Fréttablaðið - 06.02.2002, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Kvikmyndaklúbburinn Filmundur:
Kvenleg kvikmyndaveisla
kvikmyndir Filmundur býður í
kvöld til kvenlegrar kvikmynda-
veislu. Tilgangurinn er að vekja
athygli á kvikmyndum íslenskra
kvenna og verða sýndar myndir
frá síðastliðnum 10 árum. Segja
má að um sé að ræða þverskurð
að því sem konur í „stuttmynda-
bransanum" hér á landi hafa verið
að aðhafast undanfarið.
Keðja (1992) og Lokasjóður
(1993) eru hreyfimyndir eftir
Kristínu Maríu Ingimarsdóttur
sem hún gerði í upphafi ferils
síns. Slurpinn & co (1998) eftir
Katrínu Olafsdóttur og Örsögur
úr Reykjavík (2000) eftir þær
Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Mar-
SLURPINN & CO.
Ein myndanna sem sýnd verður í kvöld er
Slurpinn & co. eftir Katrinu Ólafsdóttur.
gréti Söru Guðjónsdóttur og
Rögnu Söru Jónsdóttur eru dans-
stuttmyndir. Höfundarnir eru all-
ar dansarar. Falskar tennur (1998)
eftir Bjargeyju Ólafsdóttur er lít-
ið leikið listaverk. í draumi sér-
hvers manns (1995) eftir Ingu
Lísu Middleton er leikin mynd.
Brot (2001) eftir Helenu Stefáns-
dóttur er einnig leikin mynd, held-
ur lengri en hinar myndirnar.
Kvenleg kvikmyndaveisla verð-
ur frumsýnd miðvikudaginn 6.
febrúar kl. 20:00 í Háskólabíói.
Jafnframt verða sýningar fimmtu-
daginn 7. febrúar kl. 22:30, sunnu-
daginn 10. febrúar kl. 18:00 og
mánudaginn 11. febrúar kl. 22:30. ■
Árni Ingólfsson hlaut Ullar\'ettlingana:
Staðfestir kæfð og vanmetin
gildi íslenskrar myndhugsunar
VINNINGSHAFI ULLARVETTLINGANA
Benedikt Gestsson, formaður MAÍ afhenti Árna Ingólfssyni viðurkenningu Myndlistaraka-
demíu íslands.
iviyndlist Ullarvettlingar Myndlist-
arakademíu íslands í samvinnu
við gallerí Áhaldahúsið voru af-
hentir Árna Ingólfssyni myndlist-
armanni l.febrúar sl. Vettlingarn-
ir voru afhentir á veitingastaðn-
um Næstabar og voru nú afhentir
í annað sinn, en í fyrra hlaut Birg-
ir Andrésson myndlistarmaður
viðurkenninguna. Afhending Ull-
arvettlinganna fór hið besta fram
og einkendist af þjóðlegu látleysi
og kindarlegum helgisvip hinnar
íslensku landnámsrollu. Þótti
Árni vel að vettlingunum korninn
aö þessu sinni, hafandi átt eitt at-
hygliverðasta framlag á íslensk-
um myndlistarvettvangi síðastlið-
ið ár.
í ræðu Benedikts Gestssonar,
formanns MAÍ, við afhendinguna
kom m.a. fram: „Á téðri sýningu
opinberaði Árni 15 smáskúlptúra
mótaða í leir sem hann stillti upp
á klassíska stöpla, þó í þeirri hæð
að hver meðalmaður mætti líta
niður á þá úr persónulegri flugsýn
sinnar náttúru. Má hverjum
manni vera ljós sú ádeila sem slík-
ur horisónt er á meðalmennskuna.
Með skúlptúrum sínum afhjúpar
Árni myndlistarsögulega ofskynj-
unarglíju hins íslenska rétttrún-
aðar gegnum aldirnar (les póst-
modernista allra tíma) og stað-
festir um leið kæfð og vanmetin
gildi íslenskrar myndhugsunar og
þátt hennar í menningarsögunni."
Markmiðið með viðurkenning-
unni er að efla vitund þjóðarinnar
um gildi myndlistar íslendinga og
gildi hennar fyrir íslendinga í for-
tíð, nútíð og framtíð. Einnig er við-
urkenningunni ekki síst ætlað að
vekja athygli á þeim myndlistar-
manni sem hefur dug, þor og frum-
leika til þess að ausa af þeim gnægt-
arbrunni sem geymir forn og ný
sannindi um eðli þeirrar þjóðar sem
kallar sig íslendinga. ■
menia cerrrpa plkjs
Eru myndir í tölvunni?
Má auka notagildi þeirra?
Lausnin er Anokee PLUS!
netalbum.nct %
frjg pfcttÍW*
Anokee forritið hentar jafnt í stóru og smáu umhverfi.
Meðal notenda eru:
Ráðhúsið í Reykjavík, Hönnun hf., Skógrækt ríkisins, MS,
RALA, tækni- og kynningarsvið sveitarfélaga, skólar.
Bjóöum námskelð i notkun stafrænna myndavéla.
TILBOÐ TIL 15. FEBRÚAR!
Eitt þú ávatlt muna skalt:
Erfitt er að leita.
Allir finna alttaf allt
ef Anokee þeir beita
Frekari upplýsingar:
www.netalbum.is
Net-Album.net s. 580 8200
info@netalbum.net
<réjÍ!FFTN % B'jc»7rTý?‘
Yerd-
sprenging
Iqúldingabittf
POPEYES við Smáratorg
er opið kl.l 1-22 alla daga vikunnar.
Beint »
borðað as
Betra bragð
á betra verði
Tilboðið gildir frá 1. febrúar til og með 11. febrúar 2002.
popeyes@mrc.is http://popeyes.com
POPEYES Kringlunni 104 Reykjavík sími: 5682900
POPEYES Smáratorgi 200 Kópavogur sími: 5682902