Fréttablaðið - 05.10.2001, Side 24

Fréttablaðið - 05.10.2001, Side 24
FRÉTTABLAÐ SIMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SECJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á 1fÍSÍi*-ÍS Fyrstur með fréttirnar Aáctegáriu ?ZZÖ Kr. 1090 Grensásvegur 10 Sími 553 88 33 m*,.: H U SIÐ ALLAR nýjar spólur um helgina á 350 kr. STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Kort á góðum kjörum Nú er nýliðinn sá tími ársins sem fólk flykkist í líkamsræktar- stöðvarnar til að nýta sér gylliboð þeirra um árskort á góðum kjörum. Ég er ein þeirra sem fyllti þennan flokk í ár. Upphæðin sem reiða þurfti fram var vissulega allnokkur en ef á það er litið að ég get gengið inn og út úr líkamsræktarstöð frá því í logabít- ið á morgnana og fram eftir öllu kvöl- di f heilt ár þá tel ég mig hafa gert sannkölluð reyfarakaup. Þarna eru í boði allskyns tímar, allt frá brjálaðri brennslu til tíma með andlegu ívafi. Þá er ótalinn tækjasalurinn sem bíður manns hvenær sem er og ekki síður gufubað og pottur þar sem maður get- ur flatmagað og látið sér líða vel. —♦— KYRRSETUFÓLK verður að hreyfa sig, það er ljóst, og þess vegna ákvað ég að fara út í þessa skynsamlegu fjárfestingu sem líkamsræktarkortið hlýtur að vera. Ég hélt því að vísu lengi fram að líkamsrækt af þessu tagi bæri vott um firringu. Nær væri að ganga út í búð og í vinnuna í heil- næmu útilofti en á sama stað á bretti inni í húsi. í stað þess að lyfta lóðum lyfti maður ungviði sínu svo ekki sé minnst á innkaupapokana. Nú hef ég hins vegar beygt mig undir líkams- ræktarstöðvamenninguna. Ég á ekki ungviði lengur til að iyfta og heimilis- kettirnir taka ekkert í. Þess vegna ætla ég að fara að stunda líkamsrækt. —♦—' EINU SINNI ÁÐUR hef ég átt lík- amsræktarkort. Þetta var fyrir nokkrum árum og var líka árskort sem ég fékk á góðum kjörum. Gallinn var bara sá að þrátt fyrir allt urðu kjörin ekki svo góð þegar upp var staðið. Mér reiknast nefnilega til að hver ferð mín í líkamsræktarstöðina um árið hafi kostað um 2.500 krónur. Þessar ferðir voru vissulega bæði ánægjulegar og gagnlegar en kannski ekki alveg svona mikils virði. —♦— AÐ ÞESSU SINNI hef ég ákveðið að láta fyrri reynslu mér að kenningu verða og láta góð kjör að minnsta kosti ekki verða vond. Þegar ég fer í líkamsræktarstöðina í kvöld verður hver tími kominn niður í 7.300 krónur. Þannig ætla ég að halda áfram að telja sjálfri mér til aðhalds fram í septemberbyrjun á næsta ári þegar kortið rennur út. Eina spurningin er hvernig mér skyldi ganga að finna tíma til að fara í stöðina, ég sem hef hvorki tíma til að ganga í vinnuna né út í búð! ■ Kynningarverd á Hversdagsís í 1 lítra umbúðum! Féðu þér Hversdagsís með jarðarberja-, súkkulaði-, vanillu- eða karamellubragði HUERSDAGSIS - góður aila daga! Hvað sem þú kaupir - þá verdur það ódýrt!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.