjálfstæðismálinu gegn Dönum. Það er engin lög- fræði og engin vísindi í hvalveiði- ráðinu, segja íslenskir ráðamenn, bara pólitík og umhverfisórar. Við unnum Frakka og Svisslendinga á okkar band með lögfræði en töp- uðum Svíum og Finnum. Breskir ____MáLoiama Einar Karl Haraldsson FJALLAR UM „SIGURINN" í HVALVEIÐIRÁÐINU og bandarískir fjölmiðlar ófrægja okkur út um allar jarðir og telja að tilraun okkar til þess að komast inn að nýju í ráðið sé tilræði við hvalveiðibannið. Hvergi á Netinu eða í upplýsingakerfum alþjóð- legra fréttamiðla er neitt að finna um afstöðu íslands til hvalveiða en þar úir og grúir af efni frá and- stæðingum okkar. Staða málsins er sú að nýtt upphaf á hvalveiðum er órafjarri, sístækkandi hvala- vöður éta fylli sína af fiski, og hvalaskoðun er vaxandi útvegur. Málið er bara enn flóknara en Fjármagn í takt við áætlanir Útgjöld hafa aukist í meðferð þingsins. Frumkvæðið kemur frá þing- mönnum en ekki landbúnaðarráðuneytinu. „Sátt um þessi verkefni/1 segir ísólfur Gylfi. 5KÓGRÆKT ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður, segir að nú gildi lög um svæðisbundna skógrækt fyrir alla landshluta. Yfir hverju svæði sé stjórn og framkvæmda- stjóri sem sér um skipulag á verk- efninu fyrir hvert svæði. „Við síðustu fjárlög var bætt talsverðum pening við í þessi verkefni í takt við áætlanir sem gerðar höfðu verið. Þegar tillögur komu frá landbúnaðarráðuneyt- inu vantaði upp á fjármagn til að halda þessum áætlunum gang- andi,“ segir ísólfur Gylfi. Nokkur þrýstingur kom því frá nefndar- mönnum í fjárlaganefnd um að auka fjárlög til þessara svæðis- bundnu verkefna. Sjálfur hefur ísólfur Gylfi gegnt formennsku í stjórn Suðu- landsskóga en hefur sagt af sér formennsku þar sem hann er sjálfur að fara að taka þátt í skóg- ræktarverkefni. Það fer ekki sam- an við að veita fé til þessara verk- efna. Einar Oddur Kristjánsson er einnig í stjórn skógræktarverk- efnis á Vestfjörðum ásamt því að sitja í fjárlaganefnd. áður. En hollt er að minnast að sigur í sjálfstæðisbaráttunni vannst ekki á lögfræði, heldur vegna breyttra aðstæðna í heim- spólitík og nýrra hugmynda um lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt þjóða. ■ ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Hefur sagt af sér formennsku I Suður- landsskógum til að taka sjálfur þátt í skóg- rækt. Einar Oddur er í fjárlaganefnd og einnig stjórn Skjólskóga á Vestfjörðum. „Almennt má segja að það sé mjög góð sátt um þessi verkefni," segir Isólfur Gylfi Pálmason. ■ Skógræktarstjóri ríkisins: Sinnum eftir- liti ogfrœðslu skógrækt „Okkar hlutverk hefur verið að breytast frá því að vera stærstu framkvæmdaraðilarnir í skógrækt á landinu í það að sinna eftirliti, fræðslu, ráðgjöf, rann- sóknum og svo samvinna við þessi landshlutabundnu verkefni varð- andi áætlanagerð og úttektir," segir Jón Loftsson skógræktar- stjóri ríkisins. Jón segir að ríkið telji að með þessum styrkveitingum sé verið að byggja upp auðlind og styrkja byggð. Nú starfi fjölmargir við grisjun og úrvinnslu á við frá þessum skógum. Lengst er þetta verkefni komið á Fljótsdalshéraði enda hefur skógrækt verið stund- uð lengst þar ■ JÓN LOFTSSON Frumköðlar á