Fréttablaðið - 08.01.2002, Síða 1

Fréttablaðið - 08.01.2002, Síða 1
PÓLITÍK Cicciolina í framboð í JJngverjalandi bls 13 FÓLK Tilbiður íslenska þjóðin sjálfa sig? bls 18 FÓLl Þjóðin álítur migfarlama HYUNDAI Total IT Solution Províder bls 22 Hagkvæm og traust tölva C^TÆKNIBÆR Skipholti 50C S: 551-6700 www.tb.is Umboðsaðili HYUNDAI á Islandi 19 FRETTABLAÐIÐ 5. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — simi 515 7500 Þriðjudagurinn 8. janúar 2002 Samið við sjúkraliða og verkfalli á Vogi frestað Sjúkraliðafélag íslands skrifaði í gærkvöldi undir nýjan kjarasamning fyrir 13 sjúkraliða sem star- fa á Vogi. Sjúkraliðarnir fá að ganga í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Yfirlæknirinn á Vogi sagðist mjög ósáttur við niðurstöðuna. SAMKOMULAG Sjúkraliðar náðu í gær samkomulagi við SÁÁ. ÞRIÐJUDAGUR Knatthúsið í Graf- arvogi kynnt Ipróttahöu Sérstakur kynningar- fundur um stærstu íþróttahöll landsins, sem mun rísa við Víkur- veg í Grafarvogi, verður haidinn í Rimaskóla klukkan 20. Sýnt verður þríviddarmyndband af höllinni og hugmyndafræði, hönnun og fyrir- huguðu starfsemi kynnt. Að lokinni kynningunni munu fulltrúar bygg- ingaraðila og Reykjavíkurborgar svara fyrirspurnum. Fagsýning SI kynnt í Salnum kynningarfunpur Samtök iðnaðar- ins og RSN (ráðstefnur, sýningar og námskeið) efna til kynningar- fundar vegna Construction North (CN) í Salnum í Kópavogi klukkan 11 í dag. CN er samheiti yfir fag- sýningu, málþing og ráðstefnur sem fara fram dagana 27. febrúar til 2. mars. VEÐRIÐ I PAC [ REYKIAVÍK Suðvestan 13-18 m/s og él. Sunnan 15-20 undir kvöld með rígningu. Hiti 2 til 4 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 18-23 Rigning 02 Akureyri Q 15-23 Skýjað 03 Egilsstaðir O 8-13 Léttskýjað o° Vestmannaeyjar O 18-23 Rigning O4 kjarapeilur Siúkraliðafélag ís- lands skrifaði undir nýjan kjara- samning fyrir 13 sjúkraliða, sem starfa hjá SÁÁ á Vogi, í húsakynn- um ríkissáttasemjara um klukkan 19.30 í gær. Valgerður Reginsdótt- ir, varaformaður Sjúkraliðafélags íslands, sagði að verkfalli sjúkra- liðanna, sem hefði átti að hefjast á miðnætti, hefði því verið frestað. Þórarinn lyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sagðist mjög ósáttur við niðurstöðuna. Að sögn Valgerðar munu sjúkraliðarnir kjósa um samning- inn á morgun eða fimmtudaginn og þar sem um fáa aðila væri að ræða mætti búast við niðurstöðu fljótlega, a.m.k. fyrir helgi. Helsti ásteytingarsteinninn í deilunni við SÁÁ var krafa sjúkra- liðanna um að fá að vera í Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins (LSR). Valgerður sagði að samkomulag hefði tekist um það og að þeir sjúkraliðar sem hefðu verið í öðr- um lífeyrissjóðum gæfist nú kost- ur á að fara í A-deild lífeyrissjóðs- ins og að þeir sem hefðu verið í B- deild hans gætu verið þar áfram. Að öðru leyti sagði að hún að samningurinn væri hliðstæður Landspítalasamningnum. Það sem hefði seinkað þessum samningi umfram aðra hefði verið lífeyris- sjóðsmálið. Þórarinn sagði að auknar líf- eyrisskuldbindingarnar myndu óhjákvæmilega hafa áhrif á láns- hæfni SÁÁ í bankakerfinu. Ótíma- bært verkfall hefði hins vegar þýtt að veikt fólk hefði ekki fengið lækningu. „Þess vegna urðum við að verða við þessum dæmalausu kröfum, sem eru alveg einsdæmi," sagði Þórarinn. „Að krefja okkur um það að hafa fólk í lifeyrissjóði ríkis- starfsmanna er mjög undarlegt þar sem við erum ekki ríkisfyrir- tæki. Núna stöndum við uppi með þessar skuldbindingar sem hvorki fjármálaráðuneytið né heilbrigðis- ráðuneytið vill taka ábyrgð á. Maður undrast að maður skuli vera í svona lagaumhverfi þar sem stór stéttarfélög geta ráðist að okkur með þessum hætti í þeim fjárhagsvanda sem við erum.