Fréttablaðið - 06.02.2002, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2002
FRETTABLAÐIÐ
13
Delta keypti fimmtung í sjálfu sér af Búnaðarbankanum til að fjármagna yfirtöku á Omega Farma:
Bankinn tilkynnti ekki yfirtökuáform
viðskipti Nokkrir starfsmenn Bún-
aðarbankans unnu með Delta hf. í
síðustu viku að undirbúningi
vegna kaupa félagsins á Omega
Farma. Guðmundur Guðmunds-
son, forstöðumaður Fyrirtækja-
ráðgjafar bankans, staðfesti þetta
við blaðið. Greint var frá kaupun-
um með tilkynningu til Verðbréfa-
þings sl. mánudag. Fjármögnunin
felst að stórum hluta í kaupum
Delta á 20% hlut í sjálfu sér af
Búnaðarbankanum sem greint
var frá sama dag. Þar er um sama
hlut að ræða og Búnaðarbankinn
keypti af Jóhanni Óla Guðmunds-
syni fyrir milligöngu Kaupings á
fimmtudaginn í síðustu viku.
Áframsalan til Delta var þó ekki
tilkynnt fyrr en á mánudeginum.
I 24. grein verðbréfalaga segir
að gera verði „þegar í stað opin-
berar allar upplýs-
ingar um öll atriði
sem máli skipta og
telja verður að
geti haft áhrif á
verð bréfanna."
Helena Hilmars-
dóttir, starfandi
framkvæmda-
stjóri VÞÍ, sagði
aðspurð að þingið
hafi haft vitneskju
um fyrirhugaðar
tilkynningar. Aðil-
ar hafi verið upplýstir um viðeig-
andi reglur, en það sé hins vegar á
ábyrgð þeirra sem í hlut eiga að
meta aðstæður og tilkynna í sam-
ræmi við reglurnar.
Að öðru leyti vildi
hún ekki tjá sig um
málið.
Guðmundur
sagði seinkunina
BUNAÐARBANKINN
Var með í ferlinu sem leiddi
til kaupanna á Omega.
DELTA
Kaupir eigin bréf
af Búnaðar-
bankanum
fyrir 2.150
milljónir.
hafa komið til af ýmsum ástæð-
um. Einkum hafi það spilað inn í
að tveir stjórnarmanna Omega
Farma hafi verið erlendis fram á
föstudag og því ekki hægt að ljúka
samningsgerð fyrr en um helgina.
Verðbréfaþinginu hafi auk þess
verið haldið upplýstu um, fram-
gang mála. Róbert Wessmann,
forstjóri Delta, tók undir þetta og
fullyrti að ákvæði verðbréfalaga
hafi ekki verið brotin.
Gengi Delta hélst stöðugt í síð-
ustu viku eftir að Búnaðarbank-
inn keypti af Jóhanni Óla. Eftir til-
kynningu mánudagsins hefur það
hækkað um rúm 20%.
mbh@frettabladid.is
RÓBERT WESSMANN
Verðmaeti Omega Farma felst að miklu
leyti í starfsfólkinu, segir forstjórinn.
Delta frá 1998:
Veltan
hefur
tífaldast
lyfiacrein Gert er ráð fyrir að
áreiðanleikakönnun vegna sam-
einingar Delta og Omega Farma
taki rúman mánuð og að samning-
ur verði formlega undirritaður
um miðjan næsta mánuð. Fari
sem horfir mun greiðslan til eig-
enda Omega nema rúmum fjórð-
ungi hlutfjár Delta sem í dag
reiknast á um 3.700 milljónir að
markaðsvirði. Áætlanir gera ráð
fyrir að velta samstæðunnar á yf-
irstandandi ári verði um 10.500
milljónir. Um 90% tekna munu
koma erlendis frá.