Fljótsdalshéraði hófu þessa vinnu og nú styrkir ríkið verkefnin að mestum hluta. Landshlutabundin skógrækt skógrækt í frumvarpi til fjárlaga árið 2000 var einungis gert ráð fyrir framlagi upp á 40 milljónir til Suðurlandsskóga. í meðförum þingsins var öðrum landshlutabundnum verkefnum bætt við og í fjárlögum árs- ins 2001 hafa öll kjördæmin fengið úthlutað til þessa verkefnis. ■ SUÐURLANDSSKÓGAR NORÐURLANDSSKÓGAR 2001 69,2 2000 40 2001 50,0 2000 25 VESTURLANDSSKÓGAR AUSTURLANDSSKÓGAR 2001 34,0 2000 17 2001 10,0 SKJÓLSKÓGAR. VESTFJÖRÐUM REKSTUR SAMTALS: 2001 30,0 2000 17 2001 193,2 2000 99 Útgjöld 2001 í landgrœðslu skógrœkt og LANDSHLUTABUNDIN SKÓGRÆKT SKÓGRÆKT RÍKISINS 193,2 188,3 ÁTAK I LANDGRÆÐSLU OG SKÓGRÆKT LANDGRÆÐSLA RÍKISINS 87,6 263,4 HÉRAÐSSKÓGAR ÚTGJÖLD SAMTALS 2001 86,2 818,7 MILUÓNIR Dœmi um fjárþörf svœð- isbundinna skógræktar- verkefna til ársins 2005 Norðurlandsskógar (milljónir kr.) 210 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2000 2001 2002 2003 2004 2005 ORÐRÉTT Aldarfjórðungsnart í flugvallarsvœðið skipulag „Gert er ráð fyrir að reisa einnig atvinnuhúsnæði á flugvallar- svæðinu í smábútum, eftir að land hefur losnað undan ónotuðum flug- brautum og er það auðvitað í sjálfu sér ágætt, sérstaklega sem framtíð- arland háskóla og Landspítala. En mjög ósennilegt er að þetta aldar- fjórðungsnart í flugvallarsvæðið verði eitthvað sem líkist miðborgar- byggð, eða styrki verulega gamla bæinn. Hættan við þess aðferð er líka sú, að þessi litlu svæði, sem eru sex að tölu, verði hönnuð í smábútum, án heildarsýnar yfir allt flugvallar- svæðið, sem þannig verður endan- lega tapað sem möguleiki á nýju borgarhverfi í Reykjavík. Nauðsyn- legt er að mínu áliti, að undirbúa gerð rammaskipulags fyrir allt þetta stóra opna svæði sem nær frá Mela- torgi að Fossvogskirkjugarði, og fella síðan inn í það búta, sem verða á endanum að fallegri púsluspils- mynd. Erfitt er að ímynda sér að ákvarðanir þær, sem teknar hafa verið á síðustu árum um flugvallar- svæðið, standi óbreyttar í næsta ald- arfjórðung. Fjaðrafokið í fjölmiðlum um þetta mál hefur villt fólki sýn um sinn, en vart í áratrugi! Þá væri kannski gott að vera ekki búinn að festa allt svæðið samkvæmt næst bestu lausninni, og þar að auki í svartsýniskasti, eins og virðist vera í núverandi tillögum borgarinnar.".... ...“Þar er búið að að klippa af síð- asta vaxtarbroddinn, þann stærsta og frjósamasta. Von að menn séu ókátir, og sérstaklega hundraðogeitt- unnendur. Ekki er ég þó viss um að þar sé leiknum lokið. Aðalskipulag er endurskoðað á fjögurra ára fresti, og frá mínum bæjardyrum séð og margra annarra , eru ákvarðanir sem teknar hafa verið varðandi flug- völlinn svo mikil tímaskekkja, að varla verður komist hjá því að málið verði tekið upp aftur. Sjáum til, en verst yrði nú að æða út í lóðauthlut- un eða deiliskipulag á svæðinu og stroka þar með út dýrmæta leið inn í framtíðina." Björn ólafs arkitekt í Fasteignablaði Morg- unblaðsins 24. júlí 2001 REYKJAVÍK Hættan er sú, segir Björn Ólafs, að þessi litlu svæði, sem eru sex að tölu, verði hönnuð í smábútum, án heildarsýnar yfir allt flugvallarsvæðið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.