“ trausti@frettabladid.is Lcindsleikur gegn Kúveit fótbolti íslenska landsliðið leikur æfingaleik gegn Kúveit í Oman á morgun klukkan 15 að íslenskum tíma. Leikurinn er annar af tveimur leikjum sem liðið leikur í Mið-Austur- löndum, en síð- ar i vikunni leikur landsliðið gegn Sádí-Arabíu. Sá leikur er hluti af undirbúningi Sádí-Araba fyrir loka- keppni HM í knattspyrnu sem hefst í Japan og Kóreu 31. maí. KVÖLDIÐ í KVÓIF Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu í dag? Meðallestur 25 til 49 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 ointök 65% fólks les blaðíð ÍMEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐIN U SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. Á LEIÐ 1 SKÓLANN í LÍBANON Miklar vetrarhörkur hafa herjað á löndin fyrir botni IMiðjarðarhafs undanfarna daga. I fjallahéruðum Lí- banon hefur kafaldsbylur valdið því að umferð hefur farið úr skorðum og börn hafa þurft að brjótast í gegnum snjóinn á leið sinni í skól- ann. Búist er við að veðrið verði með svipuðum hætti næstu daga. Mannslátið á Kanaríeyjum: Vitni segja manninn hafa hrint konunni lögreglurannsókn Vitni segja að sambýlismaður 64 ára gamallar konu, sem lést þegar hún féll fram af svölum á fjórðu hæð á Aloe hót- elinu á Ensku ströndinni á Kanarí- eyjum á laugardagskvöld, hafi hrint henni. Þetta kom fram í sam- tali Fréttablaðsins við Juan Ma- sejosa, fjölmiðlafulltrúa lögregl- unnar í Las Palmas. Masejosa sagði að maður kon- unnar, sem er 73 ára, væri enn í haldi lögreglu, þar sem ekki hefði enn verið hægt að yfirheyra hann. Enginn löggiltur dómtúlkur væri á staðnum, en að von væri á hon- um í dag og að þá gæti yfirheyrsl- an hafist. Að sögn Laufeyjar Jóhanns- dóttur, hjá Plúsferðum komu hjón- in til Kanaríeyja á laugardaginn. Masejosa sagði að samkvæmt framburði vitna hefði maðurinn verið mjög drukkinn um kvöldið. Komið hefði til einhverra rysk- inga milli hjónanna, sem leitt hefðu til þess að hann hefði hrint henni fram af svölunum. ■ FÓLK Yves Saint Laurent kveður | ÍÞRÓTTIR Eiði líður vel í Arekstur við Rauðavatn: Ung kona al- varlega slösuð árekstur Ung kona liggur alvar- lega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala- háskólasjúkrahúss eftir harðan árekstur við Rauð- vatn um sex leytið í gær. Tvennt var flutt á slysadeild en klippa þurfti annan bílinn til að ná öku- manni út. Að sögn Brynjólfs Mogensens, yfirlæknis á Land- spítalanum, er líðan stúlkunnar eftir atvikum. Bílstjórinn er hinsvegar ómeiddur. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík átti óhappið sér þannig stað að annar bílinn var að koma austur Suðurlandsveg þegar bifreið af Breiðholtsbrautinni var skyndi- lega ekið í veg fyrir hann með fyrrgreindum afleiðingum. ■ | ÞETTA HELST j Sterkar vísbendingar eru um að Jón Ásgeir Jóhannesson og Þor- steinn Már Baldvinsson stefni að yfirráðum í íslandsbanka. bls. 10 —..... A tlantsskip hafa sótt um hafnar- Zxaöstöðu í Kópavogi og hyggja á fraktflutninga til Evrópu. bls. 2 —«.—- Vaxandi umræða er meðal hags- munasamtaka háskólamanna og námsmanna að finna leiðir til að létta á endurgreiðslubyrði námslána. bls. 2 Utlendingar sem hingað koma í fiskvinnslu geta margfaldað laun sín miðað við kjör í heima- landinu. bls. 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.