„Delta hefur verið að fram-
leiða samheitalyf fyrir innlendan
og erlendan markað og við erum
að styrkja þá starfsemi verulega
með sameiningunni við Omega,“
segir Róbert Wessmann, forstjóri
Delta. Rekstrartekjur Delta hafa
tífaldast frá árinu 1998 miðað við
áætlun ársins. Róbert segir ár-
angurinn til þessa að miklu leyti
byggjast á jákvæðu sjóðstreymi
og hagnaði, en félagið hefur hing-
að til ekki fjármagnað vöxt sinn
með hlutafjáraukningum. Mark-
aðsverðmæti hefur vaxið úr 2.700
milljónum haustið 1999 í rúma 14
milljarða í dag. ■
Meintur stuldur á rödd
Rúriks Haraldssonar
Rúrik Haraldsson vill fébætur frá Saga Film og Flugleiðum. Rúrik segir
fyrirtækin hafa notað upptöku með upplestri sínum á Hávamálum í
„hryllilega lélega“ auglýsingu á CNN án sinnar heimildar. Saga Film
segir munnlegan samning hafa verið gerðan við leikarann og Flugleiðir
hafna aðild að málinu.
pómsmál Rúrik Haraldsson leikari
hefur stefnt Saga Film og Flug-
leiðum til að greiða 750 þúsund
krónur í bætur og miska. Rúrik
segir fyrirtækin hafa nýtt rödd
sína án heimildar sinnar í auglýs-
.ingu sem birt var á
Fjárkrafa Rú- sjónvarpsstöðinni
riks er byggð
á höfundar- . Rurik segist svo
lögum. Hún fra að hann hafl
skiptist í 500 elnu Slnnl sem °ft’
, , ,, , ar verið staddur
þusund kron- s pilm Þá
urvegnafjár- hJafi s6tarfsmaður
hag'e|s h°ns þar beðið hann að
og 250 þus- lesa brpt
úr Háva-
und krona málum í enskri
miskabætur þýðingu inn á
vegna heim- hljóðband.
ildarlausrar og Rúrik segir
ólögmætrar starfsmanninn
birtingar á lis- hafa sagt að upp-
flutningi. lesturinn hafi að-
—♦ eins verið til prufu.
Rúrik segist ekki hafa ætlað að
krefjast greiðslu sérstaklega fyrir
þetta viðvik sem slíkt. Hins vegar
hafi hann talið að haft yrði sam-
band við sig aftur ef styðjast ætti
við hljóðupptökuna eða þá til að
lesa textann inn að nýju.
Það næsta, sem Rúrik segist
hafa frétt af málinu, var þegar
stúlka í þjónustuhúsi fyrir aldr-
aða, þar sem leikarinn býr, benti
honum á að auglýsing fyrir Flug-
leiðir með upplestri hans væri í
birtingu á CNN. Auglýsingin var
birt á fyrri hluta ársins 2000. Rú-
rik sá auglýsinguna hins vegar
eltki sjálfur fyrr en nú í janúar hjá
lögmanni sínum.
„Mig rak í rogastans að sjá
hvernig þetta hafði verið útfært.
Auglýsingin var hreinn og beinn
hryllingur því hljóðsetning var svo
illa unnin. Óllum mínum texta var
bókstaflega drekkt í músík svo það
RÚRIK HARALDSSON
„Þeir sögðu að ég hefði skrifað undir samning. Þegar ég bað um að fá að sjá hann var
hins ekkert að sjá enda hafði ég ekki skrifað undir neitt," segir Rúrik Haraldsson.
heyrðust nánast ekki orðaskil. Þáð
er alveg áreiðanlegt að ég hefði
aldrei hleypt þessu frá mér svona
svona illa unnu,“ segir Rúrik.
Fjárkrafa Rúriks er byggð á
höfundar lögum. Hún skiptist í 500
þúsund krónur vegna fjárhaglegs
tjóns og 250 þúsund króna miska-
bætur vegna heimildarlausrar og
ólögmætrar birtingar á listflutn-
ingi:
„Þeir sögðu að ég hefði skrifað
undir samning. Þegar ég bað um
að fá að sjá hann var hins ekkert
að sjá enda hafði ég ekki skrifað
undir neitt,“ segir Rúrik.
