Fréttablaðið - 08.01.2002, Qupperneq 17
ÞRIÐJUPAGUR 8. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
17
REGflBDGinn
Sýnd kl. 6, 8 og 10
[bandiís kl. 5.30 og 8 j K
rMOULÍN ROUCE kl. 5.30, 8 og 10.301|
j|THE MAN WHO WASN'T THERE kl. 10.2o||
|ÍLJÖS HEIMSINS kksll
L ' ' J
CSDolby /DDJ, ' Thx
Yves Saint Laurent - höfundur að fataskáp nútímakonunnar:
Kveður tískuheiminn
eftir tæp 50 ár í starfi
Það er ekki nóg með að börn
George Lucas hafi náð því í
gegn að strákasveitin N*Sync
fái að koma fram
í næstu Star
Wars mynd sem
Jedi-riddarar því
að þau fara sjálf
einnig með smá-
hlutverk í mynd-
inni. Góðu frétt-
irnar eru hinsve-
gar þær að allt
bendir til þess að við fáum að
sjá strákanna í N*Sync farast í
sprengingu í einu atriðanna.
Talsmenn segja einnig að þeir
sjáist aðeins í nokkrar sekún-
dur. Ewan McGregor, sem fer
með hlutverk Obi-Wan Kenobis,
segist vera búinn að sjá nokkur
brot úr myndinni, og á varla til
orð til þess að lýsa hrifningu
sinni. Hann lofar mun betri
mynd en síðast en aðdáendur
myndabálksins eru byrjaðir að
ókyrrast.
TÍSKA Fatahönnuðurinn Yves Saint
Laurent tilkynnti í gær þá
ákvörðun sína að hætta afskipt-
um af fatahönnun, 65 ára gamall.
Orðrómur um að hann hygðist
setjast í helgan stein hafði verið á
kreiki undanfarnar vikur.
„Ég hef valið daginn í dag til
að kveðja þetta starf sem ég hef
haft svo mikla unun af,“ sagði
Saint Laurent á blaðamannafundi
í höfuðstöðvum fyrirtækisins í
Frakklandi í gær.
„Ég hef trúað því um langa
hríð að tíska geri ekki aðeins kon-
ur fallegri heldur ,byggi upp
sjálfstraust þeirra. Ég hef talið
sjálfum mér trú um að ég hafi
byggt upp fataskáp nútímakon-
unnar og tekið þátt í umbreyting-
um minna tíma.“
Hann nefndi enga sérstaka
ástæðu fyrir því að hann hygðist
hætta en minntist á að hann hefði
átt við heilsuleysi og þunglyndi
að stríða undanfarin ár. Haft var
eftir samstarfsfélaga hans, Pi-
erre Berge, að hann væri að
hætta vegna þess að hann væri
ekki sáttur við þróunina í tísku-
heiminum undanfarin ár.
Saint Laurent er alsírskur að
uppruna. Hann hefur starfað við
fatahönnun í tæp 50 ár og er
frægur fyrir að hafa þróað
buxnadragtina og kven-
mannsjakkann. Það var árið 1953
að Michel de Brunhoff hjá Vogue
uppgötvaði hinn unga og upp-
rennandi fatahönnuð. Hann fékk
vinnu sem hönnuður hjá Christi-
an Dior en sagði skilið við Dior
árið 1961 og stofnaði eigið tísku-
hús. Saint Laurent var oft naskur
á að fanga augnablikið í hönnun
TÆPUR Á HEILSU
Yves Saint Laurent hefur lengi átt við
heilsuleysi að stríða. Hann var lengi háður
áfengi og eiturlyfjum en náði að lokum að
sigrast á fíkninni. Ekki tók betra við. Saint
Laurent er stórreykingamaður; reykir allt
að 150 sigarettur á dag og drekkur tuttugu
dósir af gosi.
sinni og fræg eru kjólföt sem
hann setti á markað fyrir konur
árið 1966. Undanfarin tuttugu ár
hefur hann hins vegar oft verið
gagnrýndur fyrir að fylgja ekki
nýjustu straumum og stefnum í
tísku. Síðasta fatalínan frá Saint
Laurent verður sýnd síðar í mán-
uðinum. ■
Aðdráttarafl
TILFINNINGIN ER GOÐ
Þegar hönnuðir Toyota
fengu það verkefni að hanna nýja kynslóð mest keypta bíls í heimi var markið sett hátt - að hefja orðið gæði í annað
veldi. Aukið höfuð- og fótarými, einstaklega vel hannað innanrými og vandað efnisval eykur enn á þægindi
ökumanns og farþega. Það er svo ekki til að minnka aðdráttaraflið að nýr Corolla er aflmeiri, eyðir minnu og
rekstrarkostnaður hans er einn sá lægsti fyrir bifreiðar í þessum flokki. www.corolla.is