Listamaðurinn segir að sér hafi
síðar verið boðin greiðsla eins og
um vinnu við venjulega innlenda
auglýsingu væri að ræða. „Það
kom hins vegar alls ekki til greina
enda er verið að útvarpa þessu í
alheimssjónvarpi," segir Rúrik,
sem krefst margfalt hærri upp-
hæðar í bætur.
Mál Rúriks var tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra-
dag. Saga Film hafnar kröfum Rú-
riks. Fyrirtækið segist hafa gert
munnlegan samning við leikarann
um innlesturinn. Flugleiðir hafna
því að eiga aðild að málinu. Búist
er við að aðalmeðferð þess verði
með vorinu.
gar@frettabladid.is
Héraðsdómur:
Fíklar játuðu
innbrot
dómsmál Héraðsdómur Reykjavík-
ur dæmdi í gær tvo menn, 22 ára og
25 ára, til þess að sæta sex og tíu
mánaða fangelsis. Þeir voru m.a.
sakfelldir fyrir fíkniefnabrot og
sjö innbrot í fyrirtæki og bíla.
Dómur þess sem fékk sex mán-
aða fangelsi var skilorðsbundinn til
þriggja ára. Mennirnir tveir geng-
ust við brotum sínum. Alls stálu
þeir fyrir um 2,3, milljónir króna
sem þeir ætluðu til fíkniefnakaupa.
Smáræði af hassi og amfetamíni
sem þeir áttu var gert upptækt.
Annar mannanna var að auki fund-
inn sekur um hafa stolið um 420
þúsund krónum í tveimur innbrot-
um með þriðja manninum. ■
Starfsgreinas amb andið:
Jákvæðir með
viðbrögð ASÍ
verðbólca Á funm framkvæmda-
stjórnar Starfsgreinasambands-
ins í gær kom fram að menn voru
almennt jákvæðir með þau við-
brögð sem ASÍ hefur sýnt til að ná
tökum á verðbólgunni á síðustu
vikum. Þetta var fyrsti fundur
stjórnarinnar frá því átak ASÍ
hófst. Halldór Björnsson formað-
ur sambandsins telur þó að þeir
sem vildu segja upp launalið
kjarasamnings á sínum tíma hafi
ekki breytt um skoðun. Þá hefði
einnig verið ljáð máls á nauðsyn
þess á fundinum að skoða nánar
starfsemi fjármálastofnana og
banka með tilliti til verðlagningu
þeirra á sinni þjónustu.
Halldór segir að það sé útilok-
að að spá nokkru um það hvort
einhver skriða af verðhækkunum
muni koma fram eftir 1. maí ef
mönnum tekst að halda verðbólg-
unni innan rauða striksins fram
að þeim tima. Hann segist þó vona
að svo verði ekki. í því sambandi
bendir hann á að í glímunni við
verðbólguna sé ekki verið að tjal-
da til einnar nætur heldur til
frambúðar. ■
DDðnuveiðar:
305 þúsund
tonn að landi
loðnuveiðar Rétt rúmum 13 þúsund
tonnum var landað af loðnu í gær.
Þetta kemur fram í tölum frá Sam-
tökum fiskvinnslunnar. Loðnuafl-
inn á vetrarvertíð er því kominn í
160 þúsund tonn og þar af hafa er-
lend skip landað um 3 þúsund tonn-
um. í allt hefur verið landað 305
þúsund tonnum en á sumar- og
haustvertíð var landað 147 þúsund
tonnum. Eftirstöðvar úthlutaðs
loðnukvóta eru 663 þúsund tonn. ■
Fj jarl ’Pers kenns ónuleg tölvu la. ikenn is isla
Upplýsingar • í síma 511-4510 og 698 6787